ZO-ON: HYLJA

Færslan er unnin í samstarfi við Zo-on. Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

IMG_0033

Ég eignaðist nýlega nýja regnkápu, og það er óhætt að segja að ég er eiginlega ekki búin að fara úr henni seinustu daga! Kápan er frá Zo-on og heitir Hylja. Þetta er fóðruð regnkápa, sem er úr einstaklega léttu efni. Efnið er ekki týpískt “polla” efni ef þið vitið hvað ég meina – svo að það er ekki of heitt að vera í henni þó svo að það sé hlýtt úti en rigning. Mér finnst efnið anda mjög vel, og verndar fyrir rigningu og vindum. Kápan er í fullkominni sídd, og ótrúlega þægileg að skella sér í þegar maður fer út á morgnanna og veit ekkert hvernig veðrið verður – sem er eiginlega daglegt brauð á Íslandi. Þó að það sé kominn júní er búið að vera heldur kalt og bæði vindur og rigning, svo kápan er strax búin að sanna notagildi sitt.

IMG_0047

IMG_0042

IMG_0043

IMG_0045

Það sem ég elska við kápuna er að hún hefur svo frábært notagildi. Mér finnst hún ótrúlega falleg sem yfirhöfn þó það sé ekki endilega rigning, og ég er búin að vera mjög fegin seinustu daga að hafa skellt mér í hana á morgnanna. Ég dýrka litinn, en hann er ljós-mosagrænn og alveg svolítið sumarlegur. Hylja er líka til í svörtu og vínrauðu en ég er algjörlega ástfangin af þessari grænu. Þessi verður fullkomin fyrir útihátíðir og ættarmót sumarsins, en eins og við vitum vel er íslenska sumarið óútreiknanlegt og alltaf gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með góða utanyfir flík með sér. Ég mæli klárlega með að kíkja á þessa kápu í verslunum Zo-on – þið verðið að finna hvað efnið er létt og meðfærilegt!

IMG_0036

IMG_0040

Hylja kostar 36.990kr og fæst HÉR.

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: