GIGI x MAYBELLINE

Vörur í færslunni eru fengnar að gjöf.

IMG_0002

Það eru heldur betur skemmtilegar fréttir úr förðunarheiminum þessa dagana, en ofurfyrirsætan Gigi Hadid hannaði línu með Maybelline og hún er komin til Íslands! Vörurnar og umbúðirnar eru hannaðar af Gigi sjálfri, og innblásnar af hennar uppáhalds makeup lúkkum. Ég var svo heppin að fá nokkrar vörur að gjöf fyrir helgi og er búin að nýta helgina í að prófa mig áfram með þær. Eigum við líka eitthvað að ræða þessar gullfallegu pakkningar? Gigi hitti sannarlega naglann á höfuðið með þær því þær eru gullfallegar og mig langar að hafa þær uppi á borði eða jafnvel bara uppi í hillu.

 

Processed with VSCO with f2 preset

Samstarfið skiptist í tvær línur: West Coast collection og East Coast collection. West Coast línan er innblásin af sólinni og ströndunum í LA, og einkennist af gylltum tónum, miklum ljóma og rauðum varalit. Hér að ofan sjáið þið augnskuggapallettu úr West Coast línunni, og fljótandi highlighter krem. Eins og þið sjáið gat ég ekki stillt mig um að pota í augnskuggana um leið og ég fékk þá í hendurnar – þeir voru bara of girnilegir! Þeir eru alveg silkimjúkir og blandast eins og draumur, og mér finnst litirnir virkilega fallegir. Þessi hlýtóna palletta er fullkomin fyrir mig, en það kom einnig önnur kaldtóna. Highlighter kremið er með gylltum/bronz blæ, og mér finnst ótrúlega fallegt að blanda því við farða til að fá ljóma allstaðar, og nota það svo eitt og sér til að fá meiri ljóma á einstaka staði.

.

Processed with VSCO with f2 preset

East Coast línan einkennist af eyeliner og nude varalitum, og ef þið þekkið mig vitið þið að það er mitt daglega go to lúkk. Þar er til dæmis að finna eyeliner túss sem ég er mjög hrifin af, ásamt þessum litaða primer. Hann er eiginlega eins og blanda af primer og léttu BB kremi – gerir húðina áferðafallegri og gefur henni smá lit, án þess að gefa mikla þekju. Mér finnst hann frábær dagsdaglega og þá get ég notað hyljara á þá staði sem mér finnst þurfa meiri þekju.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Eitt af því sem ég var hvað spenntust fyrir í þessu samstarfi voru nude varalitirnir í East Coast línunni. Það er bara aldrei hægt að eiga of marga nude varaliti! Mörgum myndi örugglega finnast þeir vera allir nánast eins á litinn, en ég sé mikinn mun á þeim eftir því hvernig undirtónninn er. Ég var búin að skoða litina á netinu áður en ég eignaðist þá, og var viss um að ‘Taura’ væri minn fullkomni nude. Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, en varð svo líka að eignast ‘McCall’, en hann er aðeins ljósari og með ferskjulituðum undirtón. Það koma varablýantar í stíl, og ég var virkilega ánægð með hvað þeir endast vel á vörunum. Áferðin á varalitunum er semi-matte, en þeir eru virkilega mjúkir og alls ekki þurrir á vörunum.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég blandaði saman Taura og McCall um helgina og fékk margar spurningar út í hvaða varalit ég væri með. Taura er aðeins dekkri svo ég notaði varablýantinn sem kemur með honum, og dreifði svo varalitnum yfir allar varirnar. Ég setti svo McCall aðallega á miðjar varirnar til að gefa vörunum örlítið meira þrívíddar útlit og það kom virkilega vel út. Ef á klárlega eftir að nota varalitina hvað mest úr þessari línu, og ég mæli með að hafa hraðar hendur ef ykkur langar að næla ykkur í þá þar sem línan kemur í takmörkuðu upplagi.

gydadrofn

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: