Ég elska: Laugar Spa Lemongrass
Færslan er í boði Laugar Spa. Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.
Eins og flestir Snapchat fylgjendur ættu að vita, elska ég ekkert meira en ilm (og bragð) af sítrónum. Sítrónukökur, sítrónute, sítrónusúkkulaði og sítrónu ilmkerti er allt í miklu uppáhaldi hér á heimilinu, en núna eru ennþá fleiri sítrónu-molar búnir að fá samastað hjá mér!
Ég prófaði þennan salt og olíuskrúbb frá Laugar Spa fyrir nokkrum vikum síðan, og ég kláraði hann upp til agna. Ég var að eignast nýja dollu og fannst tilvalið að deila með ykkur ást minni á þessum skrúbb. Uppistaðan í skrúbbnum er semsagt salt og olía, með dásamlegum Lemongrass ilm. Öll innihaldsefni í skrúbbnum eru náttúruleg og hann inniheldur engin paraben, SLS, rotvarnarefni, alkóhól, litarefni eða petroleum. Saltið sest alltaf í botninn svo þegar ég nota skrúbbinn dýfi ég hendinni ofan í og tek bæði salt og olíu, og byrja svo að nudda. Þar sem skrúbburinn inniheldur fullt af frábærum olíum skilur hann húðina eftir silkimjúka og lausa við allar dauðar húðfrumur. Skrúbburinn er meðalgrófur myndi ég segja, og hentar fyrir viðkvæma húð þar sem hann er laus við öll óæskileg aukaefni. Mér finnst hann frábær þegar húðin er þurr og þarf skrúbb og næringu, og líka fyrir og eftir rakstur.
.
Ekki nóg með það að ég sjálf geti lyktað eins og sítrónudásemd þegar ég kem úr sturtu, heldur getur heimilið mitt lyktað alveg eins! Það er nefnilega líka til heimilisilmur með sömu Lemongrass lykt, sem ég algjörlega dýrka. Í glasinu er olía, sem stangirnar draga í sig og dreifa þannig ilmnum um andrúmsloftið. Ég hef vanið mig á að snúa stöngunm við einu sinni í viku til að endurnýja ilminn.
Þú færð Laugar Spa vörurnar HÉR og í líkamsræktarstöðvum World Class.