Allt um: 27 ára afmælið

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerktar vörur eða þjónusta voru fengnar að gjöf.

Þá er komið að árlegu afmælisfærslunni! Ég varð 27 ára í janúar en hélt upp á afmælið fyrstu helgina í febrúar. Eins og venjulega var að sjálfsögðu þema og ykkar kona fór all-in í skreytingum. Þetta er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri á árinu því ég bókstaflega elska allt við þetta – skipuleggja og undirbúa, og svo að fá allt mitt besta fólk í heimsókn að fagna með mér. Í ár ákvað ég að hafa plöntu þema. Það er kannski frekar óhefðbundið en þegar ég hugsaði hvernig mig langaði að skreyta langaði mig mest að hafa mikið af fallegu grænu í bland við gyllt, svo úr varð þetta þema. Ég var mjög snemma í því í ár að ákveða þema, svo ég pantaði eitthvað af skrautinu að utan, en annað fékk ég hér heima. Förum yfir allt eftir rýmum og með nóg af myndum!

Pong herbergi

Við erum með gestaherbergi í íbúðinni okkar, og við ákváðum að hafa það sem rými undir pong borðið. Þetta pong borð er heimatilbúið, en við bjuggum það til fyrir afmælið í fyrra. Við keyptum skáphurð í Ikea fyrir plötuna, og fengum fæturna líka þar. Það kostaði okkur undir 5.000kr ef ég man rétt og þjónar tilgangi sínum mjög vel. Þarna inni var hægt að spila Prosecco pong eða Beer pong, og ég gerði svo blöðruskreytingu á vegginn.

Blöðrur: Skraut.is (Rent-a-party)*

Lauf-lengja á milli blaðra: Amazon

Happy Birthday borði: Dimm.is*

Beer pong borð: Ikea (búið til úr skáphurð og fótum)

Barsvæði

Í rauninni voru tvö barsvæði. Eitt sem var “sjálfsafgreiðslu”, sem þið sjáið hér að ofan, og svo annað þar sem var barþjónn. Á sjálfsafgreiðslubarnum var ég búin að útbúa uppskriftablöð með fjórum mismunandi kokteilum, sem hengu á veggnum fyrir ofan barinn. Þá gat fólk prófað mismunandi kokteilauppskriftir sjálft, eða blandað drykki að eigin vali. Uppskriftablöðin slógu algjörlega í gegn, og gestunum fannst mjög gaman að búa sjálfir til skemmtilega kokteila. Bakvið hurðina sem er lokuð á myndinni var svo krapvél* frá Ísbúð Garðabæjar, en það gleymdist alveg að taka mynd af henni. Ég hef verið með krapvél seinustu þrjú ár í afmælinu mínu og það er alltaf jafn vinsælt! Ég hef þá krapið óáfengt, og fólk getur blandað því sem það vill við það, og þeir sem eru ekki að drekka áfengi fengið sér ískalt og ferskt krap.

Ég setti svo allskonar kokteilasýróp og mismunandi safa, t.d. lime, sítrónu, trönuberja og appelsínu í svona glerflöskur úr Ikea og merkti með krítarlímmiðum. Þannig var miklu snyrtilegra að hafa margar tegundir af söfum og sýrópum á barnum án þess að vera með allt í mismunandi flöskum og fernum.

Monsteru lauf á vegg og barnum sjálfum: Amazon

Ljósasería: Skraut.is*

Rör: Etsy

Glerflöskur og kassi undir ávexti: Ikea

Barsvæði og barþjónn

Við eldhúseyjuna var svo hinn barinn, en þangað kom barþjónn um kvöldið og blandaði geggjaða kokteila fyrir okkur. Það var algjörlega geggjað að fá barþjón heim til sín, en það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður eða dottið í hug. Barþjónninn heitir Ágúst og kom frá Reykjavík Cocktails í samstarfi við Tanqueray, Ketel One og Johnnie Walker*. Við ákváðum fyrirfram þrjá kokteila sem hann myndi gera, og fyrir valinu varð Moscow Mule, Basil Gimlet og Whiskey Sour. Ég útbjó og prentaði út kokteilaseðils blað og hafði á barnum, en barþjónninn kom svo með glös, klaka (hann var in charge of cups and ice – Friends fans tengja) og allar aðrar græjur sem þurfti.

Monsteru lauf confetti: Etsy

Ljósasería: Skraut.is*

Stór monsteru lauf: Amazon

Kassi undir ávexti: Ikea

Barþjónn: Reykjavík Cocktails og Tanqueray, Ketel One, Johnnie Walker*

Veitingar

Hversu falleg er þessi kaka samt? Seinustu tvö afmælin mín á undan þessu og í útskriftarveislunni minni hef ég keypt köku frá Sætum Syndum, og alltaf verið jafn ánægð með þær. Þær eru bæði svo ótrúlega fallegar og bragðgóðar. Í ár var engin undantekning en ég fékk kökuna í samstarfi við Sætar Syndir, og þær voru svo yndislegar að bæta við nokkrum makkarónum í þemalitunum líka. Kakan var með súkkulaðibotnum og þrista-smjörkremi og sló í gegn eins og venjulega! Fyrir utan kökuna var ég með osta og kex, smá snakk og nammi.

Kaka og makkarónur: Sætar Syndir*

Skraut á bollakökur: Etsy

Monsteru lauf confetti og tannstönglar með monsteru laufi: Etsy

Myndaveggur


Myndaveggurinn var á sínum stað, en ég skreytti hann með borða með monsteru lauf skrauti og gylltum “Hip Hip Hooray” borða, og svo hafði ég bara plöntur á hillunni í stíl við plöntuþemað. Ég var svo með eina glæra risablöðru með confetti inní sem ég festi svo plöntulengjuna við.

Blaðra: Skraut.is*

Monsteru lauf borði: Etsy

Hip Hip Hooray borði: Etsy

Plöntulengja á blöðruband: Amazon

Eins og alltaf er besti parturinn við afmælið að fá allt þetta besta fólk sem ég á í kringum mig til að fagna með mér – það er algjörlega ómetanlegt! Fyrir áhugasama setti ég einnig myndband frá deginum sjálfum í Instagram highlights, svo þið getið skoðað það ef þið viljið sjá meira. Annars bíð ég bara spennt eftir næsta ári og 28 ára afmælinu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: