26 ára afmælið mitt!

Færslan er ekki kostuð.

Jæja kæru vinir! Framundan er myndaveisla úr 26 ára afmælinu mínu, sem ég hélt uppá seinustu helgi. Eins og venjan er var að sjálfsögðu þema, en fyrir valinu í ár varð: Japanskt þema. Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af asískri menningu, og þá sérstaklega japanskri, en ég skellti mér einmitt á japönsku námskeið á seinasta ári. Ég fékk innblástur frá kimono munstri og japönskum cherry blossom trjám, og litirnir sem voru mest áberandi voru ljósgrænn og ljósblár, ásamt ljósbleikum. Eins og þið kannski vitið finnst mér fátt skemmtilegra en að skreyta og undibúa fyrir veislur og partý, og ég vildi óska að ég hefði tilefni til að gera það oftar! Hér að neðan sjáið þið skreytingarnar og uppsetninguna, og ég reyna að koma að því að hvar ég fékk allt, en þið hikið ekki við að spyrja ef ég gleymi einhverju.

IMG_0242IMG_0250IMG_0257

Þar sem mér tókst í fyrsta skipti að vera nokkuð snemma í því að undirbúa afmælið mitt, náði ég að panta heilmikið af skrautinu á netinu. Á síðum eins og Ali Express og Amazon er mikið úrval af ódýru skrauti og litlum hlutum sem er sniðugt að nýta sér við svona tilefni. Ég keypti ljósaskermi (lanterns) í þrem litum, og notaði bæði til að hengja upp og í borðskreytinguna. Þessi bleiku pantaði ég af Ali Express, en þessi hvítu og blágrænu voru keypt í Walmart í Ameríku. Mér fannst borðskreytingin koma einstaklega skemmtilega út, en inni í ljósaskermnum er vatnskarafla. Blævængirnir af veggjunum eru líka pantaðir af Ali Express, en ég hélt reyndar að þeir væru mun stærri þegar ég pantaði þá. Það er víst ágæt regla að lesa í lýsingunni hversu stórir hlutirnir eru..en þeir komu samt mjög fallega út á veggnum!

.

IMG_0254IMG_0255

IMG_0284

Þessi ótrúlega fallegu gervi Cherry blossom blóm fékk ég á bandarískri gerviblóma-vefsíðu sem heitir Afloral. Enn og aftur – hefði verið góð regla að lesa í lýsingunni hvað þau voru stór áður en ég pantaði þau, en stilkurinn á blómunum er ansi langur, og þau komu í kassa sem var meira en 1,5 meter á breidd..vúps. Þórunn vinkona mín ferjaði þau heim fyrir mig með afmælisgjöfinni minni sem að kom í ljós að var líka ansi stór, haha. En ég var búin að panta svipuð blóm af Ali Express, en þegar leit út fyrir að þau myndu ekki koma áður en afmælið væri pantaði ég þessi. Bleiku og bláu boxin sem ég notaði undir snakk og sælgæti eru af Amazon. Origami fuglarnir úr Cherry blossom pappírnum voru bæði of sætir og pössuðu of vel við þemað, svo ég varð að panta þá. Ég fékk þá á Etsy, og þeir eru handgerðir af yndislegri konu í San Francisco – mæli hiklaust með búðinni hennar “Local Colorist” á Etsy.

.

IMG_0269IMG_0275IMG_0266

Stöku blómin sem ég dreifði yfir borðið eru af Ali Express, en ég pantaði pakka með 100stk og dreifði út um allt. Sérmerkta M&M-ið var gert í M&M búðinni í London, en þar gat maður valið fjóra mismunandi texta, og svo valið þá liti af M&M sem maður vildi. Maður gat reyndar líka látið prenta andlitið á sér á M&M en ég ákvað að sleppa því í þetta skiptið..

.

IMG_0235IMG_0233

Þennan fallega “Happy Birthday” borða, fékk ég alveg óvænt að gjöf frá Dimm.is, en ég var að fara kaupa mér hann þegar þau voru svo sæt að gefa mér hann sem gjöf. Hann er svo fínn þarna fyrir ofan sjónvarpið að mig langar eiginlega bara að hafa hann alltaf! Myndavegginn skreytti ég með þessu hringlaga skrauti í bleikum, brúnum, bláum og cherry blossom mynstri, en það keypti ég á Etsy. “Yay” blöðrurnar eru af Amazon.

.

IMG_0207IMG_0214IMG_0212

Loksins fékk ég að nota barinn sem ég setti upp í haust! Hann hefur aðallega verið upp á punt hingað til, en nýttist ansi vel um helgina. Ég skreytti hann með origami fugli og nokkrum blómum, og leyfði svo flöskunum og bar-aukahlutunum að njóta sín.

.

IMG_0299IMG_0323IMG_0310C43B7465-889C-4765-AF98-261164D7E4FA

Það kom auðvitað ekkert annað til greina en að bjóða upp á sushi í veislunni! Ég fékk svo myntugræna cherry blossom skreytta kökuna frá Sætum Syndum, en þetta er í þriðja skipti sem ég hef verið með köku frá þeim. Hún var alveg sérstaklega falleg í ár og bragðaðist auðvitað líka guðdómlega. Ég keypti svo líka vegan muffins í 17 sortum, og stráði matcha te yfir þær til að gera þær “japanskari”. Ég notaði svo bleiku töfluna mína til að bjóða fólki að fá sér sushi á japönsku, og skreytti borðið með blómum og origami fuglum.

.

Besta afmælisgjöfin var svo klárlega þessi risastóri letidýra bangsi sem ber nafnið Lúðvík. Þórunn ferjaði þennan einmitt heim með meters löngu blómunum – en þið hefðuð átt að sjá svipinn á mér þegar ég opnaði hurðina og tók á móti Lúlla!

AC6FA27B-23E8-4B6E-9047-980BC09A9A3D142FE345-3169-4279-81D3-FBD162AA6C39

En það sem auðvitað gerði kvöldið jafn fullkomið og það var, voru ekki allar skreytingarnar eða maturinn – heldur fólkið sem ég fékk að njóta þess með. Það er alveg ómetanlegt að eiga góða vini og eins og þið sjáið var mikið um hlátrasköll allt kvöldið. Ég hefði svo sannarlega ekki getað beðið um betra kvöld, og ég eiginlega get bara ekki beðið eftir afmæli næsta árs.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: