September Workout Essentials

Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf. 

Ég er búin að taka ræktina með trompi í september þó ég segi sjálf frá! Haustið er akkúrat tíminn til að koma sér á fullt í ræktina, og það skaðar ekki að hafa allar græjurnar í lagi. Um daginn eignaðist ég nýjar hlaupabuxur frá Under Armour, en þær heita Run True og eru heldur betur komnar í uppáhald hjá mér. Háar og góðar, og efnið er stíft ‘compression’ efni sem heldur vel að. Ég er búin að standa mig að því að velja alltaf þessar seinustu vikur og hreinlega bíð eftir þeim úr þvottavélinni.

Processed with VSCO with f2 preset

Í um það bil ár erum bæði ég og Heiðar búin að vera að nota C4 Pre-Workout drykkinn, en það var Heiðar sem kynnti mig fyrir honum fyrst. Hann er orðinn uppáhald okkar beggja, en ég er langhrifnust af Strawberry Lemonade bragðinu. Þessi gefur mér alla þá orku sem ég þarf á æfingu, en maður þarf eina litla skeið fyrir hvert skipti. Ég er svo búin að vera að nota Sweet Sweat beltið, og þá helst þegar ég er að taka brennsluæfingar. Það hjálpar mér heldur betur að svitna meira, en ég hef alltaf átt frekar erfitt með að svitna almennilega svo mér finnst frábært að nota það til þess. Ég hef áður æft með sambærilegt belti sem ég keypti erlendis, en þetta belti er mun mýkra og þægilegra en það svo ég er virkilega ánægð með það.

Buxurnar fást í Under Armour í Kringlunni, og beltið og pre-workout drykkurinn er úr Fitness Sport.

gydadrofn 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: