Loving: Lexi Coated
Færslan er í samstarfi við Vero Moda.
Ég má til með að segja ykkur frá nýju uppáhalds buxunum mínum! Ég skellti mér á viðburð hjá Vero Moda fyrir tveim vikum síðan, og sá þá þessar splunkunýju coated buxur sem komu í Vero Moda. Ég var ekki lengi að smella mér niður í búð og máta þær, og þá var ekki aftur snúið. Þær eru nákvæmlega eins og ég vil hafa buxur – ná mér yfir nafla og eru þröngar í mittið, en teygjast samt vel yfir rassinn. Ég glími við það vandamál að ef að buxur passa yfir rassinn eru þær alltaf of stórar í mittið, svo það er alltaf kærkomið að finna buxur sem henta. Efnið í þeim er ótrúlega mjúkt, og coated húðin er endurbætt svo hún brotnar ekki eða eyðist.
Ég er búin að nota buxurnar nánast stanslaust seinustu tvær vikur, og er alveg ótrúlega ánægð með þær. Besti parturinn er samt að þær kosta bara 5.990kr! Það liggur við að ég fari og kaupi mér aðrar til að eiga lager. Ég tók þær í S og lengd 30, en athugið að ég er með aðeins brett upp á þær á myndinni – þær eru alveg síðar. Ég er í nýja Vila toppnum mínum við á myndinni, en hann var að koma í þessum sæta bleika lit og svörtu fyrir stuttu – svo sætur!