Uppskrift: Próteinrík Sítrónu “Ostakaka”

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerkt vara er fengin að gjöf.

Processed with VSCO with f2 preset

Þegar ég var að keppa í módelfitness fyrir nokkrum árum var ég dugleg að finna mér leiðir til að búa til hollari útgáfur af mat í óhollari kantinum sem ég elska. Það var einmitt þá sem þessi uppskrift af próteinríku sítrónu-ostakökunni fæddist, og hún er alltaf í miklu uppáhaldi. Eins og þið kannski vitið þá elska ég allt með sítrónubragði, og sítrónukökur eru í mestu uppáhaldi. Þessi “ostakaka” svalar köku þörfinni án þess að vera full af sykri og óhollri fitu, og er einstaklega próteinrík og bragðgóð.

Processed with VSCO with f2 preset

Í uppskriftina hef ég alltaf notað Nectar próteinduft* sem að fæst hjá Fitness Sport. Nectar próteinið er eitt það hreinasta sem völ er á, en það inniheldur engin kolvetni (og þar með engan sykur) og enga fitu, heldur bara hreint prótein. Það blandast einstaklega vel og verður ekki kekkjót því er auðvelt að nota það til að próteinbæta ýmsar fæðutegundir. Ég elska t.d. að hræra sítrónu-próteinduftinu við jógúrt og borða með granóla – algjört lostæti og smakkast eins og eitthvað miklu óhollara en það er! Fyrir þá sem eru ekki sítrónu brjálæðingar eins og ég þá er það til í ótal mismunandi bragðtegundum, og það er auðvitað hægt að gera þessa uppskrift með öðru bragði en sítrónu. Ég get til dæmis ímyndað mér að ‘Strawberry Mousse’ bragðið búi til dásamlega jarðaberja-köku. Mmm..nú þarf ég eiginlega að prófa það!

.

Processed with VSCO with f2 preset

Þú þarft:

1 Weetabix köku

1 Skyrdós (lítil)

1 Skeið Nectar próteinduft með sítrónubragði

1/4 af Sítrónu

Ég byrja á að mylja Weetabix kökuna beint í botninn á forminu, og stappa það með smá vatni eða einhverskonar mjólk. Passið ykkur á að byrja á mjög litlum vökva og frekar bæta við – það er ekki gott að botninn verði of blautur. Næst hræri ég saman í skál skyri, próteindufti og safa úr 1/4 af sítrónu. Stundum hef ég notað stevíu dropa (t.d. með sítrónubragði) til að gefa aðeins meiri sætu, en það fer eftir smekk hvers og eins. Þegar búið er að hræra öllu vel saman er skyrblöndunni smurt ofan á botninn, og kakan látin standa í ísskáp í amk 1 klst. Það er að sjálfsögðu hægt að borða hana strax en mér finnst best að leyfa henni að standa aðeins.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: