Lookbook 2018: Festival vibes
Færslan er unnin í samstarfi við Vero Moda.
Jæja – hér er ég komin aftur, eftir alltof alltof langa fjarveru frá blogginu. Það er mikið búið að gerast síðan seinast, en við förum ekki nánar út í það hér. Ein af mínum uppáhalds helgum á árinu er í vændum, en Secret Solstice hátíðin verður haldin um helgina. Ég hef farið á hverju ári síðan hátíðin byrjaði og læt mig ekki vanta í ár. Í tilefni helgarinnar fór ég í Vero Moda og setti saman nokkur lúkk fyrir helgina. Mér finnst alltaf gaman að klæða mig upp fyrir Solstice því maður getur leyft sér aðeins annan stíl en maður myndi kannski fara í dagsdaglega. Öll fötin og fylgihlutirnir hér að neðan fást í Vero Moda, og ég skrifa verð undir myndirnar til þæginda.
Lúkk 1
Ég elska boho stíl fyrir festival outfit. Þessi fallega skyrta er akkúrat í þeim stíl og ég er mjög hrifin af henni. Buxurnar eru frekar beinar í sniðinu og háar upp – mjög þægilegar. Mér finnst liturinn á jakkanum gera mikið fyrir lúkkið, og líka hárbandið, en það er klútur sem ég batt utan um höfuðið.
Skyrta: Madeline Top 5.990kr
Buxur: Nineteen Loose Ankle Jeans 7.390kr
Jakki: World Short Jacket 8.590kr
Klútur: Rosalie 1.590kr
.
Lúkk 2
Það er langt síðan ég hef verið jafn skotin í flík og ég er í þessum jakka akkúrat núna! Þetta er þunnur vindjakki í þessum skemmtilega “holographic” lit. Hann er öðruvísi á litinn í hvert skipti sem ég lít á hann. Buxurnar eru ný týpa af coated buxum sem var að koma í Vero Moda, en þær eru virkilega mjúkar og mjög háar í mittið – alveg eins og ég vil hafa þær. Mig er búið að langa í tösku eins og þessa lengi, og loksins fann ég hana! Hún kemur pottþétt að góðum notum um helgina. Ef það verður kalt get ég svo alltaf skellt mér í þykka peysu undir jakkann, eins og á myndinni hér að neðan.
Jakki: Cool Metallic 8.390kr
Buxur: Nine Coated Pants 6.990kr
Bolur: Patch T-shirt 2.990kr
Taska: Dagmar Bum Bag 4.590kr
Hettupeysa: Judy Hoodie 3.990kr
.
Lúkk 3
Ég er búin að vera með æði fyrir smekkbuxum og smekkbuxna-kjólum seinustu mánuði. Þessi kjóll hitti því beint í mark, og ég fann þennan fallega langerma bol með kraga undir hann. Ef að allt fer á versta veg veðurlega séð er ekki vitlaust að vera með regnkápu við höndina, en þessi var til í nokkrum litum og ég valdi mér gula.
Langerma bolur: Sky Lace Blouse 4.990kr
Kjóll: Cleo Dress 5.790kr
Regnkápa: Sunset Coat 8.590kr
.
Lúkk 4
Þetta lúkk er sjúklega þægilegt og kósý. Þetta eru sömu coated buxur og í lúkki 2, en gallajakkinn og derhúfan gera það ótrúlega flott. Ég er búin að eiga sama gallajakka í svörtu í nokkra mánuði og nota hann ótrúlega mikið, svo þessi blái verður eflaust mikið notaður líka.
Jakki: Angie Jacket 9.990kr
Hettupeysa: Judy Hoodie 3.990kr
Buxur: Nine Coated Pants 6.990kr
Derhúfa: Milou Cap 2.990kr
.
Lúkk 5
Þessar buxur eru í raun og veru samfestingur sem er ein þægilegasta flík sem ég hef nokkruntíman farið í. Hann er ágætlega víður með teygju í mittið og neðan á skálmum. Hann er á sérstöku Solstice tilboði núna í Vero Moda svo ég myndi hafa hraðar hendur ef ykkur líst vel á hann. Þar sem hann er stutterma er peysa eða jakki must við, og þessi er mjög kósý. Bakpokinn setur svo punktinn yfir i-ið!
Samfestingur: Jona Jumpsuit 6.990kr (Solstice tilboð 3.990kr)
Peysa: Abo Blouse 5.990kr
Bakpoki: Sunna Gymbag 5.390kr