Archives
Myndablogg: Sumarið á Instagram
Posted on July 23, 2014 Leave a Comment
Elsku lesendur þið verðið að afsaka bloggleysi seinustu daga..fékk alveg svakalegt samviskubit í gær þegar ég fattaði hvað ég hef lítið bloggað seinustu daga. Þetta er svo sannarlega ekki það sem koma skal! Ég lofa ykkur nýjum uppskriftum og allskonar skemmtilegu um helgina en þangað til langaði mig aðeins að sýna ykkur nokkrar myndir frá […]
Uppskrift: Einföldustu hafrakökur í heimi
Posted on July 18, 2014 4 Comments

Hafið þið tekið eftir hvað ég skrifa oft: “í heimi” í titilinn á færslunum mínum. Ég er nefnilega svo mikil ástríðumanneskja að ég missi mig mjög auðveldlega yfir litlum hlutum og finnst þeir það allra frábærasta sem hefur komið fyrir mig. Þessar smákökur fá að falla í þennan flokk. Þær eru nefnilega æði! Þær eru […]
Uppskrift: Besti hafragrautur í heimi
Posted on July 16, 2014 3 Comments

Flest okkar kunna að búa til hafragraut, enda er það ekkert sérstaklega flókið. Hafrar, vatn og salt í pott er það ekki bara? Láta sjóða í smá stund og tilbúið? Jú vissulega er hægt að útbúa hafragraut á þann hátt, og meirasegja líka bara hægt að skella höfrum og vatni í örbylgjuofninn í smá stund […]
Uppskrift: Hrákaka með kókoskeim
Posted on July 13, 2014 Leave a Comment

Ég er búin að fá mjög margar fyrirspurnir um hvítu kökubitana sem eru á myndinni sem ég setti inn seinasta mánudag. Þetta eru hrákökubitar en ég er búin að vera að vinna í að fullkomna uppskriftina seinustu vikur. Er búin að gera endalausar útgáfur en grunnurinn er samt alltaf sá sami. Ég lofaði að deila […]
Uppskrift: Kakóhúðaðar möndlur á mánudegi
Posted on July 7, 2014 2 Comments

Já það er sko aftur kominn mánudagur! Sem að mér finnst reyndar alls ekki versti dagurinn eins og sumum. Þvert á móti finnst mér mánudagar frábærir, þeir eru byrjunin á nýrri viku og eiginlega eins og nýtt upphaf, fullkomnir til að byrja á því sem maður ætlaði að vera löngu byrjaður á. Þriðjudagarnir hinsvegar, þeir […]
Uppskrift: Ítalskt avocado spaghetti
Posted on July 1, 2014 Leave a Comment
Ég er með óstöðvanlegt æði fyrir avocado..get bara ekki hætt að borða það! Sem betur fer er það fullt af vítamínum og góðum efnum, og mér finnst það hafa svo ótrúlega góð áhrif á húðina mína. Ég eldaði alveg ótrúlega einfalt pasta í gær og notaði avocado í dressinguna, ofboðslega fljótlegt en rosalega gott! […]
Uppskrift: Kökudeigsbitar og hreinn kökudeigs-ís!
Posted on June 27, 2014 3 Comments
Uppáhalds ísinn minn er án efa cookiedough vanilluísinn frá Ben and Jerry’s. Ég bara elska hrátt kökudeig. Alltaf þegar ég baka er ég eiginlega orðin södd af deigi áður en kakan er til, ég bara get stundum ekki hamið mig! Ég datt niðrá snilldar uppskrift af hollum kökudeigsbitum um daginn þeir voru svo góðir að […]
Meiri krukkugrautar!
Posted on June 24, 2014 10 Comments
Ég er búin að prófa endalaust margar uppskriftir af krukkugrautum seinustu daga og fékk spurningar um fleiri uppskriftir svo mig langar að sýna ykkur tvær sem ég prófaði um helgina og heppnuðust ótrúlega vel! Mér finnst svo ótrúlega sniðugt að búa til svona og eiga í ísskápnum og það er endalaust hægt að búa til […]
Að missa mig yfir: Freistingar!
Posted on June 23, 2014 6 Comments
Óóó hvar á ég að byrja með þessar kökur? Ég ELSKA þær. Það er fátt sem að gerir líf mitt betra þessa dagana en yndislegu freistingarnar frá Organic! Fékk algjört æði fyrir þeim fyrir um 2 vikum og hef eiginlega ekki getað hætt að borða þær síðan, enda ekki ástæða til! Get ekki annað en […]
Grænn djús sem þú færð i næstu matvörubúð!
Posted on May 23, 2014 Leave a Comment
Um daginn fékk ég algjört æði fyrir grænum djúsum enda eru þeir stútfullir af góðum næringarefnum og alveg ótrúlegt hvað þeir gefa manni mikla orku! Núna er kominn nýr safi frá Floridana í virkni línunni sem heitir Floridana grænn og er úr eplum, spínati, ananas, kíví, mangó, engifer spirulína, hveitigrasi og chili! Mikið var ég […]