Home details vol. 4

Færslan er ekki kostuð. Allar vörur nefndar í færslunni eru keyptar af höfundi sjálfum.

Processed with VSCO with f2 preset

Í dag langaði mig að deila með ykkur þessu litla horni á sjónvarspskápnum okkar. Tilefnið er aðallega kaupin á litla sæta fílnum sem ég er búin að girnast í að verða tvö ár. Hann sómir sér vel við hliðina á Kähler vasanum sem ég fékk í afmlisgjöf í fyrra, en nýlega eignaðist ég svo kertastjakann sem er við hliðiná. Ef það eru einhverjir tveir litir sem eru áberandi á heimilinu mínu (fyrir utan hvítan og svartan) þá er það fölbleikur og þessi pastel græn/blái. Mér finnst þeir líka einstaklega fallegir saman. Tréið sem er í bakgrunni er skartgripatré sem ég fékk minnir mig í stúdents útskriftargjöf, og ég hef haldið mikið upp á síðan. Undir kertastjakanum er svo bókin Capture Your Style, en ég er búin að vera að glugga í hana seinustu mánuði. Virkilega áhugaverð bók um Instagram eftir Aimee Song, sem að allir sem hafa áhuga á Instagram verða að kíkja á! Bókin var gjöf frá Þórunni Ívars vinkonu minni, en við vinkonurnar deilum svo sannarlega miklum Instagram áhuga.

Processed with VSCO with f2 preset

Sjáiði hvað hann er ótrúlega sætur? Ég held að Heiðar hafi haldið að ég hafi verið að kaupa skírnargjöf þegar ég kom með hann heim, en svo var nú aldeilis ekki. Fíllinn er frá hönnuðinum Lucie Kaas, og ég sá hann fyrst hjá henni Alexsöndru Bernharð og er búið að langa í hann síðan þá. Það er alltaf gaman að eignast eitthvað sem manni er búið að langa í lengi, en tilefnið var alls ekkert sérstakt. Ég er alveg í skýjunum með hann og dáist að honum við hvert tækifæri.

gydadrofn

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: