Hver er Gyða?
gydadrofn.com er lífstílsblogg eftir Gyðu Dröfn sem fór í loftið 24. apríl 2014. Fyrir meiri upplýsingar um höfundinn endilega lesið áfram, og upplýsingar um samstarf við fyrirtæki og birtingar í fjölmiðlum eru neðst.
Hæ og velkomin/n á bloggið mitt! Ég heiti Gyða Dröfn og er 23 ára og kem frá Akureyri. Ég er búsett í Reykjavík og er að læra sálfræði með áherslu á markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík. Á blogginu mínu skrifa ég um allt sem ég hef áhuga á, eins og til dæmis heilsu, fegurð, tísku, heimilið, snyrtivörur og svo birti ég líka allskonar uppskriftir.
Ég er örugglega þekktust fyrir að hafa keppt í módelfitness, en ég var að keppa á árunum 2011-2013. Ég keppti alls fjórum sinnum og landaði bæði Íslandsmeistaratitli og Bikarmestaratitli, og varð sigurvegari í heildarkeppni allra flokka á Bikarmóti. Ég hef lagt bikiníið á hilluna í bili, en það er aldrei að vita hvort ég taki það fram aftur!
Í gegnum módelfitness ferilinn minn lærði ég heilmargt um matarræði og heilsu. Ég hef mikinn áhuga á að elda og baka, og það er alltaf kostur ef það er hægt að elda eða baka eitthvað sem er bæði hollt og gott. Ég reyni að halda matarræðinu mínu nokkuð hreinu dagsdaglega, en finnst alveg rosalega gaman að baka eitthvað aðeins óhollara stundum, og veit fátt skemmtilegra en að baka fallega köku. Þið finnið fullt af skemmtilegum uppskriftum á blogginu mínu, undir valmyndinni ‘Uppskriftir’ hér fyrir ofan!
Ég er búin að vera að vinna í snyrtivörubransanum síðan 2011, og það skemmtilegasta sem ég geri er að spá í og tala um snyrtivörur. Á þessum árum hef ég sankað að mér mikilli þekkingu og reynslu og þar sem ég er líka mjög nýjungagjörn, reyni ég að prófa eins mikið og ég get af þeim snyrtivörum sem eru á markaðnum í dag. Á blogginu skrifa ég svo um þær snyrtivörur sem mér líkar vel við og myndi mæla með fyrir aðra, og þær sem mér finnst spennandi. Undir flokknum ‘Útlitið’ hér fyrir ofan getur þú fundið fjöldann allann af færslum um hinar ýmsu snyrtivörur.
Í desember 2015 útskrifaðist ég úr Reykjavík Makeup School sem förðunarfræðingur. Það var orðið löngu tímabært að læra förðunarfræði, og ég hefði ekki getið valið betri stað en hjá þeim Sillu og Söru. Síðan ég útskrifaðist er ég búin að vera að taka að mér farðanir, fyrir einstaklinga og einnig önnur verkefni.
Í Apríl 2016 birti ég mitt fyrsta Youtube myndband, en þið getið fundið stöðina mína HÉR. Þar birti ég myndbönd tengd snyrtivörum og förðunarkennslur, ásamt ýmsu öðru sem ég er að gera! Ég mæli með að ýta á Subscribe og fylgjast með. Stöðin mín heitir Liner&Lashes, og myndböndin mín eru á ensku.
Ég er mikið í því að prófa mig áfram við að búa til mínar eigin snyrtivörur. Ég hef eytt ófáum stundum í að lesa mér til um hin ýmsu efni og þróa mínar uppskriftir út frá þeim upplýsingum sem ég finn. Mér finnst virkilega gaman að deila uppskriftunum mínum með öðrum, og hef komið mér upp ágætis safni af skrúbbum, möskum og fleiru sem þið finnið undir flokknum ‘Uppskriftir – fyrir útlitið’ hér að ofan.
Eitt af því sem ég hef alltaf haft áhuga á er tíska, en ég lærði fatahönnun og textíllist í menntaskóla. Í náminu mínu fékk ég örlitla innsýn í starf fatahönnuða og sá heimur heillar mig mikið. Mér finnst því virkilega gaman að pæla í fötum og fylgihlutum, og ennþá skemmtilegra að taka fallegar myndir af þeim! Undir flokknum ‘Stíllinn’ er að finna færslur tengdar tísku, fatnaði og fylgihlutum.
Bloggið mitt er minn staður til að tjá mig um alla þessa hluti sem ég hef áhuga á, og miðla reynslunni minni áfram. Það er orðið stór partur af mínu daglega lífi, og ég legg mikinn metnað í hverja færslu. Bloggið er á Facebook, en like síðan heitir gydadrofn.com, og hana er hægt að like-a hér til hliðar. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista, og fá þá email í hvert skipti sem ný færsla birtist. Á Instagram er hægt að finna mig undir notendanafninu @gydadrofn, og sömuleiðis er ég dugleg á Snapchat, en þar er ég með sama notendanafn, gydadrofn. Ef þið hafið einhverjar ábendingar, hugmyndir eða spurningar fyrir mig, endilega hafið samband á einhverjum af þessum samfélagsmiðlum, eða sendið mér tölvupóst á: gyda_drofn@hotmail.com.
Fyrir fyrirtæki:
gydadrofn.com hefur unnið með fjölda vörumerkja og fyrirtækja, og beiðnir um samstarf fara í gegnum Facebook eða emailið gyda_drofn@hotmail.com. Höfundur skuldbindur sig ávallt til að taka fram ef um er að ræða kostaðar færslur, eða færslur þar sem vörur eða þjónusta hafa verið fengin sem sýnishorn.
Birtingar í fjölmiðlum:
Séð og heyrt, júlí 2014
Jólablað Fréttatímans 2014
Fréttatíminn, febrúar 2015 – prentuð útgáfa og vefútgáfa
Viðtalið í heild sinni HÉR
Séð og heyrt, mars 2015
Nude Magazine, maí 2015
Viðtalið má lesa í heild sinni HÉR
Vikan, júní 2015