Ég mæli með: Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels
Varan í færslunni var fengin að gjöf.
Seinustu vikur og mánuði hefur verið nóg um að vera hjá mér. Ég er búin að ferðast óvenju mikið, auk þess sem að það er mikið að gera í vinnunni og lífinu almennt. Dagarnir eru einnig farnir að styttast og veðrið breytist hratt. Allt þetta tekur sinn toll á húðina og í mínu tilviki sérstaklega í kringum augun, þar sem ég hef alltaf verið viðkvæm í kringum augun og verð auðveldlega þrútin og þurr. Ég hafði áður keypt mér þessa augnpúða frá Skyn Iceland, en er bara nýlega búin að eignast þá aftur og vá hvað ég var búin að sakna þeirra! Þeir eru akkúrat það sem ég þarf þessa dagana en þeir gefa aungsvæðinu kærkominn raka og kælingu þegar það er þrútið og þurrt.
.
Púðarnir eru einnota, en á 10 mínútum kæla þeir og næra augnsvæðið svo það verður sléttara og bjartara. Þeir eru fullkomnir eftir langan dag, eða þegar ég vakna extra þrútin á morgnana. Mér finnst frábært að skella þeim á mig og leyfa þeim að vera á meðan ég geri fyrsta kaffibolla dagsins og bursta tennurnar. Þeir eru eiginlega alveg eins og kaffibolli fyrir augnsvæðið! Það sem mér finnst öðruvísi við þessa gelpúða og aðra sem ég hef prófað, er hvað þeir eru einstaklega kælandi og gefa mjög létta næringu. Pakkningarnar eru mjög hentugar til að taka með sér hvert sem er, og mér finnst til dæmis fátt betra en að setja á mig kælandi púðana um borð í flugvél.
Það er hægt að fá þá í 4stk eða 8stk pakkningum hjá Nola.is HÉR og HÉR.