Ég mæli með: Uppáhalds BB kremið mitt!

Það hafa sennilega flestar stelpur heyrt um BB kremin sem hafa verið afskaplega vinsæl uppá síðkastið. Flest merki eru núna komin með BB krem inní vöruval hjá sér og því úr mörgu að velja!

Ég hef prófað þónokkur krem en enda alltaf á að fara aftur í sama kremið, og finnst það eiginlega bara alltaf langbest!

Image

 Kremið sem ég nota er frá Garnier og er með fyrstu BB kremunum sem komu á markað. Mér finnst það gera húðina svo ótrúlega fallega og gefa henni svo yndislegan ljóma. Það er líka ótrúlega góður rakagjafi og hjálpar til við að halda húðinni mjúkri allan daginn. Og besti parturinn? Það fæst í Bónus á 1500kr!

Image

 BB kremið er meira en bara litað dagkrem því það vinnur með húðinni til að gera hana fallega og laga misfellur. Mér finnst samt oftast best að nota venjulegt dagkrem undir það því að ég þarf á rakanum að halda, en það má alveg nota það eitt og sér. Kremið er líka til í útgáfu fyrir feita húð, sem hentar mjög vel fyrir þá sem eiga það til að glansa. Ég skipti stundum yfir í það á sumrin þegar það er orðið heitara í veðri. Útgáfan fyrir feita húð lítur svona út:

Image

xxx

Sunnudagsdekur með hreinsandi sítrónumaska!

Sunnudagar eru bara alþjóðlegir letidagar, eruð þið ekki sammála? Elska að eyða deginum í náttfötunum að brasa hér heima og hafa það notalegt. Sunnudagarnir eru líka tilvaldir í að dekra við sjálfan sig og gera eitthvað sem maður hefur kannski ekki tíma fyrir á virkum dögum. Ég ákvað að prófa sítrónu andlitsmaska sem ég keypti í vikunni og varð ekki fyrir vonbrigðum!

Image

 Hann fæst í Hagkaup og kostar undir 1000kr og þú getur notað hvert bréf þrisvar sinnum! Ég hef prófað nokkra maska frá þessu merki og finnst þeir mjög góðir, en þessi var alveg æði! Sítrónulyktin af honum er líka dásamleg og hann hreinsaði alveg ótrúlega vel. Eftir að þú setur hann á áttu að bíða í 15-20 mínútur en þá er hann þornaður og svo geturðu flett honum af í heilu lagi.

Image

 Ég passaði að setja hann á mig þannig að hann væri allstaðar tengdur saman svo það væri auðvelt að taka hann af í heilu lagi. Finnst alltaf svo gaman að setja á mig svona peel off maska, svo þægilegt að fletta þeim af!

Á meðan að maskinn er að bíða er tilvalið að prófa þetta nýja sítrónu og mandarínu te frá Pukka sem ég fann í Bónus, það er æði!

Image

 Annars fór sunnudagurinn minn í prufukeyrslu á uppskriftum af heimagerðu líkamskremi sem ég mun birta á blogginu í vikunni, stay tuned!

xxx
    	
    	

Vaxarðu augabrúnirnar heima? Súkkulaðivax er málið!

Okei ég held að ég viti um fátt betra heldur en súkkulaði. Það gerir einfaldlega alla daga betri! Ég elska súkkulaði og súkkulaðilykt svo þessvegna var ekki séns að ég gæti gengið útúr búðinni án þess að kaupa þetta súkkulaðivax þegar ég rakst á það! Hingað til hef ég bara fundið það í apótekunum hjá Lyfju og svo Apótekaranum á Akureyri.

Image

 Það er til í tvem stærðum en ég hef reyndar bara prófað minni strimlana, og nota þá alltaf þegar ég vaxa á mér augabrúnirnar. Þeir eru í mjög þægilegri stærð og tilbúnir beint til notkunar, ekkert vesen! Vaxið er líka sérstaklega milt og gott og fer vel með húðina. Mér finnst best að klippa ofan þeim auka plastið og bera þá svo saman við augabrúnina og klippa þá til. Þá eru líka minni líkur á að taka óvart hálfa augabrúnina af, sem er ekkert alltof skemmtileg reynsla (trúið mér, búin að prófa).

Image

 Minn lítur sirka svona út þegar ég er búin að klippa hann til og þá get ég bara sett hann beint undir augabrúnina. Svo nudda ég aðeins yfir með puttunum til að hita vaxið og toga svo af, gæti ekki verið einfaldara!

Þegar ég er búin að vaxa finnst mér best að setja smá ólívuolíu í bómul til að taka ef það hefur orðið eitthvað vax eftir á húðinni. Hún mýkir líka húðina sem er oftast rauð og viðkvæm eftir vaxið.

Image

xxx

Laugardagur og rauð flauelskaka í tilefni bloggsins!

Mikið er ég nú ánægð að það er komin helgi! Ekkert betra en að vakna á laugardögum og byrja daginn í eldhúsinu og baka eitthvað gott fyrir daginn.

Í tilefni fyrstu færslanna á blogginu (ekki það að ég hafi einhverntíman verið í vandræðum með að finna mér tilefni til að baka köku), ákvað ég í dag að baka rauða flauelsköku, en það er með uppáhalds kökunum mínum! Ég hef nokkrum sinnum bakað svoleiðis sjálf en þegar ég rakst á þetta kökumix í nettó í gær varð ég að prófa!

Image

 Fyrir þá sem ekki vita er rauð flauelskaka í rauninni bara þétt súkkulaðikaka, (með mjög mikið af rauðum matarlit) og yfirleitt með hvítu rjómaostakremi. Það getur tekið dálítinn tíma að gera hana ef maður ætlar að fá fullkomna flauelsáferð og þessvegna var ég mjög spennt að pfófa hvort að Betty stæðist væntingar!

Image

 Kakan var mjög góð og leit mjög vel út, alltaf gaman að bjóða uppá öðruvísi kökur. Hún fær að minnsta kosti 10 í einkunn fyrir einfaldleika, enda tekur enga stund að skella öllu saman í skál og inní ofn!

Mæli með henni ef þið hafið lítinn tíma og langar að bjóða uppá eitthvað annað en venjulega súkkulaðiköku!

Image

 Kimonoinn sem ég er í er úr vorlínunni hjá Zöru 2013. Mikið var ég ánægð þegar ég fann hann á netinu þar sem hann er ekki lengur til í búðinni. Ég er algjör fíkill í að versla á netinu og kaupi mér yfirleitt bara föt á netinu, get verið endalaust að skoða og panta mér, og verst er svo bara að þurfa að bíða eftir að fá sent heim! Ef ykkur langar í þennan kimono getið þið sent mér skilaboð á facebook og ég get sent ykkur linkinn.

Image

xxx

Uppskrift: Mýkstu leggir í heimi!

Okei ég gat eiginlega bara ekki beðið eftir að gefa ykkur uppskriftina af þessum uppáhalds skrúbbnum mínum! Hann er of mikil snilld!

Ég rakst á uppskriftina af honum á pinterest fyrir einhverjum tíma og hef haldið uppá hana síðan. Ég er algjör sökker fyrir einhverju svona sem þú getur búið til heima og ég elska að hafa dekurkvöld og búa til minn eigin skrúbb eða maska! Veit eiginlega ekki hverju úr ískápnum eða skápunum ég hef ekki prófað að troða í andlitið eða hárið á mér! Ekki samt spyrja mig um skiptið sem ég setti egg í hárið á mér og skolaði það svo úr með heitu vatni..

Image

 En það allra besta við þennan skrúbb er hvað hann er alveg ofboðslega einfaldur! Ég á hann alltaf í sturtunni og þegar hann er búinn tekur bara nokkrar mínútur að gera nýjan. Ég set alltaf bara öll innihaldsefnin í krukku með þéttu loki og hristi þangað til hann hefur blandast vel saman. Þar sem að hann inniheldur sítrónusafa þá er hann rosalega góður til að taka dauðar húðfrumur og hreinsa efsta lagið af húðinni. Ólívuolían skilur húðina svo eftir silkimjúka. Í skrúbbinn fer:

1 og 1/4 bolli sykur

1/2 bolli ólívuolía

2msk. sítrónusafi

Thats it!

Image

 Mér finnst hann alveg sérstaklega mikil snilld þegar ég er að raka á mér leggina. Eitt tip sem ég geri alltaf og skilar mér mjúkustu leggjum í heimi:

1)Byrja á að raka eina umferð með rakvélinni minni.

2)Næst nota ég skrúbbinn á leggina og þvæ hann svo af með vatni.

3)Svo raka ég aðra umferð yfir fæturna.

4)Og nota svo skrúbbinn aftur!

5)Skola hann af með vatni (getið notað sápu ef þið viljið ná olíunni af en mér finnst best að leyfa henni að vera á).

Ég skora á ykkur að prófa og ég sver að þið verðið alls ekki sviknar, virkar ótrúlega! Skrúbburinn tekur dauðu húðina á milli umferða og þannig nærðu að raka eins nálægt og hægt er.

Image

Krukkuna hef ég svo bara alltaf í sturtunni og nota hann á allann líkamann!

Hann geymist vel í þéttri krukku í sirka viku, en eftir 2 vikur getur hann farið að mygla svo ég mæli ekki með að geyma hann mikið lengur en 1 og hálfa.

xxx

Obsessing over: So couture!

Surprise surprise að fyrsta færslan mín sé um maskara..

Kemur sennilega engum sem þekkir mig á óvart, en ég er algjör maskaradrottning og veit fátt skemmtilegra en að prófa nýja maskara! Er yfirleitt með þónokkra í gangi í einu, og er alltaf að prófa nýja en á samt alltaf nokkra uppáhalds sem ég kaupi aftur og aftur.

Einn af þeim sem ég er að nota núna heitir So couture! og er nýr frá l’oreal. Ég féll alveg strax fyrir umbúðunum en mér finnst þær svo ótrúlega fallegar og elegant!

Image

 Hann kemur úr million lashes línunni og ég var alveg sérstaklega spennt að prófa þennan því að hinn upprunalegi million lashes er allra mesta uppáhalds og ég á hann alltaf! Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum þegar ég prófaði þennan. Hann er með gúmmíbursta eins og þessi upprunalegi en greiðan er mjórri og svolítið keilulaga með mörgum litlum hárum sem að greiða rosalega vel úr augnhárunum.

Image

 Mér finnst hann gefa alveg ótrúlega fallega lengd og rosalega auðvelt að nota hann þar sem burstinn er svo lítill og nettur að það er lítið mál að móta augnhárin.

Image

 Mæli klárlega með að prófa, hann fer allavega í uppáhalds skúffuna hjá mér!

xxx

Fyrsta bloggið!

Jæja þá er þessi bloggsíða loksins komin í loftið, eftir langa bið!

Er búið að langa að blogga í einhvern tíma en aldrei komið mér útí það, en ákvað loksins að láta að verða af því og er svo ótrúlega spennt að byrja að skrifa um allt sem mig langar að sýna ykkur..

Ég er mjög oft að fá spurningar um hina og þessa hluti sem tengjast make up-i eða heilsu og langaði því að byrja með eina litla sæta síðu til að deila með ykkur því sem ég er að gera, og vonandi nennir einhver að fylgjast með!

Ég elska make up og snyrtivörur og það skemmtilegasta sem ég veit er að prófa nýjar vörur, og er alveg dugleg við það og hlakka til að segja ykkur mína reynslu. Verður örugglega ekki langt í næsta beauty post..

Svo ætla ég líka að setja inn fullt af skemmtilegum uppskriftum og bara allt það sem mér finnst skemmtilegt eða fallegt, svo endilega fylgist spennt með!

Image

xxx

 

 

%d bloggers like this: