Uppskrift: Súkkulaði Smoothie Bowl

Færslan er ekki kostuð.

Um daginn þegar ég var stödd í Berlín, fékk ég einn besta morgunmat sem ég hef fengið lengi. Ég fór á staðinn Superfoods and Organic Liquids eftir að vinkona mín Þórunn Ívars mælti með honum í þessari færslu. Ég mæli hiklaust með því að kíkja á staðinn ef þið eigið leið um Berlín, en ég varð alveg heilluð af staðnum sjálfum og því sem var boðið upp á þar. Ég pantaði mér ‘Raw cacao smoothie bowl’ og hef ekki hætt að hugsa um hana síðan. Þessi uppskrift er því mín tilraun til að endurgera þessa dásamlegu smoothie skál hér heima.

Processed with VSCO with f2 preset

‘Smoothie bowl’ er tiltölulega nýtt í mínum orðaforða, en hér er á ferðinni smoothie sem er gerður í þykkari kantinum, og hægt er að borða með skeið. Aðal gamanið felst svo í því að skreyta skálina á fallegan hátt, en ef að þessi morgunmatur er ekki instagram vænn þá hreinlega veit ég ekki hvað! Ég mun klárlega halda áfram að gera tilraunir með smoothie skálar, en þessi er þykk og rjómakennd með dásamlegu súkkulaðibragði. Hún er líka 100% vegan! Það er ekkert mál að gera skálina “to go” en þá nota ég glerskál með loki, eða krukku.

Processed with VSCO with f2 preset

Í smoothie-inn fer:

1 frosinn Banani

1 lítið Avocado

1msk Kakó eða hrákakó

200-300ml Möndlumjólk eða Kókosmjólk

Ég “slumpa” mjólkinni eftir því hversu stórt avocadoið og bananinn eru, betra að byrja með minna og bæta frekar við það er of þykkt fyrir blandarann.

Öllu blandað saman vel í blandara. Ég skreyti með:

Bananasneiðum

Hindberjum

Kakónibbum

Kókosflögum

Kakónibburnar gefa gott “crunch” í skálina, og hindberin gefa súrt bragð sem vegur vel á móti sætum banananum. Endilega prófið ykkur annars áfram með það sem ykkur finnst gott!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: