Home Details Vol. 1

Færslan er ekki kostuð. Allar vörur í færslunni eru keyptar af höfundi.

Í gær deildi ég mynd á Snapchat af smá heimilisdúllerí – endilega fylgið mér þar undir: gydadrofn. Þar sem það voru margir að screenshotta myndina og spyrja út í hina og þessa hluti á myndinni datt mér í hug að gera litla færslu og deila með ykkur hér líka. Við Heiðar fluttum okkur um set í byrjun mars, og ég er ennþá svona að fínísera hitt og þetta á heimilinu. Mig langar endilega að deila með ykkur smáatriðum og breytingum á næstu vikum, svo endilega fylgist með til að missa ekki af fleiri svipuðum færslum!

BF1C145D-8EDF-40A2-B808-ADE9DDAB3F51

Hér sjáið þið smá part af sjónvarpshorninu í stofunni. Ég var semsagt að eignast teppið, en það er útskriftargjöf frá mér til mín. Mig er búið að dreyma um það í ansi marga mánuði og ef það var ekki tilefni til að eignast það núna þá veit ég ekki hvenar. Maður hlýtur að eiga skilið smávegis fínerí þegar maður útskrifast úr háskóla! Heiðar kom svo heim með lampann um daginn, en við erum búin að bíða eftir honum ansi lengi. Hann hefur semsagt verið uppseldur í nokkra mánuði en loksins er hann orðinn okkar. Hann sómir sér einstaklega vel þarna, en á veggnum fyrir aftan hann (sem þið sjáið glitta aðeins í) eru fleiri koparlitaðir hlutir. Þið fáið að sjá vegginn í heild sinni í annarri svona færslu fljótlega! Tréið sem ég nota sem skraut er upprunalega ætlað sem skartgripatré, en ég fæ alltaf reglulega spurningar um það. Ég fékk það að gjöf fyrir nokkrum árum og veit því miður ekki hvar það er keypt.

Það sem þið sjáið á myndinni:

Lampi – úr Ilva HÉR. Teppi – frá Kreo.is HÉR.  Stóll – Upprunalega úr Ikea (keyptur notaður). Skenkur og skápur fyrir ofan sjónvarp – Bestå úr Ikea. Púðaver – H&M Home. Blómavasi – Kähler Hammershøi.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: