Ég mæli með: The Body Shop Banana Hair Mask

Færslan er í samstarfi við The Body Shop.

Processed with VSCO with f2 preset

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá gerði ég smá breytingu á hárinu mínu um daginn. Ég var búin að vera með sama lit í nokkur ár og fannst kominn tími á breytingu. Ég hef nokkrum sinnum á seinustu árum ætlað að lýsa endana á hárinu, en aldrei lagt í það – fyrr en núna. Mig langaði að lýsa endana smám saman, og byrja á því að halda rótinni eins og hún var. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og hlakka til að draga ljósari litinn lengra upp og á endanum langar mig að lýsa rótina um nokkra tóna.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Þegar maður lýsir hárið er alltaf hætt við að það þorni. Kalda veðrið og hitabreytingarnar hafa heldur ekki verið að hjálpa til, en hárið mitt þornar alltaf aðeins á veturna. Til að vinna á móti þessu hef ég verið að nota Banana hármaskann frá The Body Shop, og hann hefur hjálpað ótrúlega mikið til við að halda hárinu glansandi og silkimjúku. Mér finnst frábært að nota hann einu sinni í viku í allt hárið, og leyfa honum þá að bíða í því í daggóða stund, og þess á milli nota ég hann bara rétt í endana með léttari hárnæringu. Maskinn lyktar dásamlega, og inniheldur blöndu af banana mauki, olíu úr brasilíuhnetu og shea smjöri sem er 100% vegan. Ég er að verða búin með mína dollu svo ég get svo sannarlega mælt með þessum maska. Ég er með frekar fíngert hár og mér finnst hann ekki þyngja það of mikið, en samt gefa því djúpan raka og fallegan gljáa.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: