Heima: Stofan

Færslan er unnin í samstarfi við Húsasmiðjuna.

Í apríl keyptum við Heiðar okkar fyrstu íbúð, og höfum því búið hér núna í um 2 mánuði. Við erum smám saman að koma okkur betur og betur fyrir, en núna um helgina ákváðum við að mála tvo veggi í stofu og alrými, og setja upp hillur. Íbúðin var splunkuný þegar við tókum við henni og því öll hvítmáluð. Það mátti því alveg gefa henni smá lit, og hvílík breyting!

Processed with VSCO with f2 preset Við ákváðum að mála tvo veggi, þann sem er fyrir aftan sófann og halda svo áfram fyrir hornið þar sem hurðin inn á baðherbergi er. Við vorum í miklum pælingum með hvaða litir yrðu fyrir valinu, en ég vissi að ég vildi frekar hlutlausan lit, eins og gráan. Mig langaði hinsvegar að hann væri í dekkri kantinum til að fá pínu karakter í rýmið. Í samstarfi við Húsasmiðjuna valdi ég lit úr Lady litakortinu þeirra, en ég var strax mjög hrifin af þessum lit sem heitir Elegant.
.
Processed with VSCO with f2 preset
Þar sem liturinn sem ég valdi (Elegant) er í dekkri kantinum, vildi ég fá málningu með örlitlum gljáa í stofuna. Fyrir valinu varð “Wonderwall” málningin en hún er með 10% gljástigi og er sérstaklega slitsterk og hentar vel á fleti þar sem er mikill umgangur. Þar sem veggirnir eru í stofunni og alrými hentaði það fullkomlega. Mig var búið að langa lengi að kaupa rammahillur og mála í sama lit og veggurinn, til að láta þær líta út eins og part af veggnum. Ég fékk mér því lakk í nákvæmlega sama lit og veggirnir, en hafði það með mattri áferð til að þær féllu sem best inn í vegginn. Við máluðum einnig inn í svefnherbergi en þar valdi ég alveg matta málningu til að liturinn yrði dýpri og meira kósý. Ég fékk virkilega góðar ráðleggingar í Húsasmiðjunni og er ótrúlega ánægð með bæði litina og áferðina á málningunni sem við enduðum á að velja.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Ég er algjörlega í skýjunum með hvernig Elegant liturinn kom út á veggnum, og hvað hann gefur rýminu og íbúðinni allri öðruvísi útlit. Þar sem flest annað í rýminu er ljóst finnst mér koma ótrúlega fallega út að hafa veggina dökka, og mér finnst húsgögnin í rýminu njóta sín enn betur. Eins og sést er Stella líka alveg í skýjunum með litinn og nýju myndirnar á veggnum! Myndirnar eru allar af Desenio.com og rammahillurnar eru keyptar í Ikea.

Processed with VSCO with f2 preset

Við máluðum einnig inni í svefnherbergi, með litnum Deco Blue frá Lady. Ég hlakka til að deila með ykkur myndum þaðan þegar við erum búin að kaupa okkur náttborð og annað sem vantar ennþá þar inn.

gydadrofn

1 Comments on “Heima: Stofan”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: