Ég um mig Category

Makeup: Ljómandi Húð

Í gær lét ég loksins verða af því, og birti mitt fyrsta Youtube myndband þar sem ég sýni ykkur makeup lúkk. Mig er búið að langa að byrja með Youtube channel lengi – en mér hefur alltaf fundist vanta eitthvað til að allt verði fullkomið. Ekki nógu góð myndavél..ekki nógu góð lýsing..ekki nógu gott hljóð.. […]

Read More

Ég um mig: og hárlosið mitt

Svo ég byrji nú aðeins á byrjuninni: Í sirka 2 og hálft ár er ég búin að vera að glíma við ótrúlega mikið og óeðlilegt hárlos. Ég er búin að reyna bókstaflega allt. Hárkúr, þaratöflur, allskonar hármaska og hármeðferðir, meðferðir við vöðvabólgu, og bara bókstaflega allt sem fólki er ráðlagt við hárlosi. Ég er búin […]

Read More

Ég um mig: Og 24. ára afmælið!

Jæja þá er afmælishelgin mín nánast yfirstaðin! Ég átti semsagt 24 ára afmæli í gær, en ég hélt smá veislu fyrir vinkonur mínar á föstudagskvöldið. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar myndir úr veislunni. Mig langaði að hafa þemaliti í veislunni, og ákvað að hafa gyllt/svart þema. Ég keypti langflest skrautið í Söstrene Grene, en […]

Read More

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja kæru lesendur! Ég er komin aftur eftir yndislegt jólafrí, og lofa fullt af skemmtilegum færslum á næstunni. Ég átti yndisleg jól heima á Akureyri, og skellti mér svo til Washington með kæró 30. des, þar sem við eyddum áramótunum. Washington DC er yndisleg borg, og algjörlega fullkomin “kósý” borg, ef svo má að orði […]

Read More

Ég um mig: og lokaprófin í Reykjavík Makeup School

Í fyrradag útskrifaðist ég úr Reykjavík Makeup School, og er því formlega orðin lærður förðunarfræðingur! Ég viðurkenni alveg að það voru blendnar tilfinningar að útskrifast..mér fannst svo gaman í skólanum að mig langaði hreinlega bara ekkert að klára. En allt verður að taka enda, og það er líka skemmtilegt að vera loksins orðin lærð. Mig […]

Read More

Jólagjafaóskalistinn: Minn

Mamma bað mig um daginn að gera jólagjafaóskalista hérna á blogginu, sem mér fannst frábær hugmynd þar sem ég hef ekki gert það áður! Hver veit nema ég geri fleiri jólagjafahugmyndalista..en þetta er allavega minn persónulegi. Á mínum lista eru allskonar hlutir í einum hrærigraut. Þar leynast ansi margir hlutir tengdir heimilinu, þar sem það […]

Read More

Ég um mig: Og það sem ég er búin að vera að gera!

Seinustu vikur eru nú aldeilis búnar að vera á fullu hjá mér! Akkúrat núna er ég í miðjum lokaprófum í háskólanum, en ég trúi varla að ég sé í alvöru að verða hálfnuð með háskólanámið mitt! Alveg hreint ótrúlegt hvað tíminn líður hratt..Á milli þess sem ég læri fyrir próf er ég líka á fullu […]

Read More

Ég um mig: og mína uppáhalds þætti!

Það er nokkurnveginn hægt að skipta fólki í tvo flokka..hvort það horfir á þætti, eða hvort það horfir á bíómyndir. Ég er algjörlega þáttatýpan, og horfi alveg sárasjaldan á bíómyndir (nema ég fari í bíó). Mér finnst einhvernveginn skemmtilegra að fá að kynnast persónunum betur eins og maður fær að gera þegar maður horfir á […]

Read More

Instagram: @veromodaiceland

Ég fékk alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni um daginn! Ég var beðin um að “taka yfir” Instagram aðgang Vero Moda á Íslandi, en ég hef oft séð svona takeover á Instagram aðgöngum og finnst þau mjög skemmtileg. Þá kemur ný manneskja og fær að posta fyrir hönd aðgangsins, og setur sitt persónulega touch á myndirnar. Ég hef áður […]

Read More

Ég um mig: og förðunarnám!

Eins og þið kannski vitið er ég mjög virk á Snapchat aðganginum mínum, enda finnst mér það alveg ótrúlega skemmtilegur miðill! Það skemmtilegasta finnst mér hversu auðvelt það er að vera í beinu sambandi við lesendur og þá sem fylgjast með. Mér finnst svo ótrúlega gaman að fá spurningarnar ykkar og vita hverju þið eruð […]

Read More