MJÖLL
Færslan er unnin í samstarfi við Cintamani.
Hafið þið séð fallegri jakka? Ekki ég heldur! Ég er búin að bíða eftir að Mjöll mæti í búðir Cintamani síðan í byrjun árs, þegar ég sá hann fyrst í showroom-i hjá merkinu. Ég sá hann svo aftur á tískusýningunni þeirra á Reykjavík Fashion Festival, svo ég er búin að bíða með eftirvæntingu ansi lengi!
Mjöll er fóðraður anorakkur og er því einskonar millistig á milli jakka og úlpu. Akkúrat fullkomin flík fyrir íslenskt veðurfar, þar sem meirihluta árs er kalt í veðri en kannski ekki alltaf ískalt. Jakkinn er virkilega léttur og meðfærilegur, en hann veitir vörn fyrir léttri rigningu og vind. Ég sé fyrir mér að nota hann allann ársins hring, en mér finnst sniðið einmitt gera hann svo fjölhæfan. Ég sé hann fyrir mér sem tískuflík sem veitir einnig góða vernd fyrir veðri og vindum. Ég algjörlega dýrka sniðið – detailarnir á vösunum finnst mér æðislega fallegir, og að það sé hægt að draga hann saman í mittinu. Hann er síðari að aftan en framan, og rennilásar á hliðunum gera það auðveldara að komast í hann og úr. Hann kemur í svörtu, gulu og þessum ólívugræna lit, en ég ætlaði alltaf að fá mér þennan gula þegar ég sá hann fyrst. Ég hinsvegar féll alveg fyrir þessum græna þegar ég mátaði hann, og sé sko ekki eftir því vali!
Stærðirnar í Mjöll eru í minna lagi, og ég mæli með að taka hann einu númeri stærra en venjulega – hann er líka flottur smá laus. Ég tók t.d. Tinnu jakkann minn í XS en valdi mér S í Mjöll, og var jafnvel að spá í M. Hann kostar 39.900 og þið getið skoðað hann HÉR.