Útskriftarveisla: Með Tropical Sumar-þema

Færslan er ekki kostuð.

Seinustu helgi, á þjóðhátíðardegi íslendinga 17. júní, útskrifaðist ég úr Háskólanum í Reykjavík og hef því formlega nælt mér í BSc gráðu í sálfræði! Stór dagur og sannarlega tilefni til veislu. Þið ættuð nú að vera farin að þekkja mig það vel að þið vitið að ég blæs ekki til veislu nema það sé þema-veisla, en ég veit fátt jafn skemmtilegt og að skreyta og undirbúa svoleiðis veislur. Það er orðið vani að gera færslu í kjölfarið þar sem þið spyrjið mig alltaf um hvar ég fæ skreytingar og annað. Hér koma því myndir og upplýsingar um veisluna!

Ath. Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.

Bæði páfagaukurinn og pálmatréið fylgdu mér heim frá Montréal um daginn, en ég tók mömmu með mér þangað í maí. Þar sem pálmatréið var það seinasta í búðinni þurfti ég að fá það samansett, og þrammaði því með það um götur Montréal í fullri stærð. Þið getið ímyndað ykkur augnaráðið sem ég fékk. Kökuna pantaði ég hjá Sætum Syndum, en ég pantaði einmitt afmæliskökuna mína frá þeim líka. Hún var með karamellufrómas, jarðaberjum og Daim og bragðaist alveg jafn vel og hún leit út!

 

IMG_4245

IMG_4240

Glimmerborðann með ‘Congratulations’ fann ég líka í Montréal, en hann ásamt öðru skrauti keypti ég í Indigo. Ananasborðinn er úr Tiger, og ég fann öll ananasmynstruðu ílátin þar, ásamt diskum og glösum með sama munstri, og litlum sólstólum sem þið sjáið t.d. ofan á kökunni.

Ég notaði muffinsform sem ílát undir Cookies&Cream poppið, en þið finnið uppskriftina af því HÉR. Ég ákvað svo bara að hafa þetta einfalt, og keypti súkkulaðiköku í Costco, sem ég skreytti svo með berjum og hafði rjóma með. Ég fyllti svo kökudisk af kleinuhringjum, en þeir voru einstaklega vinsælir.

 

Ég ákvað að bjóða upp á smárétti sem væri auðvelt að gæða sér á án hnífapara, svo fólk gæti nartað í þá alla veisluna og þyrfti ekki endilega að sitja við borð. Ég fann skemmtileg skilti sem hægt var að skrifa á hvað hver réttur væri í partýbúð í Kanada, en það er mjög auðveldlega hægt að útbúa svona spjöld sjálfur. Mér fannst þetta sniðug hugmynd því þá gátu gestir lesið sjálfir hvað var í réttunum sem voru í boði og hvernig sósu ég hafði með.

IMG_4258

Eiginlega allir smáréttirnir eru úr Costco en það var hægt að kaupa þá í stórum pakkningum sem henta vel í veislur. Sterku kjúklingalundirnar slógu sannarlega í gegn, og Tempura rækjurnar hjá þeim gestum sem ekki vildu sterkan mat. Ég notaði svo allskonar sósur sem ég átti til, t.d. hvítlauks-aioli, chipotle-aioli, sweet chilli og lemon&herb sósu. Ég ákvað svo bara að hafa brauð og pestó með þessu öllu og bauð svo upp á heimatilbúin drykk sem var svolítið eins og óáfengur pina colada. Ég notaði 1L af ananassafa og 1L af kókos íste sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana (Coco Colada frá David’s Tea), en það er pottþétt hægt að nota kókosvatn og fá svipaðan drykk.

Ég fékk skemmtilegt props í myndatökur í Indigo í Montréal, en ég elska að hafa svona ‘photobooth’ þegar ég er með veislur.

IMG_4275

Ég var ótrúlega sátt með daginn og veisluna og allt heppnaðist ótrúlega vel!

P.s. Hvar sæki ég um sem party planner?

gydadrofn

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: