Þrjú mismunandi árshátíðarlúkk frá Vero Moda+gjafaleikur!

Færslan er í samstarfi við Vero Moda.

ÞAÐ ER KOMIÐ ÁRSHÁTÍÐAR-SEASON!

gjafaleikur 2Í tilefni þess að margir eru á leið á árshátíð á næstu vikum (og aðrir farnir að skipuleggja jóladressið) langaði mig að sýna ykkur þrjú mismunandi árshátíðarlúkk frá Vero Moda. Það er til ótrúlega mikið af fallegum kjólum og flíkum sem henta vel við fínni tilefni, og þessi þrjú lúkk eru aðeins lítið brot af því sem er til. Mér finnst þau öll virkilega falleg þó þau séu öll ótrúlega mismunandi. Kíkjum á þau!

.

Lúkk 1

Processed with VSCO with f2 preset

Ég dróst strax að þessum kjól, en ég er búin að vera obsessed yfir þessum ljósfjólubláa lit sem er búinn að vera áberandi upp á síðkastið. Áferðin á efninu finnst mér virkilega flott, og það er auðvelt að dressa hann upp og niður. Ég sé fyrir mér að þessi væri klikkað flottur við sokkabuxur, háa hæla og pels (p.s. það er til nóg af þeim í Vero Moda líka). Kjóllinn kostar 4.590kr.

.

Lúkk 2

Processed with VSCO with f2 preset

Þetta er eitt af þeim lúkkum sem ég myndi aldrei halda að ég myndi fíla, en þegar ég var kominn í hann er þetta eiginlega uppáhalds lúkkið mitt! Kjóllinn er í smá svona smekkbuxna/skokk stíl, og er opinn að framan og aftan, og svo á hliðunum. Mér finnst hann koma fáránlega vel út við fallegan blúdndubol. Hann er með vösum og er millisíður, og kostar 6.990kr.

.

Lúkk 3

Processed with VSCO with f2 preset

Þessi kjóll er svo ótrúlega sætur, og líka virkilega þægilegur. Ég elska þegar kjólar eru síðerma, og sérstaklega á þessum árstíma. Þessi kjóll er fullkomin flík í fataskápinn afþví það er hægt að breyta honum algjörlega með mismunandi fylgihlutum. Ég valdi þetta gyllta belti við hann í þetta skiptið, en prófaði hann líka með síðu hálsmeni og bæði kom virkilega vel út. Þessi gæti jafnvel nýst bæði sem árshátíðarkjóll og jólakjóll, með mismunandi fylgihlutum sem breyta alveg heildarlúkkinu. Kjóllinn kostar 6.790kr og beltið er á 1.590kr.

.

gjafaleikur 2

Hvaða lúkk finnst þér flottast?

Þú gætir unnið kjól að eigin vali úr Vero Moda með því að segja mér hvaða lúkk þér finnst flottast, en leikurinn fer fram á Instagramminu mínu: gydadrofn. Finnið sömu mynd og hér að ofan (getið ýtt á hana hér til hægri) og kommentið undir hvaða lúkk þér finnst fallegast. Á þriðjudaginn 17. október dreg ég út einhvern heppinn sem fær að velja sér kjól alveg að eigin vali í Vero Moda! Ath. Það þarf ekki endilega að velja einhvern af þessum sem eru hér að ofan þó þið setjið hann í kommentið 🙂

gydadrofn

2 Comments on “Þrjú mismunandi árshátíðarlúkk frá Vero Moda+gjafaleikur!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: