Sephora: Nýlega í uppáhaldi

Færslan er ekki kostuð.

Ég fæ alltaf reglulega spurningar í gegnum Snapchat, um hvað sé sniðugt að kaupa sér í Sephora, frá ferðalöngum sem eru á leiðinni í verslunina. Það er langt um liðið síðan seinasta Sephora færsla birtist á blogginu, og því fannst mér vera kominn tími til að henda í eina rjúkandi heita. Athugið að ef þið skrifið ‘Sephora’ í leitarkassann hér til hliðar (eða neðst á síðunnni ef þið eruð í síma), fáið þið fullt af færslum þar sem ég fjalla um það sem ég hef keypt mér.

sephora

1. IGK Jet Lag Dry Shampoo: Ég er búin að vera voða skotin í hárvörumerkinu IGK, en mér finnst umbúðirnar gullfallegar og vörurnar skemmtilegar. Þetta þurrsjampó er með þeim betri sem ég hef prófað – það er algjörlega glært í hárinu og skilur þannig ekki eftir neina slikju í dökka hárinu mínu.

2. IGK Mistress Hydrating Hair Balm: Um daginn var ég stödd í Sephora og spurði Þórunni Ívars hvað ég ætti að kaupa mér frá IGK. Hún mældi með þessu og sagði að það væri líka “Gyðulykt” af því. Þetta er akkúrat vara fyrir mig, en ég nota þetta í blautt hár eftir sturtu, og það verður silkimjúkt og glansandi. Og lyktin er fullkomin!

3. Boscia Tsubaki Swirl: Þetta andlitskrem kallar á mann í hillunni, og olli svo sannarlega engum vonbrigðum. Hér er á ferðinni blanda af gel kremi og þykkra kremi sem inniheldur Camellia olíu og nærir húðina á frábæran hátt.

4. Boscia Deep Hydration Sleeping Mask: Þessi overnight maski er búinn að vera í miklu uppáhaldi, en hann hefur svipaða virkni og kremið nema gefur ennþá dýpri raka og er gerður til að hafa á yfir nótt. Reyndar elska ég líka sheet maskann úr þessari línu!

5. Bite Beauty Amuse Bouche varalitur í litnum Meringue: Þessir varalitir finnst mér frábærir, og liturinn Meringue er í miklu uppáhaldi. Formúlan er mjög kremuð og nærandi, og lyktar af sítrónu. Svo er líka bara svo gaman að segja Amuse Bouche!

6. Marc Jacobs Air Blush Soft Glow Duo í litnum Flesh&Fantasy: Þessi kinnalitur er virkilega fallegur og gefur húðinni heilbrigðan ljóma. Litapigmentin í honum eru ekki mjög sterk en ég elska hann til að fá létt og náttúrulegt útlit.

7. Drybar Dry Conditioner: Það hafa flestir heyrt um þurrsjampó en þurr-hárnæring var eitthvað alveg nýtt fyrir mér. Þessi vara kom mér skemmtilega á óvart, en spreyið er frábært að nota í þurra enda á milli þvotta, til að gefa þeim raka og gera hárið viðráðanlegra.

8. IT Cosmetics Your Skin But Better CC Cream: Þetta CC krem er tiltölulega nýtt í safnið, en strax komið í mikið uppáhald. Dásamleg blanda af farða og nærandi kremi sem gefur létta þekju og fallegan ljóma.

9. Dr. Jartt Ceramidin Sheet Mask: Þessi maski er svo dásamlegur að ég vildi að ég gæti baðað mig upp úr honum. Ég þarf hinsvegar að láta mér nægja að setja hann á andlitið þar sem hann er í sheet pakkningu. Þessi gefur frábæra næringu og gefur húðinni fallega áferð.

10. Bite Beauty Agave Lip Mask: Hér er varasalvi sem ég kaupi aftur og aftur. Þetta er í raun varamaski, en ég er samt ekkert að spara hann. Mér finnst gott að setja þykkt lag af honum á varirnar á kvöldin, en ég nota hann líka yfir daginn og set þá þynnra lag.

11. Sol de Janeiro Brazilian Bum Bum Cream: Þetta líkamskrem er ein vinsælasta varan í Sephora, og ég er alls ekki hissa! Kremið á að virka stinnandi, en lyktin af því er dásamleg og húðin fær fallega ljóma eftir að ég set það á mig. Geggjað!gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: