Útlitið Category

Skincare: ageLOC Me

Færslan er ekki kostuð. Færslan er unnin í samstarfi við Nu Skin, og vörur í færslunni voru fengnar að gjöf. Um daginn fékk ég að kynnast nýju tæki, sem er að mínu mati algjör bylting í húðumhirðu! Ég er búin að vera að prófa tækið í rúmlega tvær vikur, og er alveg ótrúlega ánægð með það. Ég kalla […]

Read More

Ég elska: YSL Touche Éclat

Ef að það er eitthvað sem ég elska, þá eru það ljómandi farðar. Ljómandi farðar, ljómandi hyljarar, ljómandi primerar – elska það allt. Mér finnst fátt fallegra en frískleg og fallega ljómandi húð. Þessvegna var ég alveg virkilega spennt fyrir nýja Touche Éclat Le Teint farðanum frá Yves Saint Laurent, sem kom á markað nýlega! […]

Read More

Ég mæli með: Þurrsjampóinu frá Eva NYC

Nýlega kynntist ég ótrúlega góðu þurrsjampói, sem leysir vandamál sem ég er stöðugt að lenda í með önnur þurrsjampó! Það sem er sérstakt við þetta þurrsjampó, er að það er glært. Önnur þurrsjampó sem ég hef  prófað eru yfirleitt alltaf hvít, og þar sem ég er með dökkt hár þá koma hvítar rendur í hárið […]

Read More

Góð ráð: Til að hreinsa förðunarbursta!

Þessa dagana finnst mér ég gera fátt annað en að þrífa bursta – en það fylgir því svosem að vera förðunarfræðingur. Ég verð að viðurkenna að það er alls ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Eiginlega alveg þvert á móti, mér finnst það alveg einstaklega leiðinlegt. Þessvegna tek ég því alltaf fagnandi þegar ég kynnist […]

Read More

Ég elska: FIT ME

Loksins loksins loksins er FIT ME línan frá Maybelline komin til Íslands! Það er aldeilis búið að bíða mikið eftir að við fáum þessa línu á markað hér heima – og það er góð ástæða fyrir því! Þetta er ein vinsælasta línan frá Maybelline úti í Bandaríkjunum og Evrópu, en í henni er farði, púður […]

Read More

Ég mæli með: Bliss Triple Oxygen

Fyrir nokkrum vikum fékk ég tvær vörur úr Triple Oxygen línu Bliss til að prófa, en ég var ótrúlega spennt fyrir þessu nýja merki sem er tiltölulega nýkomið til landsins! Bliss var upprunalega bara stofnað sem heilsulind, og Bliss vörurnar voru svo þróaðar og innblásnar af meðferðum heilsulindarinnar – svo þetta er nokkurnveginn merki sem […]

Read More

5 uppáhalds í febrúar!

Þá er komið að því að ég telji upp fyrir ykkur fimm hluti sem voru í uppáhaldi í seinasta mánuði! 1. Clarisonic Luxe Cashmere Cleanse burstahöfuð: Á seinustu Tax Free dögum nældi ég mér í nýjan burstahaus á Clarisonic burstann minn, og þessi var bara alltof mjúkur og girnilegur til að prófa hann ekki. Burstahausinn sem […]

Read More

#browsonfleek

Ég eignaðist nýlega nýja augabrúnasettið frá Real Techniques, og er búin að vera með #browsonfleek síðan! Augabrúnasettið inniheldur þrjá bursta, en þeir eru allir með bognu skafti til að gera ásetningu á augabrúnir auðveldari. Ég byrja alltaf á að nota greiðuna lengst til hægri og greiða vel í gegnum brúnirnar. Næst nota ég svo skáskorna […]

Read More

Ég um mig: og hárlosið mitt

Svo ég byrji nú aðeins á byrjuninni: Í sirka 2 og hálft ár er ég búin að vera að glíma við ótrúlega mikið og óeðlilegt hárlos. Ég er búin að reyna bókstaflega allt. Hárkúr, þaratöflur, allskonar hármaska og hármeðferðir, meðferðir við vöðvabólgu, og bara bókstaflega allt sem fólki er ráðlagt við hárlosi. Ég er búin […]

Read More

Fyrir strákana: og skeggið!

Loksins er komið að færslu hér á blogginu sem er sérstaklega ætluð fyrir strákana! Nú eða þá stelpurnar sem langar að hugsa vel um strákana sína. Á mínu heimili er það nú reyndar yfirleitt ég sem sé um kremkaup og þessháttar – kærastinn sér um aðra mikilvæga hluti og mér finnst það bara fín verkaskipting. […]

Read More