Vietnam með Kilroy!

Færslan er unnin í samstarfi við Kilroy.

Eins og þið tókuð örugglega eftir á öðrum miðlum þá skellti ég mér til Víetnam um daginn! Ég var svo heppinn að fá boð um að fara í 10 daga ævintýraferð til Víetnam á vegum Kilroy á Íslandi. Hópurinn sem ég fór með samanstóð af 8 öðrum áhrifavöldum frá Hollandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Ferðin sjálf var öll skipulögð fyrir okkur, en G Adventures sáu um allt þegar við vorum komin til Víetnam – gistingu og afþreyingu. Ferðin var algjört ævintýri, og ég þurfti oft að staldra við og fullvissa sjálfa mig um að þetta væri í alvörunni að gerast! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum sögum, myndum, og því sem stóð uppúr hjá mér. Þið getið skoðað ferðina sem ég fór í hér: https://bit.ly/2w3PM8G%E2%98%BA.

Þið getið smellt á myndirnar til að skoða þær stærri.

Komið til Víetnam

IMG_0061

Ferðalagið til Víetnam er frekar langt, en ég flaug til Helsinki, þaðan til Doha, svo áfram til Bangkok þar sem vélin stoppaði en við fórum samt ekki frá borði, og að lokum til Hanoi þar sem ævintýraferðin okkar byrjaði. Kilroy sá um að bóka öll flugin, og hjálpa mér við alla pappírsvinnu eins og Visa umsókn, ferðatryggingar og bólusetningar. Það var alveg ótrúlega gott að hafa þau innan handar til að hjálpa og ráðleggja, og fyrir þá sem eru á leiðinni í svona ferðalag mæli ég hiklaust mig að ráðfæra þig við ferðaráðgjafa hjá Kilroy. Það kostar ekkert að bóka viðtalstíma þar sem hægt er að fá kostnaðaráætlun og frekari ráðleggingar.

.

Ha Long Bay

Fyrsta daginn vöknuðum við snemma í Hanoi, en keyrðum rakleiðis til Ha Long Bay. Keyrslan tók í kringum 3 tíma, en þegar komið var til Ha Long Bay stigum við í borð um bát þar sem við gistum fyrstu nóttina. Báturinn silgdi með okkur um svæðið og við borðuðum hádegsmat og nutum útsýnisins. Þessi staður er einn sá allra fallegasti sem ég hef séð – þvílík leið til að byrja ferðina!

Báturinn okkar silgdi með okkur að Ti Top Island, sem er eyja í Ha Long þar sem er hægt að labba upp á topp og njóta útsýnisins. Gangan upp á topp var um 400 tröppur, sem í þessum hita var alveg aðeins meira en að segja það haha. En það var sko heldur betur þess virði þegar komið var upp á topp. Ég hef aldrei séð annað eins útsýni, og ég hefði getað staðið þar í marga klukkutíma og fylgst með bátunum sigla um þetta fallega svæði. Þarna var líka strönd, þar sem heimamenn skemmtu sér í leikjum og strandarfjöri.

Næst á dagskrá var Kayak ferð, sem var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Að fá að sigla í kayak um þennan ótrúlega fallega stað, og njóta kyrðarinnar þar var yndislegt. Við stoppuðum í helli sem var fullur af leðurblökum, og skoðuðum hann og virtum fyrir okkur útsýnið. Ótrúlegt!

Daginn eftir vöknuðum við í bátnum, og fórum að skoða risastóran helli sem heitir Surprising cave. Hann dregur nafn sitt af því að sá sem fann hellinn varð mjög hissa þegar hann kom inn í hann og sá hvað við blasti. Þó ég hafi heyrt söguna áður en við komum í hellinn varð ég líka mjög “surprised” við að koma inn í hann – þvílíkur hellir! Hann minnti mig á helli úr Harry Potter eða einhverju ævintýri, og að rölta í gegnum hann var algjör upplifun.

Við löbbuðum í gegnum hellinn og upp á útsýnispall, en útsýnið þaðan var algjörlega stórkostlegt. Dagurinn var líka sérstaklega fallegur, skærblár himinn og nánast engin ský á himni.

Næst tók svo við sigling aftur til lands, á meðan við borðuðm hádegismat og nutum siglingarinnar. Ha Long Bay var klárlega einn af þeim stöðum sem stóð mest upp úr í ferðinni, og ég mundi gjarnan vilja heimsækja aftur síðar.

.

Hanoi

Hanoi, höfuðborg Víetnam, er iðandi af lífi og Víetnamskri menningu, og þar fannst mér ég fá daglegt Víetnamskt borgarlíf beint í æð. Á hverju götuhorni var fólk að elda mat, selja vörur, búa eitthvað til eða hreinlega bara leggja sig. Eiginlega allt fer fram á gangstéttunum undir berum himni, sem gerir borgina svo ótrúlega líflega og sérstaka. Þar var líka allt morandi í vespum (eins og reyndar allstaðar í Víetnam) og bara það að reyna að komast yfir götu var sérstök lífsreynsla.

Street food tour

Í Hanoi fórum við í Street food tour, sem var eitt af því sem stóð sannarlega uppúr í ferðinni. Við röltum um götur Hanoi með yndislegum local guide, sem stoppaði með okkur á hverju horni og leyfði okkur að smakka ýmsa rétti og snarl. Þarna fékk ég bestu núðlur sem ég hef á ævi minni smakkað, og mig dreymir um á hverju kvöldi. Ég þarf líka nauðsynlega að læra að búa til egg-coffee sem var sjúklega gott, og ég gæti alveg borðað Bahn Mi með djúpsteiktu Tofu á hverjum degi! Við smökkuðum líka Durian ávöxt sem er í miklu uppáhaldi hjá innfæddum, en ég held hann verði það seint hjá mér..

.

Hue

IMG_8234.JPG

Næst á dagskrá var næturlest alla leið til Hue. Lestarferðin tók 13 klukkutíma og var ákveðin upplifun útaf fyrir sig. Son (víetnamski tourguideinn okkar) sagði okkur að það væri sennilega ekki til meiri local leið til að ferðast um landið, og það var gaman að fá að prófa það. Lestin hoppaði og skoppaði alla nóttina og ég svaf svosem ekki mikið, en þetta var upplifun!

Vespu ferð

fullsizeoutput_6de1

Talandi um local leið til að ferðast um! Víetnam er oft kallað land mótórhjólanna eða vespanna, en í landinu eru næstum jafn mikið af vespum og fólki. Þegar við komum til Hue fórum við beint í vespuferð um borgina og nærsveitir, og stoppuðum á nokkrum stöðum og skoðuðum okkur um. Þetta var hiklaust líka eitt af því sem stóð upp úr í ferðinni, en að keyra í gegnum sveitirnar var ótrúleg upplifun. Við keyrðum í gegnum marga litla markaði þar sem ýmsar vörur gengu kaupum og sölum, sáum þar sem fólk var að plægja hrísgrjónaakra og þurrka hrísgrjónin sín, veiða fisk og þvo fötin sín. Allir sem við hittum þar sem við stoppuðum voru svo ótrúlega glaðir og yndislegir, og þó þau ættu ekki mikið var það alls ekki að sjá þar sem gleðin skein úr augunum á þeim.

Við stoppuðum á mörgum ótrúlega fallegum stöðum, og til dæmis þessum konunglega grafreit. Það sem var átakanlegt að sjá var hve mikið af fallegu byggingunum höfðu skemmst í stríðinu, en allar þessar stóru, sterkbyggðu byggingar voru mikið notaðar sem virki þar sem venjuleg hús í Víetnam eru ekki mjög sterkbyggð. Það voru byssukúluför allstaðar og byggingarnar illa farnar.

Við keyrðum í gegnum lítinn skóg og virtum fyrir okkur þetta stórbrotna útsýni yfir the Perfum river.

Við stoppuðum á mörkuðum og fylgdumst með heimamönnum búa til hatta og reykelsi, og mála fallegar myndir.

IMG_0783

Við heimsóttum gullfallegt Buddha klaustur og borðuðum hádegismat í Pakoda á leiðinni þangað.

IMG_0075

Það seinasta á dagskrá í vespuferðinni var heimsókn í gömlu keisarahöllinna, þar sem við virtum fyrir okkur stórkostlegar byggingar og heyrðum sögur frá gömlum tímum.

.

Ba Na Hills

IMG_0081

Daginn eftir var ferðinni heitið til Hoi An. Nokkrir í hópnum höfðu heyrt um hina nýlegu Golden Bridge í Ba Na Hills, svo við ákváðum að vakna fyrr og stoppa þar á leiðinni. Það var vel þess virði! Ba Na Hills er nokkurskonar skemmtigarður lengst uppi í fjalli fyrir ofan Da Nang. Þar er búið að byggja þessa ótrúlegu brú, ásamt allskonar styttum, völundarhúsum og skúlptúrum.

IMG_0784.jpg

Útsýnið þarna uppi var ekkert minna en stórkostlegt, en til að komast upp í garðinn fórum við með cable cars upp alla fjallshlíðina. Ég myndi vara við því fyrir þá sem eru mjög lofthræddir – en útsýnið er samt vel þess virði. Við eyddum um tveim tímum í að rölta um og skoða svæðin, sem var mjög gaman.

.

Hoi An

Næst tók við yndislega borgin Hoi An. Hoi An er klárlega uppáhalds staðurinn minn í Víetnam, og þangað langar mig mikið að koma aftur einn daginn. Hjarta Hoi An er the Ancient Town, sem er á heimsminjaskrá Unesco. Um er að ræða einstaklega vel varðveittan og krúttlegan bæ,  sem telur þrjár götur. Þar eru mestmegnis verslanir og veitingastaðir, og alveg ótrúlega skemmtilegt að rölta um og virða fyrir sér þennan fallega bæ. Fyrir ofan göturnar hanga ljósker út um allt, sem gerir bæinn líka einstaklega fallegan að kvöldi til.

Á kvöldin er skemmtileg stemming við vatnið, og hægt að kaupa ljósker og láta þau fljóta á vatninu til að óska einhverjum sem maður þekkir góðs. Í búðunum í Hoi An er hægt að gera mjög góð kaup, og prútt er “the name of the game”. Ég er voðalega léleg að prútta, enda allt frekar ódýrt og mér fannst uppsett verð alltaf bara mjög sanngjarnt. En ég prófaði samt og náði að gera reifarakaup – svo er þetta líka bara partur af upplifuninni!

Það allra besta voru samt ekki skemmtilegu búðirnar og fallegu ljóskerin, heldur fólkið. Allir voru svo ótrúlega vinalegir og buðu mann velkominn hvert sem maður kom. Þessi fallega kona seldi mér fullan poka af banönum og þó við skyldum ekki endilega tungumál hvor annarar fann ég svo mikla hlýju frá henni.

IMG_0139

Í Hoi An er mikið af tailoring búðum, þar sem hægt er að láta sauma á sig hvað sem er. Ég lét sauma á mig þennan kjól, og hefði viljað láta sauma eitthvað fleira eftir að ég sá hvað hann kom vel út. Ég mæli með að vera með hugmynd eða mynd af einhverju sem ykkur langar í áður en þið farið og láta sérsauma á ykkur!

Oodles of noodles

Í Hoi An fórum við og lærðum af heimamönnum að búa til ekta víetnamskar hrísgrjónanúðlur. Námskeiðið var í gegnum verkefnið Oodles of noodles, sem er verkefni sem G Adventures starfrækir með Planeterra foundation. Verkefnið snýst um að fátækir unglingar sem búa á götunni fá í gegnum verkefnið tækifæri til að læra ensku, og koma fram sem kennarar á núðlunámskeiði. Þaðan fá þau tækifæri til að vinna á veitingastöðum og hótelum, og öðlast betra líf. Það var alveg ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu flotta verkefni, en krakkarnir sem kenndu okkur voru öll svo ótrúlega flott. Og ég tala nú ekki um að fá tækifæri til að læra að búa til núðlur og svo borða ekta vítenamskt pho (núðlusúpu)!

An Bang beach

Í Hoi An er líka fínasta strönd, en hún heitir An Bang beach. Við eyddum þar nokkrum klukkutímum í sólinni og sjónum, og drukkum ananassafa. Á myndinni er ég með Lindu frá Finnlandi, en við urðum ótrúlega góðar vinkonur í ferðinni. Þið verðið að fylgjast með henni á Instagram – hún tekur svo ótrúlega fallegar myndir! Þið finnið hana undir @lindaekroth.

fullsizeoutput_6b59

Frá Hoi An tókum við svo flug á seinasta áfangastað ferðarinnar, Ho Chi Minh. Flugið tók  rétt tæpan klukkutíma – stutt og þægilegt.

Ho Chi Minh city

Í Ho Chi Minh city eyddum við þrem seinustu dögum ferðarinnar. Borgin hét áður Saigon en var endurskírð eftir stríðið, þó flestir tali ennþá um hana sem Saigon. Í Ho Chi Minh var langmesta stórborgartilfinningin – háar byggingar, iðandi næturlíf og vestrænar búðir á hverju horni.

Í Ho Chi Minh eru frönsk áhrif mjög áberandi, en eins og þið sjáið á byggingunum líta þær frekar út fyrir að standa í Evrópu en suður Asíu. Víetnam var áður frönsk nýlenda og er það mjög áberandi í Ho Chi Minh.

Í Ho Chi Minh er mikið af skemmtilegum rooftop börum með fallegu útsýni yfir ljósadýrð borgarinnar. Við kíktum á einn slíkan eitt kvöldið og drukkum frábæra kokteila og nutum útsýnisins.

Næturlífið í Ho Chi Minh er engu líkt, en göturnar voru troðfullar öll kvöld af heimamönnum í karíókí úti á miðri götu.

8UVRqBCzT%m1TJRrgNmL4w

Rétt fyrir utan Ho Chi Minh eru Chu Chi göngin, sem notuð voru í Víetnam stríðinu. Ég gleymdi alveg að taka myndir þar, en að skoða þau var upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Göngin voru afskaplega þröng og flestir fá sennilega innilokunarkennd í þeim. Þarna bjó fólk í fjölda ára, og sinnti öllu daglegu lífi innan ganganna. Þarna fengum við að læra um stríðið, og maður reyndi að gera sér í hugarlund hvernig hefur verið að búa í Víetnam á stríðstímunum. Landið á sér ótrúlega sögu og það var ómetanlegt að fá að heyra brot af henni frá heimamönnum.

.

Reynslan mín

IMG_0029

Eins og þið kannski heyrið af skrifunum, varð ég algjörlega heilluð af landinu, fólkinu og menningunni. Þvílík upplifun sem þessi ferð var! Þetta var mitt fyrsta skipti í þessum part af heiminum, og nú langar mig að fara á fleiri slóðir þarna í kring. Það sem stendur upp úr er maturinn sem var svo ótrúlega góður, fólkið sem var svo dásamlegt, og náttúran sem var svo stórbrotin og falleg. Ég vona að ég fái að fara aftur einhvern daginn og upplifa landið, og ég gæti ekki mælt meira með Víetnam sem áfangastað.

IMG_9409

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: