Heimsókn: Varma Factory Store

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Varma.

Processed with VSCO with a5 preset

Fyrr í mánuðinum fór ég í skemmtilega heimsókn til Varma. Þau opnuðu nýverið Factory Store í Ármúla 31, en þar má finna allar þeirrar vörur undir sama þaki. Í sama húsi er einnig verksmiðjan þeirra, en Varma prjónar og saumar vörurnar á Íslandi og úr Íslenskri ull.

Það var mjög skemmtilegt að fá að labba hring í verksmiðjunni, og sjá hvernig vörurnar eru framleiddar. Ég sá allt ferlið frá því að varan er prjónuð, þvegin, saumuð, snúið og svo að lokum var hún komin fram í hillur verslunarinnar. Fyrir áhugasama hópa er hægt að hafa samband við Varma, og fá að koma í heimsókn í verksmiðjuna þeirra!

Ég hef átt vörur frá Varma í mörg mörg ár, og þær hafa alltaf reynst mér vel. Ég man meira segja eftir því þegar ég var í grunnskóla, og við fengum að kíkja í verksmiðjuna til þeirra. Ég var auðvitað í grunnskóla á Akureyri en Varma er einmitt stofnað á Akureyri. Það var því ótrúlega skemmtilegt að fá að koma aftur svona mörgum árum seinna og kíkja aftur í verksmiðjuna þeirra.

Í versluninni í Ármúla má finna svo ótrúlega margt fallegt. Dásamlegar prjónapeysur, hlýja vettlinga og húfur, ullarnærföt, og auðvitað klassísku Varma ullarsokkana.

Processed with VSCO with 7 preset

Ein af mínum uppáhalds vörum eru fallegu ullarnærfötin, en þau heita Ylfa og eru úr Angóru ull. Ullin er fengin á mannúðlegan hátt, en kanínurnar eru snyrtar fjórum sinnum á ári, og ullin því rökuð af. Angóru ull er einstaklega hlý og mjúk, og stingur ekki svo þessi ullarnærföt henta líka fyrir þá sem þola ekki hefðbundna ull. Ég er búin að nota bæði buxurnar og bolinn heilmikið í kvöld göngutúrum, og líka bara á köldum vetrarmorgnum.

Processed with VSCO with a5 preset

Ég mæli með einhverju hlýju og mjúku frá Varma í jólapakkann, en ég held að flestir á Íslandi þurfi á vettlingum eða hlýjum sokkum að halda. Ég er svo ótrúlega hrifin af þessum fallegu munstruðu vettlingum, og þessu bleika ullarteppi, en liturinn finnst mér dásamlegur. Ég á einmitt líka peysu úr sömu ull, sem þið sjáið hér að neðan, en hún er bæði falleg og hlý. Hægt er að skoða vörurnar frá Varma á heimasíðunni þeirra HÉR.

IMG_3207

Myndin er tekin við Hraunfossa, en við Heiðar stoppuðum þar á leið okkar á Hótel Húsafell um daginn. Mig langar að gera meira af því að skoða fallega landið okkar, og mér verður allavega ekki kalt á meðan í öllum hlýju Varma fötunum mínum!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: