Gleðilegt nýtt ár!

Færslan er ekki kostuð.

Processed with VSCO with av8 preset

Gleðilegt ár kæru lesendur og takk kærlega fyrir samfylgdina á árinu. Nýju ári fylgja gjarnan ný markmið, og ég er spennt að takast á við það sem árið ber í skauti sér. Ég byrja árið á að taka þátt í Veganúar í fyrsta skipti, og borða því bara vegan þennan mánuðinn. Það er hingað til búið að vera skemmtileg áskorun, en þar sem ég hætti að borða kjöt seinasta haust var það svosem minni breyting fyrir mig en marga aðra. Það er samt sem áður ákveðin áskorun að sleppa öllum dýraafurðum, en það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir og prófa eitthvað nýtt. Hver veit nema ég deili með ykkur vegan uppskriftum í mánuðinum! Ég fékk Þórunni vinkonu mína til að taka þetta fallega dagatal frá Rifle Paper Co. og dagbókina með heim frá Kanada um daginn, en hvortveggja var keypt í versluninni Indigo. Verslunin er ein af mínum uppáhalds en þar er alltaf hægt að finna falleg ritföng og heimilisvörur. Verslunin sendir því miður ekki til Íslands en þið getið skoðað úrvalið HÉR ef leið ykkar liggur til Kanada.

gydadrofn

 

Jólagjafalisti: Handa vinkonunni 2017

Færslan er ekki kostuð.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hugmyndum af skemmtilegum vinkonugjöfum, nú eða gjöfum handa mömmum, ömmum og frænkum.

jolagjafir

1. Moomin vetrarbollinn 2017: Að sjálfsögðu þarf það ekkert að vera jólabollinn, en mér þykir hann alveg sérstaklega fallegur í ár. Fæst í flestum búðum sem selja hönnunarvörur.

2. Kubbadagatal með heilræðum frá SANÖ reykjavík: Mér finnst þessi “kvóts” dagatöl svo ótrúlega skemmtileg. Þessi týpa er með nýju heilræði fyrir hvern dag á næsta ári, og svo er líka hægt að fá með einu fyrir hvern mánuð. Fæst t.d. HÉR.

3. Gigi x Maybelline snyrtivörur: Fyrir snyrtivörufíkilinn munu þessar vörur pottþétt slá í gegn, en línan kemur í takmörkuðu upplagi og því einstaklega gaman að eignast. Umbúðirnar eru líka einstaklega fallegar í pakkann. Ég mæli með varalitnum ‘Taura’ eða eyelinernum. Listi yfir sölustaði HÉR.

4. Dagbók fyrir 2018: Tilvalið fyrir skipulagsperra sem ætla að skipuleggja sig vel árið 2018. Það er hægt að fá fallegar dagbækur í mörgum bókabúðum, en sjálf hef ég oft búið til mína eigin á síðunni Personal-planner.com. Það er reyndar orðið of seint að panta bók og fá hana fyrir jólin, en það er hægt að kaupa gjafabréf á pdf formi hjá þeim sem er frábært í pakkann, og þá getur viðtakandi búið sér til sína eigin.

5. Body Shop personalized Body Butter: Það er ótrúlega skemmtilegur valkostur í boði í  Body Shop þessa dagana, en það er hægt að kaupa Body Butter og búa til sinn eigin límmiða ofaná með nafni viðtakanda. Það má vera hvaða týpa af Body Butter sem er, og mér finnst ótrúlega skemmtilegt að geta gert það að sínu eigin!

6. Hitabangsi: Mér finnst svona hitabangsar svo ótrúlega skemmtilegir, og ég væri alveg til í að fá einn slíkan í jólapakka. Þetta eru semsagt hitapokar í formi bangsa, og maður setur þá í örbylgjuofninn til að hita þá, og þeir virka eins og hitapokar. Krúttlegt og kósý! Ég hef séð einhverja svona í The Pier, og svo fást þeir líka á Asos,

7. bkr vatnsbrúsi: Ég ætla setja þennan vatnsbrúsa líka á þennan lista, því mér finnst hann tilvalin vinkonugjöf. Hann fæst HÉR en svo eru til fleiri fallegir vatnsbrúsar, til dæmis í Hagkaup.

8. Real Techniques hátíðarburstar: Hátíðarsettin frá Real Techniques eru sérstaklega skemmtileg í ár, og til dæmis finnst mér litlu jólaskreytingarnar tilvaldar í vinkonupakka. Það komu líka nokkur hátíðarsett í takmörkuðu upplagi, og það er alltaf gaman að eignast þau. Fæst t.d. í Hagkaup og apótekum.

9. Náttföt: Náttföt hitta alltaf í mark – að minnsta kosti hjá mér. Þetta fallega sett er úr Vero Moda og er ótrúlega mjúkt og gott.

gydadrofn

Jólagjafa Óskalisti 2017

Færslan er ekki kostuð.

Ég er alveg á seinasta snúning með jólagjafalistana í ár. Flestir í kringum mig eru sennilega búnir að redda gjöfunum, en mig langaði samt að deila þessum lista með ykkur og kannski hjálpa einhverjum að fá jólagjafahugmyndir. Hver veit nema ég setji saman fleiri lista í vikunni, þar sem ég sé að listar fyrri ára eru mikið skoðaðir þessa dagana. Þetta er semsagt minn persónulegi listi, og það sem ég væri til í að eignast. Nánast allt á þessum lista er eitthvað fyrir heimilið, og þó ég hafi reynt að hugsa um hluti sem væru ekki fyrir heimilið reyndist það erfitt. Hér eru allavega nokkrar skemmtilegar gjafahugmyndir sem kannski einhver getur nýtt sér!

jólalisti

1. Circum Rosegold spegill: Ég er búin að vera skotin í hringlaga speglum seinustu mánuði, og þessi finnst mér alveg sérstaklega fallegur. Fæst t.d. HÉR.

2. Smeg brauðrist: Ég væri sko ekkert á móti því að eignast brauðrist í stíl við hraðsuðuketilinn sem ég fékk í útskriftargjöf í vor. Fæst t.d. HÉR.

3. Svartur marmarabakki: Ég er með fullkominn stað fyrir svartan marmarabakka í huga, en mig langar í einn í eldhúsið fyrir fallegar krukkur. Mér finnst t.d. ÞESSI mjög flottur.

4. bkr vatnsflöskur: Ég er ótrúlega skotin í þessum gullfallegu vatnsflöskum, sem eru með sílíkonhlíf. Fást HÉR.

5. Nordstjerne vasi: Mig er búið að dreyma um þennan fallega vasa síðan Þórunn vinkona mín eignaðist sinn. Fæst t.d. HÉR og HÉR.

6. Fujifilm Instax mini: Mig er búið að langa lengi í myndavél sem prentar út myndir á staðnum, en mér finnst það skemmtileg tilbreyting við að taka óteljandi myndir á símann sinn. Þessi er einmitt svoleiðis og er í leiðinni ótrúlega falleg. Fæst t.d. HÉR.

7. Finnsdottir Winter Stories Big Bear: Aðeins of fallegur jóla kertastjaki frá Finnsdottir. Fæst t.d. HÉR.

8. Lina Johansson Prisma motta: Ég væri ekkert á móti því að eignast fallega mottu til að hafa í eldhúsinu, og þessi finnst mér fullkomin. Hún fæst HÉR.

gydadrofn

Jól: Seríu uppsetning 101

Færslan er ekki kostuð.

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir á Snapchat er ég forfallinn aðdáandi og áhugamaður um jólaseríur. Ég byrja að setja þær upp eins snemma og ég kemst upp með, enda birtir það heldur betur upp á skammdegið. Ég hef alltaf alist upp við það að seríur séu í hverjum einasta glugga, og mér þykir það alltaf jafn jólalegt og yndislegt. Ég held hefðinni áfram á minni heimili og er með marglitar seríur alveg eins og heima hjá mömmu. Ég hef deilt nokkrum jólaseríu-ráðum með ykkur á Snapchat, og spurði um daginn hvort einhver hefði áhuga á að fá öll ráðin samankomin í einni færslu. Það voru fleiri en ég bjóst við sem vildu það endilega, og það er líka til þæginda fyrir mig að geta bent þeim sem spyrja mig um ráðin beint á færsluna. Hér fyrir neðan er því að finna öll jólaseríu trikkin og trixin sem ég nota á hverju einasta ári!

Processed with VSCO with f2 preset

Ég er með marglitar “gamaldags” jólaseríur – sem ég held því miður að séu að verða útdauðar. Ég ætla hinsvegar að halda áfram að setja þær upp eins lengi og ég kemst upp með enda finnst mér jólaundirbúningurinn ekki byrja fyrr en þær eru komnar upp. Ég nota sogskálar til að festa þær í gluggann og finnst það alls ekkert mikið bras og líka koma fallegast út. Ég er hrifin af því að nota frekar seríur með fleiri ljósum en færri, því mér finnst fallegt að ljósin séu nokkuð þétt saman, en það er auðvitað smekksatriði.

#1. Þrífa gluggann: Það er lykilatriði að byrja á því að þrífa gluggann vel, og þá fara sérstaklega vel út í hliðarnar þar sem sogskálarnar fara. Ég nota gluggasprey og örtrefjaklút og strýk yfir með þurri tusku.

#2. Sjóða sogskálarnar: Þetta er örugglega mikilvægasta ráðið, því það er allt annað líf að festa sogskálarnar í gluggann ef maður sýður þær fyrst. Ég tel ofan í pott fyrir kannski sirka tvær seríur í einu (eða bara eins margar og ég ætla að setja upp), og set vatn svo fljóti vel yfir sogskálarnar í pottinn. Ég set eldavélina á hæstu stillingu til að ná suðunni upp sem fljótast, og leyfi þeim að sjóða í örfáar mínútur. Næst tek ég pottinn af og helli sogskálunum í sigti og sigta vatnið frá, og að lokum set ég þær í skál og byrja að raða þeim í gluggann. Það er best að þær séu ennþá volgar því þá festast þær langbest.

#3. Finna út hvernig seríurnar passa í gluggann: Þessi skref eru alls ekki nauðsynleg en þar sem ég er með fullkomnunaráráttu á háu stigi geri ég þetta alltaf. Til að ljósin verði sem jöfnust í glugganum þá byrja ég á því að reikna út hlutfallið í glugganum, það er á milli löngu og stuttu hliðar gluggans. Tökum dæmi:

Glugginn er 100cmx150cm. Ef við deilum 150/100 fáum við út 1,5, sem er þá hlutfallið á milli löngu og stuttu hliðar gluggans.

Við viljum reyna að hafa hlutfallið á perum í seríunni sem næst þessu hlutfalli gluggans. Það er ekki alltaf hægt að hafa það nákvæmlega jafnt, en ég fer bara eins nálægt og ég kemst. Til að finna það hlutfall út prófa ég mig bara áfram með hvað mér finnst líklegt að fari á hvora hlið, og deili stærri tölunni í þá minni.

Ef að við værum til dæmis með 100 ljósa seríu í þessu dæmi, þá myndum við finna út að 30/20=1,5, sem er sama hlutfall og á glugganum. Það þýðir að 30 perur fara í lengri hlið gluggans og 20 í þá styttri.

Næst deili ég svo lengdinni á glugganum í fjölda pera, og finn þannig hvert bilið á milli peranna verður. Í þessu dæmi er það 150/30=5, sem þýðir að 5cm eru á milli pera á löngu hliðinni, og við fáum sömu tölu út á styttri hliðinni því hlutfallið var nákvæmlega það sama.

Ég styðst svo við tommustokk til að mæla bilið á milli peranna. Ég nota kannski ekki tommustokkinn á milli hverrar einustu peru, en mér finnst gott að byrja á að nota hann og þá er ég með ágætis tilfinningu yfir því hvað bilið á að vera langt. Það gerir ekkert til þó það sé ekki nákvæmlega eins langt allstaðar, en svona heilt yfir er fallegast að það sé nokkuð jafnt.

#4. Raða sogskálum í gluggann og síðar seríunni: Ég byrja á að raða öllum sogskálum sem þarf í hvern glugga, og þræði svo seríuna í eftir á. Ég reyni að þræða snúrurnar snyrtilega í sömu átt á milli peranna, og svo niður í horninu á glugganum þannig þær sjáist sem minnst. Það er langbest að hafa kveikt á seríunni þegar hún er þrædd í sogskálarnar, til að sjá ef að það slökknar á henni ef perur færast til. Ég hef nefnilega lent í því að prófa jólaseríu, setja hana svo upp og stinga í samband og alltíeinu kviknar ekki á henni – og það er ekki góð skemmtun. Svolítið svona moment eins og í Christmas Vacation þegar Griswold er búinn að festa seríurnar á húsið..

Og svo er bara að njóta ljósanna allann jólamánuðinn!

gydadrofn

 

DEMBA

Færslan er unnin í samstarfi við Cintamani.

Processed with VSCO with f2 preset

Í seinustu viku eyddi ég nokkrum dögum í fjölskylduheimsókn í suður Þýskalandi. Veðrið þar var aðeins haustlegra en er núna hérna á Íslandi, svo það var aldeilis heppilegt að ég var nýbúin að eignast þessa fallegu regnkápu frá Cintamani. Regnkápan heitir Demba og kom nýlega í tveimur splunkunýjum litum – steingráum og þessum vínrauða sem ég er virkilega skotin í.

Processed with VSCO with f2 presetProcessed with VSCO with f2 preset

Mér finnst sniðið á regnkápunni svo ótrúlega fallegt. Hún er síðari að aftan og síddin er fullkomin – rétt fyrir ofan hné. Hún er fullkomlega vatnsheld og ég get sko vottað það eftir úrhellið sem kom annars lagið í Þýskalandi. Fyrir svona tveimur árum hafði ég ekki notað almennilega regnkápu síðan ég átti pollagalla þegar ég var yngri. Þegar ég komst upp á lagið með það finnst mér þær alveg ómissandi, og þá sérstaklega á haustin þegar veðrið getur orðið ansi blautt. Mér finnst þær þó nýtast vel allt árið, og ég klæði mig í hlýrri innanundirflíkur eftir því sem það kólnar, á meðan ég nota þunna boli á vorin og sumrin.

Processed with VSCO with f2 presetProcessed with VSCO with f2 preset

Demba kostar 19.900 hjá Cintamani og þið getið skoðað hana HÉR.

gydadrofn

GIGI x MAYBELLINE

Vörur í færslunni eru fengnar að gjöf.

IMG_0002

Það eru heldur betur skemmtilegar fréttir úr förðunarheiminum þessa dagana, en ofurfyrirsætan Gigi Hadid hannaði línu með Maybelline og hún er komin til Íslands! Vörurnar og umbúðirnar eru hannaðar af Gigi sjálfri, og innblásnar af hennar uppáhalds makeup lúkkum. Ég var svo heppin að fá nokkrar vörur að gjöf fyrir helgi og er búin að nýta helgina í að prófa mig áfram með þær. Eigum við líka eitthvað að ræða þessar gullfallegu pakkningar? Gigi hitti sannarlega naglann á höfuðið með þær því þær eru gullfallegar og mig langar að hafa þær uppi á borði eða jafnvel bara uppi í hillu.

 

Processed with VSCO with f2 preset

Samstarfið skiptist í tvær línur: West Coast collection og East Coast collection. West Coast línan er innblásin af sólinni og ströndunum í LA, og einkennist af gylltum tónum, miklum ljóma og rauðum varalit. Hér að ofan sjáið þið augnskuggapallettu úr West Coast línunni, og fljótandi highlighter krem. Eins og þið sjáið gat ég ekki stillt mig um að pota í augnskuggana um leið og ég fékk þá í hendurnar – þeir voru bara of girnilegir! Þeir eru alveg silkimjúkir og blandast eins og draumur, og mér finnst litirnir virkilega fallegir. Þessi hlýtóna palletta er fullkomin fyrir mig, en það kom einnig önnur kaldtóna. Highlighter kremið er með gylltum/bronz blæ, og mér finnst ótrúlega fallegt að blanda því við farða til að fá ljóma allstaðar, og nota það svo eitt og sér til að fá meiri ljóma á einstaka staði.

.

Processed with VSCO with f2 preset

East Coast línan einkennist af eyeliner og nude varalitum, og ef þið þekkið mig vitið þið að það er mitt daglega go to lúkk. Þar er til dæmis að finna eyeliner túss sem ég er mjög hrifin af, ásamt þessum litaða primer. Hann er eiginlega eins og blanda af primer og léttu BB kremi – gerir húðina áferðafallegri og gefur henni smá lit, án þess að gefa mikla þekju. Mér finnst hann frábær dagsdaglega og þá get ég notað hyljara á þá staði sem mér finnst þurfa meiri þekju.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Eitt af því sem ég var hvað spenntust fyrir í þessu samstarfi voru nude varalitirnir í East Coast línunni. Það er bara aldrei hægt að eiga of marga nude varaliti! Mörgum myndi örugglega finnast þeir vera allir nánast eins á litinn, en ég sé mikinn mun á þeim eftir því hvernig undirtónninn er. Ég var búin að skoða litina á netinu áður en ég eignaðist þá, og var viss um að ‘Taura’ væri minn fullkomni nude. Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, en varð svo líka að eignast ‘McCall’, en hann er aðeins ljósari og með ferskjulituðum undirtón. Það koma varablýantar í stíl, og ég var virkilega ánægð með hvað þeir endast vel á vörunum. Áferðin á varalitunum er semi-matte, en þeir eru virkilega mjúkir og alls ekki þurrir á vörunum.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég blandaði saman Taura og McCall um helgina og fékk margar spurningar út í hvaða varalit ég væri með. Taura er aðeins dekkri svo ég notaði varablýantinn sem kemur með honum, og dreifði svo varalitnum yfir allar varirnar. Ég setti svo McCall aðallega á miðjar varirnar til að gefa vörunum örlítið meira þrívíddar útlit og það kom virkilega vel út. Ef á klárlega eftir að nota varalitina hvað mest úr þessari línu, og ég mæli með að hafa hraðar hendur ef ykkur langar að næla ykkur í þá þar sem línan kemur í takmörkuðu upplagi.

gydadrofn

 

Ég mæli með: Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels

Varan í færslunni var fengin að gjöf. 

Processed with VSCO with f2 preset

Seinustu vikur og mánuði hefur verið nóg um að vera hjá mér. Ég er búin að ferðast óvenju mikið, auk þess sem að það er mikið að gera í vinnunni og lífinu almennt. Dagarnir eru einnig farnir að styttast og veðrið breytist hratt. Allt þetta tekur sinn toll á húðina og í mínu tilviki sérstaklega í kringum augun, þar sem ég hef alltaf verið viðkvæm í kringum augun og verð auðveldlega þrútin og þurr. Ég hafði áður keypt mér þessa augnpúða frá Skyn Iceland, en er bara nýlega búin að eignast þá aftur og vá hvað ég var búin að sakna þeirra! Þeir eru akkúrat það sem ég þarf þessa dagana en þeir gefa aungsvæðinu kærkominn raka og kælingu þegar það er þrútið og þurrt.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Púðarnir eru einnota, en á 10 mínútum kæla þeir og næra augnsvæðið svo það verður sléttara og bjartara. Þeir eru fullkomnir eftir langan dag, eða þegar ég vakna extra þrútin á morgnana. Mér finnst frábært að skella þeim á mig og leyfa þeim að vera á meðan ég geri fyrsta kaffibolla dagsins og bursta tennurnar. Þeir eru eiginlega alveg eins og kaffibolli fyrir augnsvæðið! Það sem mér finnst öðruvísi við þessa gelpúða og aðra sem ég hef prófað, er hvað þeir eru einstaklega kælandi og gefa mjög létta næringu. Pakkningarnar eru mjög hentugar til að taka með sér hvert sem er, og mér finnst til dæmis fátt betra en að setja á mig kælandi púðana um borð í flugvél.

Það er hægt að fá þá í 4stk eða 8stk pakkningum hjá Nola.is HÉR og HÉR.

gydadrofn

Ég mæli með: The Body Shop Banana Hair Mask

Færslan er í samstarfi við The Body Shop.

Processed with VSCO with f2 preset

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá gerði ég smá breytingu á hárinu mínu um daginn. Ég var búin að vera með sama lit í nokkur ár og fannst kominn tími á breytingu. Ég hef nokkrum sinnum á seinustu árum ætlað að lýsa endana á hárinu, en aldrei lagt í það – fyrr en núna. Mig langaði að lýsa endana smám saman, og byrja á því að halda rótinni eins og hún var. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og hlakka til að draga ljósari litinn lengra upp og á endanum langar mig að lýsa rótina um nokkra tóna.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Þegar maður lýsir hárið er alltaf hætt við að það þorni. Kalda veðrið og hitabreytingarnar hafa heldur ekki verið að hjálpa til, en hárið mitt þornar alltaf aðeins á veturna. Til að vinna á móti þessu hef ég verið að nota Banana hármaskann frá The Body Shop, og hann hefur hjálpað ótrúlega mikið til við að halda hárinu glansandi og silkimjúku. Mér finnst frábært að nota hann einu sinni í viku í allt hárið, og leyfa honum þá að bíða í því í daggóða stund, og þess á milli nota ég hann bara rétt í endana með léttari hárnæringu. Maskinn lyktar dásamlega, og inniheldur blöndu af banana mauki, olíu úr brasilíuhnetu og shea smjöri sem er 100% vegan. Ég er að verða búin með mína dollu svo ég get svo sannarlega mælt með þessum maska. Ég er með frekar fíngert hár og mér finnst hann ekki þyngja það of mikið, en samt gefa því djúpan raka og fallegan gljáa.

gydadrofn

Stockholm Travel Tips

Processed with VSCO with f2 preset

Við vinkonurnar eyddum seinustu helgi í Stokkhólmi, eins og þið tókuð örugglega eftir á Snapchat. Við vorum allar að heimsækja borgina í fyrsta skipti, þó ég hafi reyndar farið í stutta vinnuferð þangað fyrr í mánuðinum. Við gerðum lítið annað en að borða og njóta, og kannski kíkja í örfáar búðir. Mig langaði að deila með ykkur því sem stóð upp úr hjá okkur þegar kom að gistingu, mat og drykk.

.

Hótel

Við stelpurnar gistum á Haymarket by Scandic, og ég verð að segja að ég hef eiginlega bara aldrei gist á jafn fallegu hóteli. Allt hótelið er í 1920’s stíl, og mér leið eins og ég væri stödd í miðri Great Gatsby kvikmyndinni. Ég var ótrúlega hrifin af því hvað allt var úthugsað til að skapa þessa stemmingu, og það gerði upplifunina ennþá magnaðari. Þar sem við vorum þrjár ákváðum við að leigja okkur svítu, og myndirnar sem þið sjáið hér að ofan eru frá gluggasætinu í herberginu okkar. Það var ansi ljúft að drekka morgun kaffibollann þarna og horfa yfir markaðinn á Hötorget. Staðsetningin er í hjarta Stokkhólms, aðeins nokkrum skrefum frá Drottninggatan. Ég get líka mælt með Grand Central by Scandic, það er mjög stutt frá Haymarket og Drottninggatan, og var virkilega flott líka.

.

Matur

Á jarðhæð Haymarket er staðurinn Greta’s, en hann heitir eftir Gretu Garbo sem vann á Haymarket á árum áður. Staðurinn er dásamlega fallegur eins og allt annað á hótelinu, og algjör unun að fá sér morgunmat eða brunch þar. Maturinn var mjög góður og ég fékk dásamlegan hafragraut, og stelpurnar fengu sér avocado toast. Annar brunch staður sem ég get mælt með er The Greasy Spoon, en þar fékk ég fullkomnar pönnukökur. Fyrir kvöldmat langar mig að mæla sérstaklega vel með Bern’s, sem býður upp á nútímalegan asískan mat. Við fórum í 11 rétta seðil, sem var ekki eins dýr og það hljómar, og ég gæti ekki mælt meira með honum. Ég er ennþá að hugsa um suma réttina en allt bragðaðist ótrúlega vel og var skemmtilega fram sett.

IMG_0047

Fyrir eftirrétti og kökur verð ég að mæla með Vete-Katten, en það er ótrúlega fallegt bakarí sem býður til dæmis upp á ekta sænska Prinsessutertu og kanilsnúða. Þið finnið það rétt hjá Drottninggatan og ég mæli með vanillusnúðunum.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Við skemmtum okkur alveg ótrúlega vel í Stokkhólmi, og borgin heillaði mig mjög mikið. Ég á pottþétt eftir að heimsækja hana aftur á næstu árum, og mig langar eiginlega að fara þangað aftur bara til að gista aftur á Haymarket haha.

gydadrofn

Að missa mig yfir: Maybelline Tattoo Brow

Varan í færslunni var fengin að gjöf. Færslan er ekki kostuð.

Processed with VSCO with f2 preset

Fyrir um tveim vikum síðan prófaði ég í fyrsta skipti splunkunýja vöru frá Maybelline – sem kallast Tattoo Brow. Varan er ólík öllum öðrum sem ég hef prófað, en hér er á ferðinni “peel-off” augabrúnalitur. Liturinn virkar þannig að hann er borinn í brúnirnar og látinn bíða á, svo þegar gelið er þornað er það tekið af með fingrunum og eftir situr litur sem endist í nokkra daga! Mér fannst þetta eiginlega of gott til að vera satt svo ég var mjög spennt að prófa – og get með glöðu geði sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Varan er komin til Íslands svo ég get ekki stillt mig lengur um að sýna ykkur hvernig hún virkar.

.

IMG_0035

Hér sjáið þið hvernig ferlið virkar skref fyrir skref. Gelið er mjög þykkt, og því er auðvelt að bera það á og móta brúnirnar – það fer ekki út um allt. Burstinn er lítill og nettur, en í fyrsta skipti sem ég prófaði vöruna var ég tilbúin með venjulega augabrúnaburstann minn afþví ég hélt ég þyrfti pottþétt að nota hann. Ég ákvað samt að láta reyna á burstann sem varan kemur í, og endaði svo bara á því að nota hann allann tímann. Kom mér virkilega á óvart hvað er auðvelt að móta brúnirnar með honum! Það tekur mig bara örskamma stund að bera litinn í brúnirnar, en ég er með eyrnapinna við höndina ef eitthvað fer útfyrir.

.

IMG_0036

Næst er gelið svo látið þorna í brúnunum. Mér finnst fínt að láta það bíða í 1-2klst, en það þornar eftir um 15mín. Það er til dæmis hægt að byrja förðunarrútínuna á því að bera gelið í, og klára allt annað á meðan það þornar – en eftir því sem það bíður lengur því lengur endist það. Mér finnst liturinn endast vel í um þrjá daga þegar ég læt það bíða í 2klst, og ég þarf lítið að fylla inn í þær á dögum fjögur og fimm. Þetta er því að redda brúnunum mínum nánast alla vikuna! Ég hef fengið spurningar um hvort það komi engin hár með þegar gelið er tekið af, en það er alls ekki eins og vax eða neitt svoleiðis og togar því ekkert í húðina né hárin.

.

brow

Ég er í alvörunni bara alltaf jafn hissa á hvað þessi vara virkar ótrúlega vel, og hversu þægileg og fljótleg hún er í notkun. Útkoman verður nánast alveg eins og ég sé nýkomin úr litun, og það er snilld að geta notað hana á milli litana. Fyrir manneskjur eins og mig sem fylla inn í brúnirnar á hverjum degi, þá sparar þetta mér heilmikinn tíma á morgnanna. Augabrúnirnar eru alltaf tímafrekasti parturinn af förðunarrútínunni minni, svo það er mun þægilegra að skella á sig Tatto Brow einu sinni í viku! Klárlega vara sem er komin til að vera í minni rútínu.

gydadrofn

%d bloggers like this: