Uppskrift: Minn fullkomni Matcha Latte

Færslan er unnin í samstarfi við Te og Kaffi.

IMG_0017.JPG

Þeir sem hafa fylgst eitthvað með mér á Snapchat (gydadrofn) ættu nú ekki að hafa farið á mis við ást mína á Matcha. Matcha er ein mesta snilld sem ég hef kynnst á seinustu árum, og ég drekk það daglega. En hvað er Matcha?

  • Grænt telauf, sem eru þurrkuð og síðan mulin niður í fínt púður sem er síðan blandað í vatn eða mjólk og drukkið
  • Stútfullt af andoxunarefnum og einstaklega orkugefandi þar sem plantan sem telaufin vaxa á vex í skugga og þarf því sjálf að búa til sína eigin orku
  • Gefur jafna orku sem helst yfir lengri tíma en t.d. orka sem fæst úr kaffidrykkju
  • Einstaklega gott fyrir brennsluna, einbeitinguna og almenna vellíðan!

 

Processed with VSCO with f2 preset

Allt “alvöru” Matcha te kemur frá Japan, en í dag er það eini staðurinn þar sem hægt er að rækta Matcha, sökum loftlagsins og jarðvegsins þar. Laufin eru handtýnd, og stilkar og annað fjarlægt í höndunum, áður en laufin eru þurrkuð á sérstakan hátt. Það felst því mikil handavinna á bakvið hvern bolla af Matcha og því er Matcha te oft í dýrari kantinum. Ég set það samt ekkert fyrir mig því þegar manni finnur hvað manni líður vel eftir að drekka Matcha er ég ekkert að telja krónurnar. Ég byrjaði að drekka Matcha fyrst fyrir um ári síðan, og þá í formi Matcha latte á kaffihúsum Te og Kaffi. Síðan þá hefur Matcha neyslan mín þróast og aukist jafnt og þétt og í dag drekk ég það bæði sem Latte eða bara sem te. Ég hef fengið mikið af spurningum um Matcha í gegnum Snapchat, og loksins er hér komin færsla þar sem ég fer yfir það skref fyrir skref hvernig ég útbý minn fullkomna Matcha Latte!

Processed with VSCO with f2 preset

Matcha duftið er þannig að það leysist ekki sjálfkrafa upp í vatni, og því þarf að eiga písk eða hrista það á sérstakan hátt til að útbúa það. Bambus-pískar eru sérstaklega gerðir til að losa te-ið við alla kekki, og búa til þessa dásamlegu skærgrænu froðu sem myndast þegar maður pískar það. Á myndinni sjáið þið byrjendasett frá merkinu Aiya, sem inniheldur dós af Matcha, bambus-písk, og mæliskeið. Þetta sett er frábært fyrir þá sem eru að byrja sína Matcha vegferð, og þið fáið þetta sett hjá Te og Kaffi. Matcha er venjulega útbúið og drukkið í sérstökum skálum, svo að auðvelt sé að píska það í byrjun. Þessa gullfallegu handgerðu Matcha skál fékk ég líka hjá Te og Kaffi.

Processed with VSCO with f2 preset

Matcha er að mínu mati svolítið “aquired taste”. Það er að segja – það er frekar sérstakt á bragðið, og maður þarf að venjast því. Hinsvegar, þegar maður finnur hversu frábærlega maður líður af Matcha, þá er maður ekki lengi að venjast þessu bragði og í dag finnst mér það mjög gott. Það er frábært að byrja með Matcha eins og þetta frá Aiya, sem er sérstaklega ætlað fyrir byrjendur og er frábært í Latte t.d. Seinna er svo hægt að færa sig yfir í Ceremonial Matcha sem er oftast drukkið bara með vatni. Aiya Matcha er framleitt í Japan, en það er eitthvað sem ég kíki alltaf á áður en ég kaupi mér Matcha.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Það sem þú þarft í Matcha latte:

Matcha

Mjólk – ég nota Oatly haframjólk en öll mjólk dugar

Eitthvað til að gefa sætu – eftir smekk

Processed with VSCO with f2 preset

Ég byrja á að mæla Matcha í Matcha skálina. Hefðbundinn skammtur af Matcha er 2gr, eða ein svona mæliskeið sem fylgir með í byrjendasettinu. Það er gott að sigta Matchað í skálina, með fínu sigti. Á meðan er vatn hitað í katli, og síðan látið kólna. Það er mikilvægt að vatnið sé ekki yfir 80° heitt þegar því er blandað við te-ið, því það getur soðið duftið og skemmt virknina í því og gert bragðið biturt. Ég hef reynt að láta það standa og kólna bara í daggóða stund, en einnig er hægt að hella því  á milli bolla nokkrum sinnum til að það kólni.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Næst set ég örlítið vatn saman við te-ið, alls ekki of mikið, heldur bara rétt örfáa dropa.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Því næst fer ég með pískinn ofan í og byrja að hræra duftinu saman við vatnið, svo úr verður þykkt “paste”.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Næst set ég svo meira vatn í skálina, þannig hún sé sirka hálffull. Það er þá sem ég byrja svo að píska með bambus-písknum mínum. Ég nota hraðar hreyfingar og eins og ég sé að skrifa W í yfirborðið á te-inu. Pískurinn á ekki að snerta botninn á skálinni, heldur að vera að vinna frá miðju vatninu og upp. Þá verður til þessi dásamlega fallega græna froða – er hún ekki dásamleg?

.

Processed with VSCO with f2 preset

Næst er það svo mjólkin, sem ég hafði áður flóað. Ég bý svo vel að eiga flóunarkönnu sem flóar mjólkina fullkomlega með því að ýta á einn takka, en hana má flóa á hvaða hátt sem er. Ég blanda henni við te-ið, og mér finnst gott að miða við að setja jafnmikið af mjólk og ég setti áður af vatni.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Þá er Matcha Latte-inn okkar nánast tilbúinn, en mér finnst rosalega gott að bæta við örlítilli sætu. Þetta er auðvitað valfrjálst skref, en ég mæli með því fyrir þá sem eru að byrja að drekka Matcha Latte, til að koma á móti bitra bragðinu af te-inu. Í dag drekk ég ekkert alltaf Matcha Latte með sætu, en finnst það samt voða gott svona stundum.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég er hrifin af þessu kaffi sýrópi frá Nicolas Vahé, en endilega notið það sem þið eigið til eða finnst gott. Hunang, agavesýróp, hlynsýróp, gervisæta – gerir allt sama gagn.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Og voila! Fullkominn Matcha Latte tilbúinn til drykkjar. Ég fékk þessa dásamlega fallegu og fróðlegu Matcha bók í bókaverslun erlendis um daginn, og hún hefur sko verið lesin spjaldanna á milli. Ég er ótrúlega heilluð af töfrum Matcha og finnst allt sem tengist því ótrúlega heillandi og áhugavert.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég get hiklaust mælt með þessu frábæra byrjendasetti frá Aiya. Ég hef prófað þónokkuð margar tegundir af Matcha, og þetta Matcha er mjög auðdrekkanlegt og fallegt á litinn, en liturinn segir alltaf til um gæðin – gæða matcha er skærgrænt á meðan lélegt matcha er dökk-hermanna-gulgrænt. Settið kostar 7.995kr og mér finnst það t.d. virkilega falleg tækifærisgjöf fyrir einhvern sem hefur áhuga á Matcha! Ég hvet ykkur kæru lesendur til að kynna ykkur Matcha, og jafnvel prófa að fá ykkur Matcha latte næst þegar þið kíkið á kaffihús. Ég er þakklát og ánægð fyrir að hafa kynnst þessum frábæra drykk, og hlakka til að tileinka mér hann ennþá betur í framtíðinni.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: