Jól: Seríu uppsetning 101

Færslan er ekki kostuð.

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir á Snapchat er ég forfallinn aðdáandi og áhugamaður um jólaseríur. Ég byrja að setja þær upp eins snemma og ég kemst upp með, enda birtir það heldur betur upp á skammdegið. Ég hef alltaf alist upp við það að seríur séu í hverjum einasta glugga, og mér þykir það alltaf jafn jólalegt og yndislegt. Ég held hefðinni áfram á minni heimili og er með marglitar seríur alveg eins og heima hjá mömmu. Ég hef deilt nokkrum jólaseríu-ráðum með ykkur á Snapchat, og spurði um daginn hvort einhver hefði áhuga á að fá öll ráðin samankomin í einni færslu. Það voru fleiri en ég bjóst við sem vildu það endilega, og það er líka til þæginda fyrir mig að geta bent þeim sem spyrja mig um ráðin beint á færsluna. Hér fyrir neðan er því að finna öll jólaseríu trikkin og trixin sem ég nota á hverju einasta ári!

Processed with VSCO with f2 preset

Ég er með marglitar “gamaldags” jólaseríur – sem ég held því miður að séu að verða útdauðar. Ég ætla hinsvegar að halda áfram að setja þær upp eins lengi og ég kemst upp með enda finnst mér jólaundirbúningurinn ekki byrja fyrr en þær eru komnar upp. Ég nota sogskálar til að festa þær í gluggann og finnst það alls ekkert mikið bras og líka koma fallegast út. Ég er hrifin af því að nota frekar seríur með fleiri ljósum en færri, því mér finnst fallegt að ljósin séu nokkuð þétt saman, en það er auðvitað smekksatriði.

#1. Þrífa gluggann: Það er lykilatriði að byrja á því að þrífa gluggann vel, og þá fara sérstaklega vel út í hliðarnar þar sem sogskálarnar fara. Ég nota gluggasprey og örtrefjaklút og strýk yfir með þurri tusku.

#2. Sjóða sogskálarnar: Þetta er örugglega mikilvægasta ráðið, því það er allt annað líf að festa sogskálarnar í gluggann ef maður sýður þær fyrst. Ég tel ofan í pott fyrir kannski sirka tvær seríur í einu (eða bara eins margar og ég ætla að setja upp), og set vatn svo fljóti vel yfir sogskálarnar í pottinn. Ég set eldavélina á hæstu stillingu til að ná suðunni upp sem fljótast, og leyfi þeim að sjóða í örfáar mínútur. Næst tek ég pottinn af og helli sogskálunum í sigti og sigta vatnið frá, og að lokum set ég þær í skál og byrja að raða þeim í gluggann. Það er best að þær séu ennþá volgar því þá festast þær langbest.

#3. Finna út hvernig seríurnar passa í gluggann: Þessi skref eru alls ekki nauðsynleg en þar sem ég er með fullkomnunaráráttu á háu stigi geri ég þetta alltaf. Til að ljósin verði sem jöfnust í glugganum þá byrja ég á því að reikna út hlutfallið í glugganum, það er á milli löngu og stuttu hliðar gluggans. Tökum dæmi:

Glugginn er 100cmx150cm. Ef við deilum 150/100 fáum við út 1,5, sem er þá hlutfallið á milli löngu og stuttu hliðar gluggans.

Við viljum reyna að hafa hlutfallið á perum í seríunni sem næst þessu hlutfalli gluggans. Það er ekki alltaf hægt að hafa það nákvæmlega jafnt, en ég fer bara eins nálægt og ég kemst. Til að finna það hlutfall út prófa ég mig bara áfram með hvað mér finnst líklegt að fari á hvora hlið, og deili stærri tölunni í þá minni.

Ef að við værum til dæmis með 100 ljósa seríu í þessu dæmi, þá myndum við finna út að 30/20=1,5, sem er sama hlutfall og á glugganum. Það þýðir að 30 perur fara í lengri hlið gluggans og 20 í þá styttri.

Næst deili ég svo lengdinni á glugganum í fjölda pera, og finn þannig hvert bilið á milli peranna verður. Í þessu dæmi er það 150/30=5, sem þýðir að 5cm eru á milli pera á löngu hliðinni, og við fáum sömu tölu út á styttri hliðinni því hlutfallið var nákvæmlega það sama.

Ég styðst svo við tommustokk til að mæla bilið á milli peranna. Ég nota kannski ekki tommustokkinn á milli hverrar einustu peru, en mér finnst gott að byrja á að nota hann og þá er ég með ágætis tilfinningu yfir því hvað bilið á að vera langt. Það gerir ekkert til þó það sé ekki nákvæmlega eins langt allstaðar, en svona heilt yfir er fallegast að það sé nokkuð jafnt.

#4. Raða sogskálum í gluggann og síðar seríunni: Ég byrja á að raða öllum sogskálum sem þarf í hvern glugga, og þræði svo seríuna í eftir á. Ég reyni að þræða snúrurnar snyrtilega í sömu átt á milli peranna, og svo niður í horninu á glugganum þannig þær sjáist sem minnst. Það er langbest að hafa kveikt á seríunni þegar hún er þrædd í sogskálarnar, til að sjá ef að það slökknar á henni ef perur færast til. Ég hef nefnilega lent í því að prófa jólaseríu, setja hana svo upp og stinga í samband og alltíeinu kviknar ekki á henni – og það er ekki góð skemmtun. Svolítið svona moment eins og í Christmas Vacation þegar Griswold er búinn að festa seríurnar á húsið..

Og svo er bara að njóta ljósanna allann jólamánuðinn!

gydadrofn

 

3 Comments on “Jól: Seríu uppsetning 101”

  1. Vildi bara segja þér að ég met þig og þetta post ótrúlega mikið. Ef þú býrð yfir fl. skipulagsperra hugmyndum, vil ég helst fá þær dælt beint í æð.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: