WILD NUDES
Færslan er ekki kostuð. Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.
Ef það er eitthvað sem ég elska þá er það fallegt nude litað naglalakk! Ég er ekki mikið fyrir að vera með naglalökk í skærum lit, og vel mér oftast ljósa pastel liti og nude liti. Það kom því ekki á óvart að nýja línan frá essie hitti beint í mark, en í henni er að finna fjögur falleg nude lituð naglalökk.
Línan heitir Wild Nudes og er alveg dásamlega falleg, en liturinn ‘Bare with me’ er strax kominn í mikið uppáhald. Liturinn kallaði strax á mig en það fyndna við það er að ég kannaðist eitthvað svo við nafnið á litnum. Kom þá ekki á daginn að ég hafði keypt mér akkúrat þennan lit í ameríku fyrr í sumar! Ég er greinilega samkvæm sjálfri mér í litavali.. Litirnir eru hinsvegar aldrei alveg eins í evrópu og ameríku, en mér finnst okkar útgáfa af Bare with me miklu fallegri en þessi sem ég var búin að kaupa erlendis. Liturinn er fullkominn ferskju-tóna nude og ég bara fæ ekki nóg af honum!