Home Details vol. 3

Færslan er ekki kostuð.

Processed with VSCO with f2 preset

Nýjasta heimilisdúlleríið á þessum bæ er barinn sem þið sjáið hér að ofan, en hann er loksins tilbúinn. Ég er búin að vera að dúlla mér að kaupa í hann síðan við fluttum, en um helgina fjárfesti ég svo í hirslunni undir hann sem ég var búin að ætla kaupa í nokkrar vikur. Ég veit fátt skemmtilegra en að finna upp á svona verkefnum fyrir heimilið, og þræða búðir og vefsíður í leit að fullkomnu hlutunum til að nota. Fyrir þetta verkefni var ég með ákveðna litapallettu í huga, og fer að sjálfsögðu all-in með hana.

ACD4D7EA-3A83-4BD1-9027-38659D18FE92

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að búa til litla bar-stöð hér heima, var einfaldlega sú að þegar við fluttum, stóð vínskápurinn eitthvað svo einmanna á gólfinu. Það kaldhæðnislega við þetta allt saman er hinsvegar að vínskápurinn var keyptur vegna þess að við áttum alltof mikið af vínflöskum, en drukkum þær aldrei – og við bara höfðum ekki stað til að geyma þær (þarna kemur sterklega inn árið í flugfreyjustarfinu og óbilandi þörf fyrir að “nýta tollinn”). Nú er ég hinsvegar búin að búa til heila bar-stöð til viðbótar, en samt drekkum við ekkert meira af víninu.  En ég get að minnsta kosti boðið í fullt af partýum og boðið upp á vín með stæl!

Processed with VSCO with f2 preset

Hér er að finna lista yfir flest allt sem er á barnum, og hvar ég fékk það. Allar vörur voru keyptar af höfundi sjálfum eða fengnar í tækifærisgjafir.

1. Hillueining – Vittsjö úr IKEA

2. Kertastjaki á vegg – POV kertastjaki, fæst t.d. í Epal

3. Kokteilhristari, mæliglas, bók um kokteila, gyllt ísfata – Amazon

4. Miðar um háls á kampavínsflösku – Kate Spade

5. Bakki, blómavasi, servíettustandur, sexhyrndur kertastjaki, blómavasi undir kokteilpinna, ilmkerti – H&M Home

6. Vasi undir rör – Söstrene Grene

7. Standur undir bók – Ebay

8. Upptakari – Anthropology

9. Gylltur ananas og kokteilpinnar – Target

10. ‘Save water, drink champagne’ mynd á vegg – Lovely Decor á Amazon

11. Kampavínsglös – Frá Ritzenhoff, fást t.d. í Casa

12. Skál á bakka – Iittala, fæst t.d. í Epal

13. ‘Cheers’ servíettur með ananasmynstri – Sur la Table

EEE8353C-7968-4DD0-B23E-BBD4F035F394

Eins og þið sjáið eru hlutirnir fengnir á ótal stöðum, en það er einmitt það sem mér finnst svo skemmtilegt – að vinna út frá þema eða litasamsetningu og finna hluti á mismunandi stöðum og raða þeim svo saman!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: