Ítalíu roadtrip!

Færslan er ekki kostuð

img_6203_facetune_27-12-2018-20-00-10
Pisa!

Jæja kæru lesendur! Loksins hef ég tíma til að setjast niður og segja ykkur allt um Ítalíu ævintýrið okkar. Til að gera langa sögu stutta þá fórum við semsagt 6 saman (3 pör), til Ítalíu yfir jól og áramót. Við lögðum af stað 23. desember og komum heim aftur 3. janúar, svo þetta voru í kringum 10 dagar. Upphaflega planið okkar fyrir ferðina var svona:

Róm – Napoli – Sikiley, Catania – Róm

Við ætluðum þá semsagt að fljúga til Róm, keyra beint til Napoli og vera þar í 2 daga. Keyra svo niður til Sikileyjar, og eyða 5 nóttum þar og ferðast um eyjuna, og keyra svo upp til Róm og enda ferðina þar. En öll þessi plön fóru heldur betur út um þúfur þegar Mount Etna gaus á aðfangadag! Þar sem við vissum ekki nákvæmlega hvað myndi fylgja þessu eldgosi, sem var alveg ágætlega stórt, ákváðum við á miðnætti á aðfangadag að breyta öllum okkar plönum og fara norður en ekki suður. Við ákváðum í raun bara að  við skyldum byrja á að fara til Flórens, og taka svo stöðuna þar og ákveða hvert við færum næst, þvílíkt ævintýri! Við enduðum á að fara á miklu fleiri staði en við ætluðum upphaflega, og úr varð eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í. Nýja planið okkar endaði svona:

Róm – Napoli – Flórens – Feneyjar – San Marino – Róm

Við ákváðum semsagt að fara til Feneyja frá Flórens, síðan til smáríkisins San Marino, og enda svo í Róm. Á leiðinni heimsóttum við líka Siena, Pisa, Rimini og auðvitað Vatíkanið. Við skiptum þessu svona:

Napoli – 2 nætur

Flórens – 2 nætur

Feneyjar – 1 nótt

San Marino – 2 nætur

Róm – 4 nætur

Þetta skipulag var ótrúlega fínt, þó að við hefðum bara þurft 1 nótt í San Marino, en við komum þangað seint um kvöld samt og fórum svo snemma um morgun. En ef ég myndi gera þetta aftur myndi ég sennilega hafa 1 nótt í San Marino og 2 í Feneyjum. En ég ætla fara með ykkur stuttlega yfir hvern stað fyrir sig, hvar við gistum og gerðum! Athugið að í Instagram highlights finnið þið líka myndir og myndbönd frá öllum borgunum.

.

Napoli

img_5550_facetune_24-12-2018-12-10-21
Horft yfir Napoli úr Castel Dell’Ovo

Við komum til Napoli seint á Þorláksmessukvöld, og gistum þar tvær nætur og fórum snemma á jóladag, svo við áttum einn heilan dag þar. Við gistum á hóteli sem var frekar miðsvæðis og heitir Exe Majestic. Við skoðuðum mjög fallegan kastala sem heitir Castel Dell’Ovo, og var með frábæru útsýni yfir Vesúvíus, og borðuðum geggjaða pizzu á einum af fjölmörgu pizzustöðunum í borginni. Ég verð eiginlega að segja að fyrir utan kastalana og pizzuna heillaði Napoli ekkert okkar sérstaklega mikið, og ég er ekkert rosalega spennt að koma þangað aftur. Borgin er þekkt fyrir háa glæpatíðni og skuggaleg hverfi, og við fundum alveg vel fyrir því. Borgin var mjög óhrein og okkur leið alls ekki vel þegar við vorum að labba á kvöldin. Að sjálfsögðu eru fallegar byggingar og fleira, en hún stóðst öðrum borgum sem við heimsóttum svo alls ekki samanburð. Ég hugsa að ég myndi ekki vilja gista þar aftur, heldur frekar gista á Amalfi ströndinni eða í Positano ef ég væri þarna í grendinni.


Streets of Napoli

Þð er auðvitað ekki hægt að fara til Napoli án þess að fá sér alvöru Neopolitan pizza!

Siena

img_0076

Eftir að hafa verið í Napoli var Siena eins og ferskur andblær! Við ákváðum að stoppa þar í hádegisverð á leiðinni til Flórens, og ég mæli svo sannarlega með að gera slíkt hið sama. Bærinn er ótrúlega friðsæll og fallegur, og ég hefði getað eytt mörgum klukkutímum í að þræða þröngu göturnar þar. Við settumst niður á pizzastað á þessu fallega torgi á myndinni hér að ofan, og fengum okkur pizzu og nutum dagsins. Við löbbuðum svo um og skoðuðum fallegar kirkjur og stíga, en héldum svo leið okkar áfram til Flórens.

Siena cathedral


Allar þessar þröngu götur voru svo sjarmerandi

Flórens

img_0084

Flórens – hvar á ég að byrja! Þangað mun ég pottþétt koma aftur. Þetta er ein fallegasta og mest sjarmerandi borg sem ég hef komið til, og ég elskaði allt við hana. Við gistum á The Student Hotel og ég get 100% mælt með því! Ótrúlega skemmtileg og öðruvísi hótel, og virkilega vel staðsett. Við komum til Flórens frekar seint að deginum og notuðum fyrsta kvöldið til að skoða nágrennið okkar, en þar var til dæmis dómkirkjan sem er á myndinni hér að ofan. Við röltum svo á indverskan stað sem heitir Indian Palace, og þið verðið að fara á ef þið eruð í Flórens!

Streets of Florence

Fallegar ítalskar búðir á hverju horni


Það er auðvitað ótrúlega margt að skoða og gera í Flórens, en við ákváðum að fara upp í útsýnisturn sem er við hliðina á dómkirkjunni í Flórens, en útsýnið þar uppi var ótrúlegt. Við fórum líka inn á safn þarna í grendinni, þar sem hægt var að skoða ýmsa forna listmuni. Næst löbbuðum við svo að Ponte Vecchio og virtum fyrir okkur þessa fallegu brú, og duttum inn á veitingastað í grendinni. Þar fékk ég besta matinn í allri ferðinni – Gnocchi með trufflum! Staðurinn hét Piazza Pitti palace, og mig dreymir um að fara þangað aftur. Við nýttum svo kvöldið í að rölta um fallegu verslunargöturnar, og fórum í vínsmökkun á vínbar sem hét Mangiafoco Caffé. Það var ótrúlega skemmtileg reynsla, en við smökkðum mismunandi vín og osta.

Trufflu Gnocchi á Piazza Pitti palace – mig dreymir um þetta daglega!

Ponte Vecchio

Við fengum svo fallegan dag í Flórens!

Þetta útsýni!

Og kvöldin voru ekkert síður falleg!

.

Pisa

Næst lá leið okkar til Feneyja, en á leiðinni ákváðum við að stoppa í Pisa, og kíkja á skakka turninn! Það var mjög skemmtilegt að sjá hann, en það besta við að vera þarna var að fylgjast með öllum ferðamönnunum að taka myndir eins og þeir væru að halda turninum uppi á einhvern sniðugan hátt. Við þurftum að sjálfsögðu að gera slíkt hið sama haha. Pisa er falleg lítil borg, en við eyddum svosem ekki miklum tíma þar. En ég hefði alls ekki vilja sleppa því að koma þar við því turninn var ótrúlega gaman að sjá.

Að taka svona hallærislega túristamynd var samt erfiðara en ég hélt! Þessi tók nokkrar tilraunir..

.

Feneyjar

Næsta stopp var svo eins og áður sagði Feneyjar, þar sem við skildum bílinn eftir á landi og tókum ferju til eyjanna. Mig hefur lengi dreymt um að koma til Feneyja, en var búin að heyra misjafna hluti frá öðrum sem höfðu farið þangað. Mér skilst að á sumrin sé mjög mikið af fólki þar, en við upplifðum það alls ekki. Að sjálfsögðu var fólk, en alls ekki of mikið eða of crowded allstaðar. En veturnir eru kannski ekki beint háannatímar. En fyrir mig stóðust Feneyjar allar væntingar. Við gistum á hóteli sem hét Hotel Bonvecchiati, en það er staðsett mjög nálægt San Marco torginu. Þó að herbergin hafi kannski ekki verið upp á marga fiska (þau voru það lítil að það var varla hægt að snúa sér við), get ég alveg mælt með því. Það var mjög vel staðsett og allt mjög flott, en sennilega eru flest hótel í Feneyjum ekki með stórum rúmgóðum herbergjum hvorteðer.

Gondólasigling í Feneyjum


Silgt eftir Gran Canal

Við áttum einn heilan dag í Feneyjum, sem við notuðum í að fara í Gondólasiglingu (að sjálfsögðu), og rölta um fallegu göturnar og brýrnar. Þvílíkur töfrastaður! Ég á pottþétt eftir að koma þangað aftur, og þá kannski yfir sumartíma. Einn af mínum uppáhalds drykkjum er Bellini, en það er freyðivínskokteill sem var fundinn upp í Feneyjum. Við fórum á staðinn þar sem kokteillinn var fundinn upp, en hann heitir Harry’s bar. Þar sem ég elska Bellini var það ótrúlega skemmtilegt, en staðurinn er frekar dýr. Það kom mér á óvart hvað það var gaman að versla í Feneyjum, búðirnar voru mjög flottar. Við fórum líka nokkrum sinnum á San Marco torgið, þar sem það var rétt hjá hótelinu okkar, en ég væri til í að fara inn í kirkjuna þar einn daginn.

San Marco torgið

Cannoli með sítrónufyllingu – namm!

.

San Marino

Næst lá leiðin til smáríkisins San Marino, en fyrir þá sem ekki vita er San Marino sér land sem liggur innan Ítalíu. Það búa í kringum 30.000 manns þar, og landið er í rauninni bara ein borg og smá svæði í kring. Ég hef aðallega heyrt af landinu í gegnum Eurovision en þar tekur San Marino oftast þátt. Við ákváðum að eyða 2 nóttum þar, en við komum þangað seint um kvöld og fórum snemma um morgun. Það var ekkert mál að fara inn í San Marino, við þurftum ekki að sýna vegabréf eða neitt svoleiðis og það sem skyldi landið frá Ítalíu var aðallega eitt skilti – Velkomin til San Marino!

San Marino kastali

Útsýnið úr kastalanum var stórbrotið!

Kastalinn er frá 11. öld

San Marino er aðallega þekkt fyrir kastalavirkið sem stendur uppi á fjallinu og horfir yfir borgina. Kastalinn er engin smásmíði, en við héldum við yrðum svona 2-3 tíma að skoða hann, en enduðum á að eyða rúmlega hálfum degi þar. Enda var nóg að skoða, og svo fengum við aldrei nóg af útsýninu – ég hefði getað horft á það í marga daga. Við gistum niður í San Marino borginni, en við komumst að því þegar við fórum að skoða kastalann að þar uppi var heilt þorp uppi með veitingastöðum og hótelum. Það hefði klárlega verið mun skemmtilegra að gista þar, því það var rosalega lítið um að vera í borginni. Hótelið sem við gistum á heitir Grand Hotel Primavera. Hótelið sjálft var í sjálfu sér fínt, en eins og ég segi mjög lítið um að vera í kring. Það var hinsvegar ágætt að fá þarna tvær nætur þar sem við vorum í meiri rólegheitum, og við ætluðum nú aldeilis að njóta þess og fara í spa-ið á hótelinu eitt kvöldið. Spa-ið samanstóð af einni innisundlaug með buslandi krökkum, og heitapott þar sem máttu ekki vera fleiri en 3 ofan í. Ég mæli því ekkert sérstaklega mikið með því að borga 20 evrur fyrir það haha! Frá San Marino er sirka 30min akstur til Rimini, en það er ítalskur strandbær. Við keyrðum þangað og röltum um bæinn, og fylgdumst með sólinni setjast við Ponte di Tiberio, en ég ýminda mér að það sé meira um að vera þarna á sumrin.

Hefði getað horft þarna yfir klukkutímum saman!

Það er kannski ekki fyrir lofthrædda að horfa mikið niður úr kastalanum

Stórkostlegt sólsetur við Ponte di Tiberio í Rimini

.

Róm

Að lokum liggja allir vegir til Róm! Seinasti áfangastaðurinn í ferðinni var höfðuborgin sjálf, þar sem við eyddum 4 nóttum. Þar skiluðum við bílnum, og héldum í íbúðina sem við höfðum leigt. En þar ákváðum við að leigja íbúð með 3 svefnherbergjum þar sem við gætum öll verið saman, og haldið áramótin hátíðleg. Ég sá ekki um að bóka íbúðina, en ég veit að við fórum í gegnum booking.com og leituðum að íbúð með þrem svefnherbergjum. Hún var staðsett nálægt Vatíkaninu, og það var auðvelt að labba á helstu staðina.

Vatíkanið


Að vera í Róm var eins og að vera á safni – risastóru safni sem er í raun heil borg. Það er svo mikið af fallegum og sögufrægum byggingum þar, að maður þarf pottþétt að koma þangað nokkrum sinnum til að ná að skoða allt. Ég kunni ótrúlega vel við mig í Róm, en við skoðuðum helling og borðuðum ennþá meira af dásamlegum mat. Við fundum vel fyrir því að Róm er meiri stórborg en allir hinir staðirnir sem við heimsóttum, og stundum fékk ég örlítinn svona New York fíling. Við skoðuðum auðvitað helstu staðina, Colosseum, Pantheon, Trevi fountain, spænsku tröppurnar og Piazza Venezia. Við ákváðum að fara inn í Colosseum, en ég myndi ekki endilega mæla með því (nema að þú hafir sérstaklega mikinn áhuga á Colosseum). Þar inni var alltof mikið af fólki, og svo er byggingin mun fallegri að utan. Við fórum í gegn með tour guide sem kenndi okkur aðeins um sögu hringleikahússins, sem var skemmtilegt að heyra, en ekki þess virði að bíða í langri röð og vera í þessari mannþröng sem þarna var. Ég myndi miklu frekar vilja labba í gegnum rústirnar sem þið sjáið á myndinni hérna að ofan, en það var líka hægt að fara þar í gegn með tour guide.

Colosseum að utan

Colosseum að innan

Horft yfir hringleikahúsið

Piazza Venezia

Uppáhalds staðurinn minn í Róm var held ég pottþétt Piazza Venezia, en þetta mikilfenglega torg er alveg ótrúleg smíði. Þar fyrir framan er hringtorg, þar sem engin umferðaskilti mega vera þar sem þau gætu skyggt á torgið sjálft. Umferðin á torginu er því frekar kaotísk.

Þar sem við vorum í Róm á áramótunum, ákváðum við að fara fyrir framan Colosseum rétt fyrir miðnætti, því það er flugeldasýning þar yfir. Það var ótrúleg upplifun! Allt fullt af fólki og flott flugeldasýning. Auðvitað ekki jafn klikkuð og við eigum að venjast á Íslandi en þetta var ótrúleg upplifun!

Áramót hjá Colosseum

Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum í Róm, var að fara á matreiðslunámskeið. Við fundum námskeiðið á síðu sem hét Eat Walk Italy, og völdum okkur námskeið þar sem við lærðum að gera pasta og Tiramisu. Það var auðvitað eiginlega ekki hægt að fara til Ítalíu án þess að læra að elda eitthvað ekta ítalskt, og þetta var ótrúlega skemmtileg upplifun!

Pastagerð

Svo fengum við auðvitað að borða afraksturinn!

Dásamlegt Tiramisu!

Og þá var ferðinni heitið aftur heim! Þvílík ferð – þetta var klárlega eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í. Við flugum fram og til baka með Norweigian, en þeir flugu beint til Róm sem var mjög þægilegt. Ég hafði ekki flogið með þeim áður en það var bara mjög fínt, og ég get mælt með þeim. Ég get líka 100% mælt með svona roadtrip til Ítalíu! Við keyrðum 1.600km á þessum 11 dögum, og það var stór partur af upplifuninni að sjá Ítalíu utan borganna sem við heimsóttum.

Ég minni svo á að á Instagram (@gydadrofn) eru highlights með öllum borgunum sem við heimsóttum, og þar getið þið séð veitingastaði og fleira sem við fórum á.

1 Comments on “Ítalíu roadtrip!”

  1. Ég fann góðar færslur hérna. Ég elska hvernig þú skrifar. Svo fullkomið!. hello, I’m very grateful after googling and found some interesting articles on this website, keep writing and later I will come again to see your latest posts.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: