Uppskrift: Buffalo blómkál & besta gráðostasósan

Færslan er ekki kostuð.

Eftir að ég gerðist grænmetisæta eru nokkrir hlutir sem ég borðaði áður sem innihéldu kjöt sem sakna stundum og fæ óstjórnandi löngun í. Einn af þeim hlutum eru Buffalo kjúklingavængir, en þeir fannst mér dásamlega góðir. Það er hinsvegar alls ekki kjötið sjálft sem ég sakna heldur bara bragðið af réttinum. Sem betur fer er oftast auðvelt að skipta út kjöti í réttum, og það er einmitt sérstaklega auðvelt þegar kemur að buffalo vængjum. Ég er búin að gera þessa buffalo blómkáls”vængi” í nokkur skipti núna og ég einfaldlega fæ ekki nóg. Þeir eru dásamlega góðir, og gráðostasósan sem fylgir með er það líka. Ég elska gráðost og gæti vel borðað þessa sósu eintóma, þó ég reyni nú að sleppa því. Rétturinn hentar vel til sem snarl eða forréttur, þó að ég geri hann oftast bara í kvöldmat og borða á mig gat. Uppskriftina finnið þið hér að neðan.

.

Gráðostasósa

Sósuna er best að gera svolítið áður en á að borða hana, og geyma hana í kæli. Ég geri hana oftast snemma um daginn og geymi þar til um kvöldmatarleytið.

Þú þarft:

1 bolli gráðostur (ég nota rifinn)

1/2 bolli sýrður rjómi 

1/4 bolli majones

1 msk sítrónusafi úr kreistri sítrónu 

Salt og pipar

Öllu hrært saman í skál og látið bíða í ísskáp. Langbest að gera nokkrum klukkutímum áður en á að borða.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Buffalo blómkál

Þú þarft:

1 blómkálshaus

1/2 bolli hveti

1/2 bolli vatn

1 msk hvítlauksduft

1 msk ólívuolía

1/2 tsk salt

2/3 bolli buffalo sósa 

30gr smjör 

Aðferð: Ofninn hitaður í 230 gráður. Blómkálshausinn skorinn í munnbita stærð. Hveiti, vatni, olíu, hvítlauksdufti og salti blandað saman í skál og blómkálinu velt upp úr. Bakað í 15mín og snúið þegar tíminn er hálfnaður. Smjörið brætt og blandað saman við buffalo sósuna. Blómkálið tekið af plötunni og velt upp úr buffalo blöndunni. Bakað áfram í 20-25mín og snúið þegar tíminn er hálfnaður. Gott er að setja ofninn á grill stillingu seinustu 10 mínúturnar.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég byrja á að skera blómkálið niður í munnbita stærð, en gott er að hafa bitana frekar í stærri kantinum en minni.

Næst blanda ég saman hveiti, olíu, hvítlauksdufti og salti í skál svo úr verður nokkurskonar deig. Ég velti svo blómkálinu vel upp úr deiginu svo allir bitar séu hjúpaðir.

Næst dreifi ég blómkálinu á pappírsklædda ofnplötu, og baka í um 7mín. Þá tek ég plötuna út og sný bitunum við, og baka svo í aðrar 7-8mín. Það er mikilvægt að snúa blómkálinu svo það brenni ekki of mikið öðru megin og verði mjúkt og slepjulegt hinumegin.

Á meðan blómkálið er í ofninum bræði ég smjörið og blanda því við buffalo sósuna. Mér finnst sósan frá Frank’s langbest, en ég hef keypt hana í Hagkaup. Þegar blómkálið kemur úr ofninum set ég það í stóra skál, og helli buffalo blöndunni yfir. Því næst set ég blómkálið aftur á pappírsklæddda bökunarplötu, og leyfi því að bakast í um 10-12mín. Þá tek ég plötuna út og sný því við, og leyfi því svo að bakast áfram í 10-12mín í viðbót, og hef þá ofninn stilltann á grill. Þannig fæ ég bitana pínu crispy og góða. Ég set svo bitana á disk og hef gráðostasósuna með til að dýfa þeim ofan í.

Processed with VSCO with f2 preset

Namm!

gydadrofn

1 Comments on “Uppskrift: Buffalo blómkál & besta gráðostasósan”

  1. Pingback: Uppskrift: Buffalo blómkáls pasta baka | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: