Að missa mig yfir: Maybelline Tattoo Brow

Varan í færslunni var fengin að gjöf. Færslan er ekki kostuð.

Processed with VSCO with f2 preset

Fyrir um tveim vikum síðan prófaði ég í fyrsta skipti splunkunýja vöru frá Maybelline – sem kallast Tattoo Brow. Varan er ólík öllum öðrum sem ég hef prófað, en hér er á ferðinni “peel-off” augabrúnalitur. Liturinn virkar þannig að hann er borinn í brúnirnar og látinn bíða á, svo þegar gelið er þornað er það tekið af með fingrunum og eftir situr litur sem endist í nokkra daga! Mér fannst þetta eiginlega of gott til að vera satt svo ég var mjög spennt að prófa – og get með glöðu geði sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Varan er komin til Íslands svo ég get ekki stillt mig lengur um að sýna ykkur hvernig hún virkar.

.

IMG_0035

Hér sjáið þið hvernig ferlið virkar skref fyrir skref. Gelið er mjög þykkt, og því er auðvelt að bera það á og móta brúnirnar – það fer ekki út um allt. Burstinn er lítill og nettur, en í fyrsta skipti sem ég prófaði vöruna var ég tilbúin með venjulega augabrúnaburstann minn afþví ég hélt ég þyrfti pottþétt að nota hann. Ég ákvað samt að láta reyna á burstann sem varan kemur í, og endaði svo bara á því að nota hann allann tímann. Kom mér virkilega á óvart hvað er auðvelt að móta brúnirnar með honum! Það tekur mig bara örskamma stund að bera litinn í brúnirnar, en ég er með eyrnapinna við höndina ef eitthvað fer útfyrir.

.

IMG_0036

Næst er gelið svo látið þorna í brúnunum. Mér finnst fínt að láta það bíða í 1-2klst, en það þornar eftir um 15mín. Það er til dæmis hægt að byrja förðunarrútínuna á því að bera gelið í, og klára allt annað á meðan það þornar – en eftir því sem það bíður lengur því lengur endist það. Mér finnst liturinn endast vel í um þrjá daga þegar ég læt það bíða í 2klst, og ég þarf lítið að fylla inn í þær á dögum fjögur og fimm. Þetta er því að redda brúnunum mínum nánast alla vikuna! Ég hef fengið spurningar um hvort það komi engin hár með þegar gelið er tekið af, en það er alls ekki eins og vax eða neitt svoleiðis og togar því ekkert í húðina né hárin.

.

brow

Ég er í alvörunni bara alltaf jafn hissa á hvað þessi vara virkar ótrúlega vel, og hversu þægileg og fljótleg hún er í notkun. Útkoman verður nánast alveg eins og ég sé nýkomin úr litun, og það er snilld að geta notað hana á milli litana. Fyrir manneskjur eins og mig sem fylla inn í brúnirnar á hverjum degi, þá sparar þetta mér heilmikinn tíma á morgnanna. Augabrúnirnar eru alltaf tímafrekasti parturinn af förðunarrútínunni minni, svo það er mun þægilegra að skella á sig Tatto Brow einu sinni í viku! Klárlega vara sem er komin til að vera í minni rútínu.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: