Archives
Ég mæli með: Hnetusteikinni frá Móðir Náttúru!
Posted on August 21, 2015 Leave a Comment
Um daginn þegar ég sagði við kærastann minn að ég ætlaði að hafa hnetusteik í matinn, var hann ofsalega ánægður með mig og ýmindaði sér einhverskonar nautasteik með hnetum (hann er algjör kjötmaður). Þegar ég hinsvegar útskýrði fyrir honum að hnetusteik væri allt annað en það, grænmetisréttur sem inniheldur ekkert kjöt, var hann hinsvegar ekki […]
Ég mæli með: MangaJo íste!
Posted on August 14, 2015 Leave a Comment
Kynning Nýlega kynntist ég drykkjum sem eru nýjir hérna á markaði, en það eru ávaxta-ístein frá MangaJo. Íste-in eru samt ekki nein venjuleg íste, því þau innihalda engann sykur, né viðbætt litarefni eða rotvarnarefni. Hver drykkur er í grunninn kælt grænt te, sem er svo bragðbætt með mismunandi ávöxtum eða berjum, sem eiga það sameiginlegt […]
Uppskrift: Gyðubrauð
Posted on July 24, 2015 Leave a Comment
Fyrir nokkrum vikum gerði ég hádegismatinn minn með ykkur á Snapchat, en það var hádegismatur sem er ansi oft á borðinu hjá mér. Síðan þá hef ég fengið fullt af spurningum um hvað hafi nú aftur verið í uppskriftinni og fleira. Vinur minn sem er að vinna í matvöruverslun fékk svo ótrúlega fyndna spurningu um […]
Uppskrift: Banana- og hafra pönnukökur
Posted on May 17, 2015 Leave a Comment
Þegar ég var að keppa seinast var ég alltaf með svokallaðann “nammidag” einu sinni í viku. Þá var alltaf fastur liður að búa mér til bananapönnukökur á laugardagsmorgnum, og það var eitthvað sem að ég gat alls ekki sleppt! Einu sinni meirisegja fattaði ég um miðnætti á föstudagskvöldi að ég ætti ekki banana til að […]
Uppskrift: Frosnir Skyrdropar
Posted on May 5, 2015 Leave a Comment

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar ég finn aftur skemmtilegar uppskriftir sem ég hef gert áður en er löngu búin að gleyma. Ég var eittvað að renna í gegnum myndir á flakkaranum mínum um daginn þegar ég rakst á mynd af þessum frosnu skyrdropum sem ég gerði stundum og átti í frystinum. Þeir eru alveg […]
Ég elska: Bear barnanammi
Posted on April 10, 2015 Leave a Comment

Um daginn rakst ég á nýtt nammi (sem er sennilega ætlað fyrir börn) í Hagkaup. Það er frá fyrirtækinu Bear, sem að framleiðir allskonar sniðugt og hollt nammi! Ég er alveg þekkt fyrir að borða mat sem er ætlaður börnum, enda er hann líka stundum miklu skemmtilegri og jafnvel hollari. Ég kaupi mér oft barnamat […]
Uppskrift: Weetabix kjúklinganaggar
Posted on March 13, 2015 Leave a Comment

Ein af mínum uppáhalds uppskriftum sem ég á í safninu mínu, er þessi af Weetabix kjúklinganöggunum sem ég þróaði einhverntímann þegar ég var að fara að keppa í módelfitness. Þá borðaði ég ansi mikið af kjúkling, og maður verður fljótt leiður á venjulegum bragðlausum bringum. Sem betur fer eru ótal leiðir til að elda kjúkling […]
Uppskrift: Rolo karamellukex
Posted on November 23, 2014 Leave a Comment
Við mamma erum aldeilis ekki búnar að láta okkar eftir liggja í smákökubakstrinum um helgina! Í fyrra bökuðum við 16 sortir og það lítur allt út fyrir að við séum að fara að toppa okkur í ár. Já ég veit..við erum engan vegin venjulegar þegar kemur að jólabakstrinum. Rolo karamellukexið hefur verið bakað síðan 2012 […]
Uppskrift: Krukkugrautur með avocado+mango
Posted on September 22, 2014 2 Comments
Ég fékk beiðni um daginn með að deila með ykkur fleiri krukkugrauta uppskriftum. Ég er alltaf að prófa mig áfram og gera nýjar bragðtegundir, enda er endalaust hægt að finna nýjar bragðtegundir og bæta við því sem manni langar í! Avocado+mango grauturinn er búinn að vera í miklu uppáhaldi uppá síðkastið og mig langar að […]
Einföldustu hafrakökurnar með karamellu
Posted on September 17, 2014 Leave a Comment
Ó nammnammnamm, þessi hafraköku uppskrift náði nýjum hæðum í fyrradag! Um daginn deildi ég með ykkur uppskriftinni minni af einföldustu hafrakökum í heimi sem eru bæði ótrúlega einfaldar, og hollar. Ég gerði uppskriftina aftur í fyrradag en í þetta skiptið notaði ég butterscotch dropa í staðinn fyrir súkkulaðidropa og það er eiginlega alveg ólýsanlega gott! […]