Uppskrift: Buffalo blómkáls pasta baka

Færslan er ekki kostuð.

IMG_3791

Eftir að ég deildi með ykkur uppskriftinni af Buffalo blómkálinu um daginn, er ég búin að búa það til ótal sinnum, enda er það eitt það besta sem ég fæ! Ég er búin að vera prófa mig áfram í að nota buffalo blómkálið í allskyns rétti, og þykir til dæmis mjög gott að setja það inn í vefjur með fersku grænmeti. Um daginn ákvað ég að prófa að bæta því við pastarétt, og það kom svo ótrúlega vel út að ég verð að deila uppskriftinni af honum hér á blogginu! Maður þarf svolítið að dúlla sér við réttinn, en hann er svo góður að ég legg það alveg á mig. Ég bý til mína eigin alfredo sósu eftir uppskrift frá Ljúfmeti en það er örugglega líka hægt að kaupa hana tilbúna til að einfalda sér undirbúninginn

Buffalo blómkáls pasta baka

250-300gr af Pasta (ég nota Penne)

Alfredo sósa (Ég nota þessa uppskrift frá Ljúfmeti)

Buffalo blómkál (uppskrift HÉR)

Skvetta af Buffalo sósu (ég nota Frank’s)

Rifinn ostur.

Aðferð: Blómkálið er útbúið samkvæmt uppskriftinni. Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, og Alfredo sósan útbúin ef hún er heimagerð. Soðnu pasta er raðað í botninn á eldföstu móti, og því næst Alfredo sósunni ausið yfir svo að það sé allavega botnfylli í fatinu. Næst er buffalo blómkálinu raðað ofaná, og mér finnst gott að skvetta smá auka buffalo sósu yfir, því mér finnst gott að hafa mikið af buffalo sósu og að hún blandist aðeins við pasta sósuna. Ef þið viljið minna buffalo bragð sleppið þá þessu skrefi. Næst dreyfi ég osti yfir allt saman og set inn í ofn á sirka 180°. Hef inni í ofninum í 5-15mín, eftir því hvort að pastað, sósan og blómkálið var heitt þegar það fór í fatið, eða ekki. Ef það var heitt leyfi ég ostinum rétt að bráðna.

78C8D063-1132-4A3C-ADD6-B8C4CF713E4D

Pastað og sósan draga svolítið úr sterka buffalo bragðinu, svo rétturinn hentar líka fyrir þá sem vilja ekki mjög sterkt buffalo bragð, en þá myndi ég einmitt sleppa auka skvettunni af buffalo sósunni. Ég er strax orðin spennt að gera þennan rétt aftur – hann er svo góður ég gæti borðað hann á hverjum degi. Verði ykkur að góðu!

IMG_3787

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: