Þrjú mismunandi árshátíðarlúkk frá Vero Moda+gjafaleikur!

Færslan er í samstarfi við Vero Moda.

ÞAÐ ER KOMIÐ ÁRSHÁTÍÐAR-SEASON!

gjafaleikur 2Í tilefni þess að margir eru á leið á árshátíð á næstu vikum (og aðrir farnir að skipuleggja jóladressið) langaði mig að sýna ykkur þrjú mismunandi árshátíðarlúkk frá Vero Moda. Það er til ótrúlega mikið af fallegum kjólum og flíkum sem henta vel við fínni tilefni, og þessi þrjú lúkk eru aðeins lítið brot af því sem er til. Mér finnst þau öll virkilega falleg þó þau séu öll ótrúlega mismunandi. Kíkjum á þau!

.

Lúkk 1

Processed with VSCO with f2 preset

Ég dróst strax að þessum kjól, en ég er búin að vera obsessed yfir þessum ljósfjólubláa lit sem er búinn að vera áberandi upp á síðkastið. Áferðin á efninu finnst mér virkilega flott, og það er auðvelt að dressa hann upp og niður. Ég sé fyrir mér að þessi væri klikkað flottur við sokkabuxur, háa hæla og pels (p.s. það er til nóg af þeim í Vero Moda líka). Kjóllinn kostar 4.590kr.

.

Lúkk 2

Processed with VSCO with f2 preset

Þetta er eitt af þeim lúkkum sem ég myndi aldrei halda að ég myndi fíla, en þegar ég var kominn í hann er þetta eiginlega uppáhalds lúkkið mitt! Kjóllinn er í smá svona smekkbuxna/skokk stíl, og er opinn að framan og aftan, og svo á hliðunum. Mér finnst hann koma fáránlega vel út við fallegan blúdndubol. Hann er með vösum og er millisíður, og kostar 6.990kr.

.

Lúkk 3

Processed with VSCO with f2 preset

Þessi kjóll er svo ótrúlega sætur, og líka virkilega þægilegur. Ég elska þegar kjólar eru síðerma, og sérstaklega á þessum árstíma. Þessi kjóll er fullkomin flík í fataskápinn afþví það er hægt að breyta honum algjörlega með mismunandi fylgihlutum. Ég valdi þetta gyllta belti við hann í þetta skiptið, en prófaði hann líka með síðu hálsmeni og bæði kom virkilega vel út. Þessi gæti jafnvel nýst bæði sem árshátíðarkjóll og jólakjóll, með mismunandi fylgihlutum sem breyta alveg heildarlúkkinu. Kjóllinn kostar 6.790kr og beltið er á 1.590kr.

.

gjafaleikur 2

Hvaða lúkk finnst þér flottast?

Þú gætir unnið kjól að eigin vali úr Vero Moda með því að segja mér hvaða lúkk þér finnst flottast, en leikurinn fer fram á Instagramminu mínu: gydadrofn. Finnið sömu mynd og hér að ofan (getið ýtt á hana hér til hægri) og kommentið undir hvaða lúkk þér finnst fallegast. Á þriðjudaginn 17. október dreg ég út einhvern heppinn sem fær að velja sér kjól alveg að eigin vali í Vero Moda! Ath. Það þarf ekki endilega að velja einhvern af þessum sem eru hér að ofan þó þið setjið hann í kommentið 🙂

gydadrofn

Uppáhalds upp á síðkastið

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

Það er heldur betur langt síðan það birtist uppáhalds færsla hér á blogginu – en hér er ein splunkuný á ferðinni!

favs

1. Becca Aqualuminous Foundation: Í tilefni þess að förðunarmerkið Becca er á leiðinni til landsins í lok vikunnar, fannst mér tilvalið að segja ykkur frá tveim vörum sem ég hef notað frá merkinu! Þessi farði er virkilega fallegur – mjög léttur með miðlungs þekju, en áferðin er öðruvísi en á öllum öðrum. Hann leggst yfir húðina eins og silki og gefur virkilega fallega áferð.

2. Real Techniques Miracle Cleansing Sponge*: Þessi svampur er nýr hjá Real Techniques – og allt öðruvísi en allir hinir svamparnir sem merkið hefur framleitt. Þessi er ætlaður til andlitshreinsunar og er því notaður með hreinsivörum. Hann gerir hreinsunina enn dýpri en hægt væri með höndunum! Ég byrja á því að nudda andlitshreinsinum inn með höndunum, bleyti svo svampinn og nota hann með hreinsinum til að hreinsa ennþá betur. Svampurinn er ekki of grófur svo mér finnst hann fullkominn til daglegrar notkunar.

3. Essie Bare With Me*: Kannski ekki haust-legasti liturinn en ég er bara ekki búin að nota neinn annan seinustu vikur! Fullkominn ferskjutóna nude sem fer vel við allt – ég er ástfangin upp fyrir haus af þessum.

4. Drunk Elephant Lala Retro Whipped Cream: Ég og Þórunn vinkona mín deilum ást á þessu kremi, en það var hún sem benti mér á það upphaflega. Þarna er á ferð þykkt og djúsí krem sem hentar bæði kvölds og morgna, og er til dæmis frábær grunnur undir farða. Fæst t.d. í Sephora.

5. The Body Shop Chinese Gingsen&Rice Toner*: Ef að þið munið eftir þessari færslu  þá vitið þið hvað ég er hrifin af því að nota hrísgrjónavatn á húðina. Hrísgrjónavatn hefur verið vinsæll tóner í Asíu svo áratugum skiptir, og er einstaklega gott fyrir húðina. Þessi tóner inniheldur hrísgrjónavatn og gingsen að auki (sem er mjög orkugefandi fyrir húðina) – og hann gerir allt sem ég vil að tóner geri. Fríski upp húðina og undirbúi hana fyrir krem, án þess að þurrka hana upp og herpa hana of mikið saman.

6. The Body Shop Matcha Face Mask*: Þegar ég frétti að það væri kominn Matcha maski þá vissi ég að það væri svo sannarlega eitthvað sem ég þurfti að prófa! Eins og þið örugglega vitið er ég einn mesti Matcha aðdáandi sem fyrirfinnst, og finnst frábært að geta notað Matcha í húðumhirðu líka. Maskinn hreinsar sérstaklega vel, og innheldur mild korn sem skrúbba húðina létt. Formúlan er kremuð og þægileg að bera á sig, en þennan maska má nota 2-3 í viku.

7. Maybelline Age Rewind Concealer: Það sem ég er ánægð að þessi hyljari sé kominn til landsins! Ég er búin að nota hann lengi og er svo ótrúlega ánægð að hann sé loksins fáanlegur hér á landi. Hann er búinn að vera í daglegri notkun síðustu mánuði, en hann er bæði þægilegur að bera á sig, og hylur einstaklega vel. Gæti ekki mælt meira með þessum!

8. Becca Backlight Priming Filter Primer: Hin varan frá Becca sem mig langar að segja ykkur frá er þessi primer – en ég er búin að eiga hann mjög lengi. Ég held að ég hafi upphaflega séð Jaclyn Hill dásama hann, en hann gefur alveg ótrúlega fallegan ljóma. Hann myndar fullkominn grunn undir farða svo allt sem er sett ofan á hann verður fallegra.

gydadrofn

FÖNN

Færslan er unnin í samstarfi við Cintamani.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég eignaðist nýlega einstaklega fallega dúnúlpu úr smiðju Cintamani. Úlpan ber heitið Fönn, og hér er á ferðinni ein mesta kósý flík sem ég hef á ævi minni átt!

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 presetÚlpan er extra síð, og nær mér nánast niður fyrir hné. Hún er dúnmjúk og ég elska að pakka mér inn í hana þegar það er kalt. Ekki bara er hún hlý heldur er hún einnig vatns og vindheld, og ég get sko vottað það að hún veitir skothelda vörn fyrir hvoru tveggja. Hún er bæði með rennilás og smellum svo að það er alveg víst að hvorki rok né rigning komast í gegn. Hún er nógu síð svo ég geti sest niður þó það sé bæði kalt og blautt, og þessi verður vafalaust mikið notuð í göngutúrum með Bellu.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þó að úlpan sé auðvitað frábær útivistarflík, þá finnst mér hún líka alveg fáránlega kúl! Ég tók hana í Small frekar en X-Small, því ég vildi hafa hana oversized. Ég er líka rosalega skotin í þessum bláa lit, en ef ég hefði keypt hana án þess að máta hana hefði ég örugglega ekki veðjað á hann. Úlpan kemur líka í svörtu og virkilega fallegum rauðum lit, en þegar ég mátaði þessa bláu var ekki aftur snúið. Ég veit enga betri tilhugsun þegar ég vakna á morgnana og það er bæði kalt og rigning, að vita að ég get pakkað mér inn í Fönn á leiðinni út í daginn!

Processed with VSCO with f2 preset

Fönn kostar 69.900 hjá Cintamani og þið getið skoðað hana HÉR.

gydadrofn

Home details vol. 4

Færslan er ekki kostuð. Allar vörur nefndar í færslunni eru keyptar af höfundi sjálfum.

Processed with VSCO with f2 preset

Í dag langaði mig að deila með ykkur þessu litla horni á sjónvarspskápnum okkar. Tilefnið er aðallega kaupin á litla sæta fílnum sem ég er búin að girnast í að verða tvö ár. Hann sómir sér vel við hliðina á Kähler vasanum sem ég fékk í afmlisgjöf í fyrra, en nýlega eignaðist ég svo kertastjakann sem er við hliðiná. Ef það eru einhverjir tveir litir sem eru áberandi á heimilinu mínu (fyrir utan hvítan og svartan) þá er það fölbleikur og þessi pastel græn/blái. Mér finnst þeir líka einstaklega fallegir saman. Tréið sem er í bakgrunni er skartgripatré sem ég fékk minnir mig í stúdents útskriftargjöf, og ég hef haldið mikið upp á síðan. Undir kertastjakanum er svo bókin Capture Your Style, en ég er búin að vera að glugga í hana seinustu mánuði. Virkilega áhugaverð bók um Instagram eftir Aimee Song, sem að allir sem hafa áhuga á Instagram verða að kíkja á! Bókin var gjöf frá Þórunni Ívars vinkonu minni, en við vinkonurnar deilum svo sannarlega miklum Instagram áhuga.

Processed with VSCO with f2 preset

Sjáiði hvað hann er ótrúlega sætur? Ég held að Heiðar hafi haldið að ég hafi verið að kaupa skírnargjöf þegar ég kom með hann heim, en svo var nú aldeilis ekki. Fíllinn er frá hönnuðinum Lucie Kaas, og ég sá hann fyrst hjá henni Alexsöndru Bernharð og er búið að langa í hann síðan þá. Það er alltaf gaman að eignast eitthvað sem manni er búið að langa í lengi, en tilefnið var alls ekkert sérstakt. Ég er alveg í skýjunum með hann og dáist að honum við hvert tækifæri.

gydadrofn

 

September Workout Essentials

Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf. 

Ég er búin að taka ræktina með trompi í september þó ég segi sjálf frá! Haustið er akkúrat tíminn til að koma sér á fullt í ræktina, og það skaðar ekki að hafa allar græjurnar í lagi. Um daginn eignaðist ég nýjar hlaupabuxur frá Under Armour, en þær heita Run True og eru heldur betur komnar í uppáhald hjá mér. Háar og góðar, og efnið er stíft ‘compression’ efni sem heldur vel að. Ég er búin að standa mig að því að velja alltaf þessar seinustu vikur og hreinlega bíð eftir þeim úr þvottavélinni.

Processed with VSCO with f2 preset

Í um það bil ár erum bæði ég og Heiðar búin að vera að nota C4 Pre-Workout drykkinn, en það var Heiðar sem kynnti mig fyrir honum fyrst. Hann er orðinn uppáhald okkar beggja, en ég er langhrifnust af Strawberry Lemonade bragðinu. Þessi gefur mér alla þá orku sem ég þarf á æfingu, en maður þarf eina litla skeið fyrir hvert skipti. Ég er svo búin að vera að nota Sweet Sweat beltið, og þá helst þegar ég er að taka brennsluæfingar. Það hjálpar mér heldur betur að svitna meira, en ég hef alltaf átt frekar erfitt með að svitna almennilega svo mér finnst frábært að nota það til þess. Ég hef áður æft með sambærilegt belti sem ég keypti erlendis, en þetta belti er mun mýkra og þægilegra en það svo ég er virkilega ánægð með það.

Buxurnar fást í Under Armour í Kringlunni, og beltið og pre-workout drykkurinn er úr Fitness Sport.

gydadrofn 

Uppskrift: Próteinrík Sítrónu “Ostakaka”

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerkt vara er fengin að gjöf.

Processed with VSCO with f2 preset

Þegar ég var að keppa í módelfitness fyrir nokkrum árum var ég dugleg að finna mér leiðir til að búa til hollari útgáfur af mat í óhollari kantinum sem ég elska. Það var einmitt þá sem þessi uppskrift af próteinríku sítrónu-ostakökunni fæddist, og hún er alltaf í miklu uppáhaldi. Eins og þið kannski vitið þá elska ég allt með sítrónubragði, og sítrónukökur eru í mestu uppáhaldi. Þessi “ostakaka” svalar köku þörfinni án þess að vera full af sykri og óhollri fitu, og er einstaklega próteinrík og bragðgóð.

Processed with VSCO with f2 preset

Í uppskriftina hef ég alltaf notað Nectar próteinduft* sem að fæst hjá Fitness Sport. Nectar próteinið er eitt það hreinasta sem völ er á, en það inniheldur engin kolvetni (og þar með engan sykur) og enga fitu, heldur bara hreint prótein. Það blandast einstaklega vel og verður ekki kekkjót því er auðvelt að nota það til að próteinbæta ýmsar fæðutegundir. Ég elska t.d. að hræra sítrónu-próteinduftinu við jógúrt og borða með granóla – algjört lostæti og smakkast eins og eitthvað miklu óhollara en það er! Fyrir þá sem eru ekki sítrónu brjálæðingar eins og ég þá er það til í ótal mismunandi bragðtegundum, og það er auðvitað hægt að gera þessa uppskrift með öðru bragði en sítrónu. Ég get til dæmis ímyndað mér að ‘Strawberry Mousse’ bragðið búi til dásamlega jarðaberja-köku. Mmm..nú þarf ég eiginlega að prófa það!

.

Processed with VSCO with f2 preset

Þú þarft:

1 Weetabix köku

1 Skyrdós (lítil)

1 Skeið Nectar próteinduft með sítrónubragði

1/4 af Sítrónu

Ég byrja á að mylja Weetabix kökuna beint í botninn á forminu, og stappa það með smá vatni eða einhverskonar mjólk. Passið ykkur á að byrja á mjög litlum vökva og frekar bæta við – það er ekki gott að botninn verði of blautur. Næst hræri ég saman í skál skyri, próteindufti og safa úr 1/4 af sítrónu. Stundum hef ég notað stevíu dropa (t.d. með sítrónubragði) til að gefa aðeins meiri sætu, en það fer eftir smekk hvers og eins. Þegar búið er að hræra öllu vel saman er skyrblöndunni smurt ofan á botninn, og kakan látin standa í ísskáp í amk 1 klst. Það er að sjálfsögðu hægt að borða hana strax en mér finnst best að leyfa henni að standa aðeins.

gydadrofn

MJÖLL

Færslan er unnin í samstarfi við Cintamani.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Hafið þið séð fallegri jakka? Ekki ég heldur! Ég er búin að bíða eftir að Mjöll mæti í búðir Cintamani síðan í byrjun árs, þegar ég sá hann fyrst í showroom-i hjá merkinu. Ég sá hann svo aftur á tískusýningunni þeirra á Reykjavík Fashion Festival, svo ég er búin að bíða með eftirvæntingu ansi lengi!

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Mjöll er fóðraður anorakkur og er því einskonar millistig á milli jakka og úlpu. Akkúrat fullkomin flík fyrir íslenskt veðurfar, þar sem meirihluta árs er kalt í veðri en kannski ekki alltaf ískalt. Jakkinn er virkilega léttur og meðfærilegur, en hann veitir vörn fyrir léttri rigningu og vind. Ég sé fyrir mér að nota hann allann ársins hring, en mér finnst sniðið einmitt gera hann svo fjölhæfan. Ég sé hann fyrir mér sem tískuflík sem veitir einnig góða vernd fyrir veðri og vindum. Ég algjörlega dýrka sniðið – detailarnir á vösunum finnst mér æðislega fallegir, og að það sé hægt að draga hann saman í mittinu. Hann er síðari að aftan en framan, og rennilásar á hliðunum gera það auðveldara að komast í hann og úr. Hann kemur í svörtu, gulu og þessum ólívugræna lit, en ég ætlaði alltaf að fá mér þennan gula þegar ég sá hann fyrst. Ég hinsvegar féll alveg fyrir þessum græna þegar ég mátaði hann, og sé sko ekki eftir því vali!

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Stærðirnar í Mjöll eru í minna lagi, og ég mæli með að taka hann einu númeri stærra en venjulega – hann er líka flottur smá laus. Ég tók t.d. Tinnu jakkann minn í XS en valdi mér S í Mjöll, og var jafnvel að spá í M. Hann kostar 39.900 og þið getið skoðað hann HÉR.

gydadrofn

Loving: Lexi Coated

Færslan er í samstarfi við Vero Moda.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég má til með að segja ykkur frá nýju uppáhalds buxunum mínum! Ég skellti mér á viðburð hjá Vero Moda fyrir tveim vikum síðan, og sá þá þessar splunkunýju coated buxur sem komu í Vero Moda. Ég var ekki lengi að smella mér niður í búð og máta þær, og þá var ekki aftur snúið. Þær eru nákvæmlega eins og ég vil hafa buxur – ná mér yfir nafla og eru þröngar í mittið, en teygjast samt vel yfir rassinn. Ég glími við það vandamál að ef að buxur passa yfir rassinn eru þær alltaf of stórar í mittið, svo það er alltaf kærkomið að finna buxur sem henta. Efnið í þeim er ótrúlega mjúkt, og coated húðin er endurbætt svo hún brotnar ekki eða eyðist.

Facetune

Ég er búin að nota buxurnar nánast stanslaust seinustu tvær vikur, og er alveg ótrúlega ánægð með þær. Besti parturinn er samt að þær kosta bara 5.990kr! Það liggur við að ég fari og kaupi mér aðrar til að eiga lager. Ég tók þær í S og lengd 30, en athugið að ég er með aðeins brett upp á þær á myndinni – þær eru alveg síðar. Ég er í nýja Vila toppnum mínum við á myndinni, en hann var að koma í þessum sæta bleika lit og svörtu fyrir stuttu – svo sætur!

gydadrofn

Uppskrift: Súkkulaði Smoothie Bowl

Færslan er ekki kostuð.

Um daginn þegar ég var stödd í Berlín, fékk ég einn besta morgunmat sem ég hef fengið lengi. Ég fór á staðinn Superfoods and Organic Liquids eftir að vinkona mín Þórunn Ívars mælti með honum í þessari færslu. Ég mæli hiklaust með því að kíkja á staðinn ef þið eigið leið um Berlín, en ég varð alveg heilluð af staðnum sjálfum og því sem var boðið upp á þar. Ég pantaði mér ‘Raw cacao smoothie bowl’ og hef ekki hætt að hugsa um hana síðan. Þessi uppskrift er því mín tilraun til að endurgera þessa dásamlegu smoothie skál hér heima.

Processed with VSCO with f2 preset

‘Smoothie bowl’ er tiltölulega nýtt í mínum orðaforða, en hér er á ferðinni smoothie sem er gerður í þykkari kantinum, og hægt er að borða með skeið. Aðal gamanið felst svo í því að skreyta skálina á fallegan hátt, en ef að þessi morgunmatur er ekki instagram vænn þá hreinlega veit ég ekki hvað! Ég mun klárlega halda áfram að gera tilraunir með smoothie skálar, en þessi er þykk og rjómakennd með dásamlegu súkkulaðibragði. Hún er líka 100% vegan! Það er ekkert mál að gera skálina “to go” en þá nota ég glerskál með loki, eða krukku.

Processed with VSCO with f2 preset

Í smoothie-inn fer:

1 frosinn Banani

1 lítið Avocado

1msk Kakó eða hrákakó

200-300ml Möndlumjólk eða Kókosmjólk

Ég “slumpa” mjólkinni eftir því hversu stórt avocadoið og bananinn eru, betra að byrja með minna og bæta frekar við það er of þykkt fyrir blandarann.

Öllu blandað saman vel í blandara. Ég skreyti með:

Bananasneiðum

Hindberjum

Kakónibbum

Kókosflögum

Kakónibburnar gefa gott “crunch” í skálina, og hindberin gefa súrt bragð sem vegur vel á móti sætum banananum. Endilega prófið ykkur annars áfram með það sem ykkur finnst gott!

gydadrofn

WILD NUDES

Færslan er ekki kostuð. Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

Processed with VSCO with f2 preset

Ef það er eitthvað sem ég elska þá er það fallegt nude litað naglalakk! Ég er ekki mikið fyrir að vera með naglalökk í skærum lit, og vel mér oftast ljósa pastel liti og nude liti. Það kom því ekki á óvart að nýja línan frá essie hitti beint í mark, en í henni er að finna fjögur falleg nude lituð naglalökk.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Línan heitir Wild Nudes og er alveg dásamlega falleg, en liturinn ‘Bare with me’ er strax kominn í mikið uppáhald. Liturinn kallaði strax á mig en það fyndna við það er að ég kannaðist eitthvað svo við nafnið á litnum. Kom þá ekki á daginn að ég hafði keypt mér akkúrat þennan lit í ameríku fyrr í sumar! Ég er greinilega samkvæm sjálfri mér í litavali.. Litirnir eru hinsvegar aldrei alveg eins í evrópu og ameríku, en mér finnst okkar útgáfa af Bare with me miklu fallegri en þessi sem ég var búin að kaupa erlendis. Liturinn er fullkominn ferskju-tóna nude og ég bara fæ ekki nóg af honum!

IMG_0002

gydadrofn

%d bloggers like this: