Heima: Svefnherbergi

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

Processed with VSCO with a5 preset

Nýlega gerðum við smá breytingar í svefnherberginu, sem gerðu svo ótrúlega mikið fyrir rýmið. Við máluðum herbergið í sumar með litnum Deco Blue frá Lady*, en hann fæst í Húsasmiðjunni. Síðan þá höfðum við í raun ekki gert neitt meira fyrir herbergið, en okkur vantaði alltaf náttborð, og ég fann aldrei neitt sem voru eins og ég vildi. Þegar ég fann svo einföld náttborð í Ikea sem smellpössuðu inn fóru hjólin að snúast.

 

Processed with VSCO with a5 preset

Eitt af því sem gerði hvað mest fyrir herbergið var að hengja upp þessar fallegu myndir sem eg fékk að gjöf frá Camelia.is. Þær heita Moods* og koma þrjár saman í setti, og þið finnið þær HÉR. Mér fnnst þær passa svo fullkomlega inn þar sem ég elska litasamsetninguna dökkbláan og ljósbleikan, og þær gefa herberginu alveg nýtt líf. Þið fáið 20% afslátt af öllum veggmyndum á Camelia.is út 30. október með kóðanum ‘gydadrofn’!❤️

Processed with VSCO with a5 preset

Hér sjáið þið náttborðið en það heitir Vikhammer og er eins og áður sagði úr Ikea. Þar sem að við ætlum að setja upp rúmgafl, og því ekki nýta dósirnar sem eru á veggnum fyrir lesljós, langaði mig í lampa á náttborðin. Ég var búin að leita lengi að lampa sem væri mjög einfaldur, mig langaði að hafa peruna bera og hann þurfti að vera gylltur. Ég datt því aldeilis í lukkupottinn þegar ég fann þennan lampa* frá merkinu Eightmood, en hann fæst líka á Camelia.is – þið finnið hann HÉR. Birtan af þeim er ótrúlega kósý og falleg. Annað á borðinu er mynd af Desenio.com, förðunarbókin Andlit og G bollinn sem er Design letters bolli frá Arne Jacobsen. Hvíti og græni diskurinn, kertið í glasinu, kertastjakinn og vasinn er allt úr H&M Home, en þessi fallega eucalyptus grein* í vasanum er frá Camelia og fæst HÉR. Stjörnumerkjadiskurinn er úr Urban Outfitters.

Processed with VSCO with a5 preset

Á stjörnumerkjadisknum geymi ég vinkonuhálsmen* sem við Þórunn og Alexsandra fengum í versluninni Blómahönnun á Engjateig – þykir ótrúlega vænt um það.

Processed with VSCO with a5 preset

Heiðars megin er svo sami lampi frá Camelia.is ásamt vasa, kertastjaka og bakka úr H&M Home. Ég elska gylltu og svörtu tónana með dökkbláa litnum á veggnum, og herbergið er orðið svo ótrúlega kósý.

Næst vantar okkur svo bara fallegan rúmgafl, og bekk sem fer fyrir endann á rúmminu – það kemur næst!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: