Stockholm Travel Tips

Processed with VSCO with f2 preset

Við vinkonurnar eyddum seinustu helgi í Stokkhólmi, eins og þið tókuð örugglega eftir á Snapchat. Við vorum allar að heimsækja borgina í fyrsta skipti, þó ég hafi reyndar farið í stutta vinnuferð þangað fyrr í mánuðinum. Við gerðum lítið annað en að borða og njóta, og kannski kíkja í örfáar búðir. Mig langaði að deila með ykkur því sem stóð upp úr hjá okkur þegar kom að gistingu, mat og drykk.

.

Hótel

Við stelpurnar gistum á Haymarket by Scandic, og ég verð að segja að ég hef eiginlega bara aldrei gist á jafn fallegu hóteli. Allt hótelið er í 1920’s stíl, og mér leið eins og ég væri stödd í miðri Great Gatsby kvikmyndinni. Ég var ótrúlega hrifin af því hvað allt var úthugsað til að skapa þessa stemmingu, og það gerði upplifunina ennþá magnaðari. Þar sem við vorum þrjár ákváðum við að leigja okkur svítu, og myndirnar sem þið sjáið hér að ofan eru frá gluggasætinu í herberginu okkar. Það var ansi ljúft að drekka morgun kaffibollann þarna og horfa yfir markaðinn á Hötorget. Staðsetningin er í hjarta Stokkhólms, aðeins nokkrum skrefum frá Drottninggatan. Ég get líka mælt með Grand Central by Scandic, það er mjög stutt frá Haymarket og Drottninggatan, og var virkilega flott líka.

.

Matur

Á jarðhæð Haymarket er staðurinn Greta’s, en hann heitir eftir Gretu Garbo sem vann á Haymarket á árum áður. Staðurinn er dásamlega fallegur eins og allt annað á hótelinu, og algjör unun að fá sér morgunmat eða brunch þar. Maturinn var mjög góður og ég fékk dásamlegan hafragraut, og stelpurnar fengu sér avocado toast. Annar brunch staður sem ég get mælt með er The Greasy Spoon, en þar fékk ég fullkomnar pönnukökur. Fyrir kvöldmat langar mig að mæla sérstaklega vel með Bern’s, sem býður upp á nútímalegan asískan mat. Við fórum í 11 rétta seðil, sem var ekki eins dýr og það hljómar, og ég gæti ekki mælt meira með honum. Ég er ennþá að hugsa um suma réttina en allt bragðaðist ótrúlega vel og var skemmtilega fram sett.

IMG_0047

Fyrir eftirrétti og kökur verð ég að mæla með Vete-Katten, en það er ótrúlega fallegt bakarí sem býður til dæmis upp á ekta sænska Prinsessutertu og kanilsnúða. Þið finnið það rétt hjá Drottninggatan og ég mæli með vanillusnúðunum.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Við skemmtum okkur alveg ótrúlega vel í Stokkhólmi, og borgin heillaði mig mjög mikið. Ég á pottþétt eftir að heimsækja hana aftur á næstu árum, og mig langar eiginlega að fara þangað aftur bara til að gista aftur á Haymarket haha.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: