Home Details Vol.2

Færslan er ekki kostuð. Allar vörur voru keyptar af höfundi sjálfum.

Jæja þá held ég áfram með seríuna þar sem ég sýni ykkur smá part af heimilinu í hverri færslu. Í dag er viðfangsefnið kaffi/te-barinn minn, en ég var einmitt að breyta honum og bæta í dag á Snapchat (gydadrofn).

7211E85F-F679-4F85-8A18-300EEA8578AA

Eldhúsið mitt er ekkert það stærsta svo aukahirslur eru alltaf vel þegnar – og Råskog hjólaborðið frá Ikea er aldeilis búið að reynast mér vel! Þið sjáið glitta í tvö á myndinni en þetta sem er við hliðina á tröppunni var ég að setja saman í dag. Ég ákvað að snúa efstu körfunni öfugt, til þess að fá borð undir ketilinn minn sem ég fékk í útskriftargjöf. Glöggir lesendur bloggsins muna kannski eftir honum á heimilis-óskalista fyrir ekki svo löngu síðan, en ég var heldur betur glöð að eignast hann.

.

Fyrir

IMG_2845

Hér sjáið þið hvernig hjólaborðið var fyrir breytingar, en þetta hjólaborð með efstu körfunni snúið rétt er núna undir eyjunni minni og nýtist sem auka geymslustaður fyrir bolla, te, og fleira. Ég ákvað semsagt að færa mjólkurflóarann upp á borð við hliðina á kaffivélinni, og sýrópin í hilluna fyrir ofan nýja hjólaborðið, og svo rýmkaði ég aðeins til í neðri skúffunum.

.

Eftir

654E8343-9ADB-4A19-B7EF-15AE44D575C5

Mér finnst það að snúa efstu körfunni öfugt koma ferlega skemmtilega út, og leyfir katlinum og því sem er efst að njóta sín enn betur. Þetta er líka sniðugt ef maður er með háar flöskur eða brúsa, því þetta býr til meiri hæð fyrir það sem er í annarri körfunni.

9EE17AC5-6D8C-4FB7-9A37-FA742D2CEECE

3C129080-DFF8-49AF-B58C-FFE3CEDCFF60

Það kemur kannski engum á óvart að myntugrænn er uppáhalds liturinn minn – ég fæ ekki nóg af honum! Hann passar líka svo vel með hinum uppáhalds litnum mínum – bleikum.

.

E684936F-849C-475A-8343-0B99128A4E44

Fyrir ofan te-borðið er þessi hilla, sem ég keypti í Söstrene Grene fyrir einhverju síðan. Í henni geymi ég Matcha græjurnar mínar, Múmín-bollana og fleiri kaffi og te aukahluti.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég vona að þið hafið jafn gaman af þessum færslum og ég, því ég er sko með nóg af heimilis smáatriðum eftir til að sýna ykkur! Fyrir aðra aðdáendur Råskog hjólaborðsins mæli ég sterklega með Facebook hópnum: Pimp My Råskog, en þar deila notendur myndum og tipsum um hvernig er hægt að nota þetta stórsniðuga borð.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: