Archives
Ég mæli með: Hnetusteikinni frá Móðir Náttúru!
Posted on August 21, 2015 Leave a Comment
Um daginn þegar ég sagði við kærastann minn að ég ætlaði að hafa hnetusteik í matinn, var hann ofsalega ánægður með mig og ýmindaði sér einhverskonar nautasteik með hnetum (hann er algjör kjötmaður). Þegar ég hinsvegar útskýrði fyrir honum að hnetusteik væri allt annað en það, grænmetisréttur sem inniheldur ekkert kjöt, var hann hinsvegar ekki […]
Ég mæli með: MangaJo íste!
Posted on August 14, 2015 Leave a Comment
Kynning Nýlega kynntist ég drykkjum sem eru nýjir hérna á markaði, en það eru ávaxta-ístein frá MangaJo. Íste-in eru samt ekki nein venjuleg íste, því þau innihalda engann sykur, né viðbætt litarefni eða rotvarnarefni. Hver drykkur er í grunninn kælt grænt te, sem er svo bragðbætt með mismunandi ávöxtum eða berjum, sem eiga það sameiginlegt […]
Uppskrift: Frosnir Skyrdropar
Posted on May 5, 2015 Leave a Comment

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar ég finn aftur skemmtilegar uppskriftir sem ég hef gert áður en er löngu búin að gleyma. Ég var eittvað að renna í gegnum myndir á flakkaranum mínum um daginn þegar ég rakst á mynd af þessum frosnu skyrdropum sem ég gerði stundum og átti í frystinum. Þeir eru alveg […]
Ég elska: Bear barnanammi
Posted on April 10, 2015 Leave a Comment

Um daginn rakst ég á nýtt nammi (sem er sennilega ætlað fyrir börn) í Hagkaup. Það er frá fyrirtækinu Bear, sem að framleiðir allskonar sniðugt og hollt nammi! Ég er alveg þekkt fyrir að borða mat sem er ætlaður börnum, enda er hann líka stundum miklu skemmtilegri og jafnvel hollari. Ég kaupi mér oft barnamat […]
Uppskrift: Weetabix kjúklinganaggar
Posted on March 13, 2015 Leave a Comment

Ein af mínum uppáhalds uppskriftum sem ég á í safninu mínu, er þessi af Weetabix kjúklinganöggunum sem ég þróaði einhverntímann þegar ég var að fara að keppa í módelfitness. Þá borðaði ég ansi mikið af kjúkling, og maður verður fljótt leiður á venjulegum bragðlausum bringum. Sem betur fer eru ótal leiðir til að elda kjúkling […]
Uppskrift: Blómkálspizza og blómkálstortilla
Posted on January 13, 2015 Leave a Comment
Eins og ég lofaði ætla ég að deila uppskriftinni af blómkálstortillunni sem ég hafði með sætkartöflusúpunni í færslunni í fyrradag, HÉR. Uppskriftina er hægt að nota á marga vegu, en ég hef til dæmis oft gert mér pizzabotn, og búið þá til einn stórann hring úr allri uppskriftinni. Þegar ég geri tortillur geri ég hringina […]
Uppskrift: Sætkartöflu kjúklingasúpa
Posted on January 11, 2015 2 Comments

Ég var að renna yfir nokkrar uppskriftir af hollum mat sem ég á hjá mér, og rakst á þessa uppskrift af kjúklingasúpu sem ég eldaði oft þegar ég var seinast í keppnisundirbúningi. Súpan er alveg ótrúlega holl og góð, og stútfull af góðum næringarefnum. Hún er líka mjög saðsöm og áferðin er mjúk, fullkomin á […]
Uppskrift: Bananamúffur með grískri jógúrt
Posted on November 11, 2014 1 Comment

Þegar það er mikið að gera og mikið stress er einn staður þar sem ég næ alltaf sérstaklega vel að slaka á..í eldhúsinu. Ég veit fátt meira róandi en að dunda mér við að baka og búa til eitthvað gómsætt, og ég lít á það sem nauðsynlegann part af stressfylltum degi til að ná að […]
Uppskrift: Krukkugrautur með banana, kaffi og möndlum!
Posted on September 26, 2014 2 Comments
En ein krukkugrautsuppskriftin..ef þið þolið ekki graut vona ég að þið hættið ekki að lesa bloggið, ég er bara búin að vera með svo mikið æði fyrir þeim og endalaust að gera nýjar útfærslur. Meðleigjandinn minn nýtur góðs af tilraununum mínum og er eiginlega orðinn sérlegur krukkugrauts-smakkari bloggsins, og við vorum báðar sammála um að […]
Uppskrift: Krukkugrautur með avocado+mango
Posted on September 22, 2014 2 Comments
Ég fékk beiðni um daginn með að deila með ykkur fleiri krukkugrauta uppskriftum. Ég er alltaf að prófa mig áfram og gera nýjar bragðtegundir, enda er endalaust hægt að finna nýjar bragðtegundir og bæta við því sem manni langar í! Avocado+mango grauturinn er búinn að vera í miklu uppáhaldi uppá síðkastið og mig langar að […]