Archives
Uppskrift: Avocado Toast
Posted on January 7, 2015 Leave a Comment
Eins og þið vitið þá elska ég avocado..bara elska það. Ég borða það á hverjum degi og það er nánast sama í hvaða formi það er, mér finnst það allt gott. Eitt af því sem mér finnst ótrúlega gott að fá mér er ristað brauð með stöppuðu avocado, og svo bæti ég smá við það […]
Uppskrift: Bananamúffur með grískri jógúrt
Posted on November 11, 2014 1 Comment

Þegar það er mikið að gera og mikið stress er einn staður þar sem ég næ alltaf sérstaklega vel að slaka á..í eldhúsinu. Ég veit fátt meira róandi en að dunda mér við að baka og búa til eitthvað gómsætt, og ég lít á það sem nauðsynlegann part af stressfylltum degi til að ná að […]
Dagbókin: Skóla nesti vikunnar
Posted on September 28, 2014 Leave a Comment
Þá er komin að annari færslunni í nýja vikulega liðnum, Dagbókinni! Í þetta skiptið langaði mig að sýna ykkur nestispoka vikunnar, en ég reyni að hafa með mér nesti í skólann á hverjum degi. Bæði finnst mér ótrúlega gaman að brasa í eldhúsinu og útbúa nesti, og svo er það líka ódýrara heldur en að […]
Uppskrift: Krukkugrautur með banana, kaffi og möndlum!
Posted on September 26, 2014 2 Comments
En ein krukkugrautsuppskriftin..ef þið þolið ekki graut vona ég að þið hættið ekki að lesa bloggið, ég er bara búin að vera með svo mikið æði fyrir þeim og endalaust að gera nýjar útfærslur. Meðleigjandinn minn nýtur góðs af tilraununum mínum og er eiginlega orðinn sérlegur krukkugrauts-smakkari bloggsins, og við vorum báðar sammála um að […]
Uppskrift: Krukkugrautur með avocado+mango
Posted on September 22, 2014 2 Comments
Ég fékk beiðni um daginn með að deila með ykkur fleiri krukkugrauta uppskriftum. Ég er alltaf að prófa mig áfram og gera nýjar bragðtegundir, enda er endalaust hægt að finna nýjar bragðtegundir og bæta við því sem manni langar í! Avocado+mango grauturinn er búinn að vera í miklu uppáhaldi uppá síðkastið og mig langar að […]
Einföldustu hafrakökurnar með karamellu
Posted on September 17, 2014 Leave a Comment
Ó nammnammnamm, þessi hafraköku uppskrift náði nýjum hæðum í fyrradag! Um daginn deildi ég með ykkur uppskriftinni minni af einföldustu hafrakökum í heimi sem eru bæði ótrúlega einfaldar, og hollar. Ég gerði uppskriftina aftur í fyrradag en í þetta skiptið notaði ég butterscotch dropa í staðinn fyrir súkkulaðidropa og það er eiginlega alveg ólýsanlega gott! […]
Back to school: 6 hugmyndir af hollu millimáli!
Posted on August 22, 2014 Leave a Comment
Jæja þá er haustið komið og skólalífið að byrja hjá ansi mörgum. Sjálf er ég að setjast á skólabekk eftir tveggja ára pásu og finnst frábært að vera komin aftur í skóla. Seinustu viku og næstu viku sem er að koma bý ég í (nokkrum) ferðatösku, því að ég fæ ekki íbúðina mína afhenda fyrr […]
Uppskrift: Uppáhalds græni djúsinn minn
Posted on August 12, 2014 4 Comments

Ég elska græna djúsa, þeir eru nefnilega svarið við svo mörgu! Alltaf þegar einhver segir við mig til dæmis: “ohh ég er svo þreytt”, eða “æi ég er með hálsbólgu”, svara ég alltaf: “ertu búin að fá þér grænan djús?”. Mjög pirrandi týpa, en ég bara trúi svo mikið á að það sem við borðum […]
Uppskrift: Bláber með hafrarjóma
Posted on August 7, 2014 Leave a Comment

Eins og ég hef sagt ykkur frá áður fæ ég reglulega æði fyrir einhverju og get ekki hætt að borða það. Ég er nánast eins og ólétt kona sem fær óstjórnanlega löngun í fáránlega hluti því stundum bara get ég einfaldlega ekki hætt að borða einhvern ákveðinn hlut! Bláber eru búin að eiga hug minn […]
Uppáhalds góðgæti þessa dagana
Posted on July 25, 2014 1 Comment
Ég er algjör sælkeri eins og þið hafið kannski nú þegar áttað ykkur á. Ég er miklu meira fyrir sætindi og kökur heldur en annan óhollan mat. Langaði að sýna ykkur það sem er allra uppáhalds hjá mér þessa dagana. Vá ég er alveg að missa mig yfir þessum möndlum..mér finnst þær svo fáránlega góðar. […]