Jólagjafalisti: Handa vinkonunni 2017

Færslan er ekki kostuð.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hugmyndum af skemmtilegum vinkonugjöfum, nú eða gjöfum handa mömmum, ömmum og frænkum.

jolagjafir

1. Moomin vetrarbollinn 2017: Að sjálfsögðu þarf það ekkert að vera jólabollinn, en mér þykir hann alveg sérstaklega fallegur í ár. Fæst í flestum búðum sem selja hönnunarvörur.

2. Kubbadagatal með heilræðum frá SANÖ reykjavík: Mér finnst þessi “kvóts” dagatöl svo ótrúlega skemmtileg. Þessi týpa er með nýju heilræði fyrir hvern dag á næsta ári, og svo er líka hægt að fá með einu fyrir hvern mánuð. Fæst t.d. HÉR.

3. Gigi x Maybelline snyrtivörur: Fyrir snyrtivörufíkilinn munu þessar vörur pottþétt slá í gegn, en línan kemur í takmörkuðu upplagi og því einstaklega gaman að eignast. Umbúðirnar eru líka einstaklega fallegar í pakkann. Ég mæli með varalitnum ‘Taura’ eða eyelinernum. Listi yfir sölustaði HÉR.

4. Dagbók fyrir 2018: Tilvalið fyrir skipulagsperra sem ætla að skipuleggja sig vel árið 2018. Það er hægt að fá fallegar dagbækur í mörgum bókabúðum, en sjálf hef ég oft búið til mína eigin á síðunni Personal-planner.com. Það er reyndar orðið of seint að panta bók og fá hana fyrir jólin, en það er hægt að kaupa gjafabréf á pdf formi hjá þeim sem er frábært í pakkann, og þá getur viðtakandi búið sér til sína eigin.

5. Body Shop personalized Body Butter: Það er ótrúlega skemmtilegur valkostur í boði í  Body Shop þessa dagana, en það er hægt að kaupa Body Butter og búa til sinn eigin límmiða ofaná með nafni viðtakanda. Það má vera hvaða týpa af Body Butter sem er, og mér finnst ótrúlega skemmtilegt að geta gert það að sínu eigin!

6. Hitabangsi: Mér finnst svona hitabangsar svo ótrúlega skemmtilegir, og ég væri alveg til í að fá einn slíkan í jólapakka. Þetta eru semsagt hitapokar í formi bangsa, og maður setur þá í örbylgjuofninn til að hita þá, og þeir virka eins og hitapokar. Krúttlegt og kósý! Ég hef séð einhverja svona í The Pier, og svo fást þeir líka á Asos,

7. bkr vatnsbrúsi: Ég ætla setja þennan vatnsbrúsa líka á þennan lista, því mér finnst hann tilvalin vinkonugjöf. Hann fæst HÉR en svo eru til fleiri fallegir vatnsbrúsar, til dæmis í Hagkaup.

8. Real Techniques hátíðarburstar: Hátíðarsettin frá Real Techniques eru sérstaklega skemmtileg í ár, og til dæmis finnst mér litlu jólaskreytingarnar tilvaldar í vinkonupakka. Það komu líka nokkur hátíðarsett í takmörkuðu upplagi, og það er alltaf gaman að eignast þau. Fæst t.d. í Hagkaup og apótekum.

9. Náttföt: Náttföt hitta alltaf í mark – að minnsta kosti hjá mér. Þetta fallega sett er úr Vero Moda og er ótrúlega mjúkt og gott.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: