Ég elska: Poptrash buxurnar

Færslan er unnin í samstarfi við Vero Moda.

Processed with VSCO with f2 preset

Það er eiginlega bara algjör skandall að Poptrash buxurnar úr Vero Moda séu ekki ennþá búnar að fá sér færslu hér á blogginu. Þetta er sennilega mest notaða flíkin í fataskápnum mínum, og líka sú allra mest umspurða á Snapchat. Það bregst ekki að ef að ég er í þeim – þá er ég spurð hvaða dásamlegu buxur þetta séu og hvar sé hægt að kaupa þær. Ég er alls ekkert hissa á því vegna þess að þessar buxur eru hreinlega fullkomnun. Sniðið er óaðfinnanlegt og efnið er bæði þægilegt og flott. Buxurnar bera nafnið Poptrash og eru yfirleitt alltaf til í Vero Moda, og koma sendingar mjög reglulega.

Processed with VSCO with f2 preset

Poptrash buxurnar í fataskápnum mínum eru orðnar 6 talsins, en þær sem þið sjáið hér eru þessar klassísku og mínar upprunalegu. Þær hafa komið í nokkrum afbrigðum í gegnum tíðina en ég á Coated, Velúr, Grey Melange og stuttbuxur svo eitthvað sé nefnt.

En hvað gerir svo Poptrash buxurnar að hinum fullkomnu buxum? Jú leyfið mér að leiða ykkur í gegnum dásemdina sem þær eru. Í fyrsta lagi eru þær ótrúlega þægilegar. Þær eru háar í mittið, efnið teygist vel og það er hægt að þrengja þær í mittið svo þær renni ekki niður. Þó að þær séu einstaklega þægilegar og kósý, er sniðið samt þannig að þær geta nýst við fín tilefni. Ég var til dæmis í velúr Poptrash buxunu mínum um jólin, við fallega skyrtu. Dagsdaglega elska ég að para þær við þröngan bol eins og þið sjáið á myndinni, og þegar ég er í meiri kósý fýling fer ég í víðari bol og sleppi því að girða hann ofan í buxurnar. Þegar ég fer eitthvað fínt para ég þær við fallega skyrtu og flotta skó – þær virka við öll tilefni! Ég held að það sé að verða komið sirka ár síðan ég keypti Poptrash buxurnar sem þið sjáið á myndinni, en þær eru ennþá í fullkomnu standi.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Ég tek Poptrash buxurnar í stærð S, og lengd 30. Ég á held ég eina týpu í XS en mér finnst þær betri í S. Þær kosta 7.690kr og ég veit að það er splunkuný og fersk sending af þeim í Vero Moda akkúrat núna!

Bolurinn sem ég er í á myndinni var einmitt líka að mæta í Vero Moda, en ég á hann í þrem litum og er búin að nota þá alla ótrúlega mikið. Kimonoinn er úr Selected,  og sokkabuxurnar sem ég er í innanundir buxunum heita Carry og eru frá Oroblu. Skórnir eru svo frá & Other Stories.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: