Jólagjafa Óskalisti 2017

Færslan er ekki kostuð.

Ég er alveg á seinasta snúning með jólagjafalistana í ár. Flestir í kringum mig eru sennilega búnir að redda gjöfunum, en mig langaði samt að deila þessum lista með ykkur og kannski hjálpa einhverjum að fá jólagjafahugmyndir. Hver veit nema ég setji saman fleiri lista í vikunni, þar sem ég sé að listar fyrri ára eru mikið skoðaðir þessa dagana. Þetta er semsagt minn persónulegi listi, og það sem ég væri til í að eignast. Nánast allt á þessum lista er eitthvað fyrir heimilið, og þó ég hafi reynt að hugsa um hluti sem væru ekki fyrir heimilið reyndist það erfitt. Hér eru allavega nokkrar skemmtilegar gjafahugmyndir sem kannski einhver getur nýtt sér!

jólalisti

1. Circum Rosegold spegill: Ég er búin að vera skotin í hringlaga speglum seinustu mánuði, og þessi finnst mér alveg sérstaklega fallegur. Fæst t.d. HÉR.

2. Smeg brauðrist: Ég væri sko ekkert á móti því að eignast brauðrist í stíl við hraðsuðuketilinn sem ég fékk í útskriftargjöf í vor. Fæst t.d. HÉR.

3. Svartur marmarabakki: Ég er með fullkominn stað fyrir svartan marmarabakka í huga, en mig langar í einn í eldhúsið fyrir fallegar krukkur. Mér finnst t.d. ÞESSI mjög flottur.

4. bkr vatnsflöskur: Ég er ótrúlega skotin í þessum gullfallegu vatnsflöskum, sem eru með sílíkonhlíf. Fást HÉR.

5. Nordstjerne vasi: Mig er búið að dreyma um þennan fallega vasa síðan Þórunn vinkona mín eignaðist sinn. Fæst t.d. HÉR og HÉR.

6. Fujifilm Instax mini: Mig er búið að langa lengi í myndavél sem prentar út myndir á staðnum, en mér finnst það skemmtileg tilbreyting við að taka óteljandi myndir á símann sinn. Þessi er einmitt svoleiðis og er í leiðinni ótrúlega falleg. Fæst t.d. HÉR.

7. Finnsdottir Winter Stories Big Bear: Aðeins of fallegur jóla kertastjaki frá Finnsdottir. Fæst t.d. HÉR.

8. Lina Johansson Prisma motta: Ég væri ekkert á móti því að eignast fallega mottu til að hafa í eldhúsinu, og þessi finnst mér fullkomin. Hún fæst HÉR.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: