Coming up: 10K

Færslan er í samstarfi við Under Armour.

Haldiði ekki að ykkar kona hafi fengið þá flugu í höfuðið að skrá mig í Reykjavíkurmaraþonið í ár. Ég hef aldrei verið neinn sérstaklega mikill hlaupagarpur, enda alltaf verið miklu betri í æfingum sem reyna á sprengikraft vöðvanna heldur en úthald. Það er hinsvegar alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir og ég ákvað að skrá mig til að reyna koma mér af stað í hlaupinu, þar sem mér hefur alltaf langað að vera “hlaupa-týpan”. Ég skráði mig í 10km, og fyrst ég er nú að þessu á annað borð ætla ég að hlaupa til styrktar UN Women Iceland – þið getið kíkt á það HÉR.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég kíkti við í Under Armour í Kringlunni um daginn og nældi mér í splunkunýjan hlaupagalla. Þau eru tiltölulega nýbúin að taka upp nýja línu og hún innihélt til dæmis uppáhalds ræktarbuxurnar mínar í nýju mynstri. Þær heita Fly-By, og þetta er þriðja parið sem ég eignast. Ég á tvö stykki af svörtum sem ég keypti mér í fyrra og er búin að nota langmest af öllum ræktarbuxunum mínum, svo þegar ég sá að það var komið nýtt munstur varð ég að eignast þær. Þær eru mjög háar og fullkomlega sniðnar svo þær leka alls ekkert niður, og á hliðinni á þeim er stór vasi sem rúmar meirasegja iPhone 7+. Íþróttatoppurinn finnst mér ótrúlega fallegur, en þetta er einmitt fimmta stykkið af þessum íþróttatopp sem ég eignast – já ég er týpan sem kaupi mörg stykki af því sama þegar ég finn eitthvað sem mér líkar. Ég eignaðist minn fyrsta fyrir fjórum árum síðan, og ég er ennþá að nota hann svo ég get hiklaust mælt með þeim og sagt ykkur að þeir endast einstaklega vel. Ég er svo að hlaupa í Speedform Gemini 3 núna, og þeir hafa reynst mér ótrúlega vel.

Endilega fylgist með á Snapchat (gydadrofn), en ég ætla að skella mér í Gung-Ho hlaupið núna á laugardaginn – og ég er viss um að það verður frábærlega skemmtilegt!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: