Uppáhalds upp á síðkastið

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

Það er heldur betur langt síðan það birtist uppáhalds færsla hér á blogginu – en hér er ein splunkuný á ferðinni!

favs

1. Becca Aqualuminous Foundation: Í tilefni þess að förðunarmerkið Becca er á leiðinni til landsins í lok vikunnar, fannst mér tilvalið að segja ykkur frá tveim vörum sem ég hef notað frá merkinu! Þessi farði er virkilega fallegur – mjög léttur með miðlungs þekju, en áferðin er öðruvísi en á öllum öðrum. Hann leggst yfir húðina eins og silki og gefur virkilega fallega áferð.

2. Real Techniques Miracle Cleansing Sponge*: Þessi svampur er nýr hjá Real Techniques – og allt öðruvísi en allir hinir svamparnir sem merkið hefur framleitt. Þessi er ætlaður til andlitshreinsunar og er því notaður með hreinsivörum. Hann gerir hreinsunina enn dýpri en hægt væri með höndunum! Ég byrja á því að nudda andlitshreinsinum inn með höndunum, bleyti svo svampinn og nota hann með hreinsinum til að hreinsa ennþá betur. Svampurinn er ekki of grófur svo mér finnst hann fullkominn til daglegrar notkunar.

3. Essie Bare With Me*: Kannski ekki haust-legasti liturinn en ég er bara ekki búin að nota neinn annan seinustu vikur! Fullkominn ferskjutóna nude sem fer vel við allt – ég er ástfangin upp fyrir haus af þessum.

4. Drunk Elephant Lala Retro Whipped Cream: Ég og Þórunn vinkona mín deilum ást á þessu kremi, en það var hún sem benti mér á það upphaflega. Þarna er á ferð þykkt og djúsí krem sem hentar bæði kvölds og morgna, og er til dæmis frábær grunnur undir farða. Fæst t.d. í Sephora.

5. The Body Shop Chinese Gingsen&Rice Toner*: Ef að þið munið eftir þessari færslu  þá vitið þið hvað ég er hrifin af því að nota hrísgrjónavatn á húðina. Hrísgrjónavatn hefur verið vinsæll tóner í Asíu svo áratugum skiptir, og er einstaklega gott fyrir húðina. Þessi tóner inniheldur hrísgrjónavatn og gingsen að auki (sem er mjög orkugefandi fyrir húðina) – og hann gerir allt sem ég vil að tóner geri. Fríski upp húðina og undirbúi hana fyrir krem, án þess að þurrka hana upp og herpa hana of mikið saman.

6. The Body Shop Matcha Face Mask*: Þegar ég frétti að það væri kominn Matcha maski þá vissi ég að það væri svo sannarlega eitthvað sem ég þurfti að prófa! Eins og þið örugglega vitið er ég einn mesti Matcha aðdáandi sem fyrirfinnst, og finnst frábært að geta notað Matcha í húðumhirðu líka. Maskinn hreinsar sérstaklega vel, og innheldur mild korn sem skrúbba húðina létt. Formúlan er kremuð og þægileg að bera á sig, en þennan maska má nota 2-3 í viku.

7. Maybelline Age Rewind Concealer: Það sem ég er ánægð að þessi hyljari sé kominn til landsins! Ég er búin að nota hann lengi og er svo ótrúlega ánægð að hann sé loksins fáanlegur hér á landi. Hann er búinn að vera í daglegri notkun síðustu mánuði, en hann er bæði þægilegur að bera á sig, og hylur einstaklega vel. Gæti ekki mælt meira með þessum!

8. Becca Backlight Priming Filter Primer: Hin varan frá Becca sem mig langar að segja ykkur frá er þessi primer – en ég er búin að eiga hann mjög lengi. Ég held að ég hafi upphaflega séð Jaclyn Hill dásama hann, en hann gefur alveg ótrúlega fallegan ljóma. Hann myndar fullkominn grunn undir farða svo allt sem er sett ofan á hann verður fallegra.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: