Heimsókn: Vero Moda HQ í Kaupmannahöfn

Færslan er í boði Vero Moda.

IMG_3445

Í maí var ég svo heppin að fá að heimsækja Kaupmannahöfn í fyrsta skiptið, en tilefnið var International PR event í höfuðstöðvum Vero Moda í Köben. Viðburðurinn var ætlaður til að veita alþjóðlegum bloggurum og áhrifavöldum innblástur, og kynna nýja línu Vero Moda sem er nú þegar komin í búðir, og einnig fengum við smjörþefinn af því sem koma skal fyrir AW17. Það var virkilega gaman að fá boð en á viðburðinn mættu bloggarar og áhrifavaldar frá öllum heimshornum, og það var ótrúlega gaman að spjalla við þau öll og kynnast ólíkum menningarheimum.

Enlight1

Okkur Önnu Láru var boðið á viðburðinn fyrir hönd Íslands, en við flugum til Kaupmannahafnar snemma um daginn og fórum beint í hádegismat, svo á listasafn og um kvöldið var svo aðal viðburðurinn sjálfur. Hann var haldin eins og áður sagði í höfuðstöðvum Vero moda í Kaupmannahöfn, en húsið sjálft var eitt það fallegasta sem ég hef komið í, og ég öfunda fólkið sem fær að vinna þar á hverjum degi! Í húsinu var ‘showroom’ þar sem við fengum að sjá það sem er framundan á næstu mánuðum í verslunum Vero Moda!

IMG_2646

Eeeelska litapallettuna í Vero Moda Denim línunni! Þessar peysur eru nú þegar mættar í búðir og ég þarf klárlega að næla mér í eina.

.

IMG_2648

‘Strappy’ kjólar og bolir eru sérstaklega flottir í sumar, en margir eru í þeim yfir venjulegan stuttermabol – lúkk sem ég á eftir að komast upp á lagið með en finnst virkilega kúl.

.

IMG_2650

Ég er svo hrifin af þessari “náttfata” tísku sem er búin að vera svolítið áberandi. Þá er ég að meina skyrtur og buxur sem gætu allt eins verið náttföt til daglegrar notkunar!

.

IMG_2572

Við Anna völdum okkur báðar nokkrar flíkur sem okkur fannst standa upp úr! Ég veit við bíðum báðar virkilega spenntar eftir því að þessi hvíta dragt komi í búðir – hún var fullkomin!!

.

IMG_2624

Ég er alveg sjúklega spennt fyrir þessari síðu, munstruðu kápu sem á að mæta í verslanir seint í haust. Hversu tilvalin fyrir veturinn sem verður þá framundan? Sé fyrir mér loðkraga við hana yfir hátíðardressin fyrir jólin – síð og fín svo manni verður ekki kalt á fótunum. Bleika skyrtan er líka klárlega á óskalistanum og auðvitað hvíta dragtin!

IMG_2644

Það var ótrúlega gaman að fá að heimsækja þetta flotta fyrirtæki í höfuðstöðvum þeirra, og fá ennþá betur að kynnast þeirra sýn og áherslum fyrir næstu mánuði. Nú er ég bara alltof spennt að sjá allt það sem ég skoðaði mæta í búðir!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: