SPA OF THE WORLD

Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop.

Mig langaði svo mikið að fá að mæla með þessari tvennu sem þið sjáið hér að neðan – en þetta eru tvær nýjar vörur í Spa of the World línunni frá The Body Shop. Vörur í þessari línu eru hágæða húðvörur frá mismunandi hornum heimsins og koma í sérstaklega fallegum pakkningum.

IMG_3562

Önnur varan er skrúbbur sem heitir French Grape Seed Scrub, en áferðin á honum er kremuð og skrúbburinn sjálfur er sykur og vínberjakjarnar. Hann er frekar grófur og mér finnst hann virkilega góður til að auka blóðflæði og gera húðina silkimjúka og stinna. Lyktin af honum er ótrúlega fersk og mér finnst hann mjög drjúgur og endast vel. Ethiopian Green Coffee Cream er svo fullkomið til að nota eftir á, en þetta krem er sérstaklega gert til að vera stinnandi fyrir húðina og gera hana silkimjúka. Áferðin á kreminu er dásamleg – svolítið gelkennd svo kremið smýgur fljótt og vel inn. Lyktin af því er mjög fersk og létt og mér finnst ég öll svo frísk eftir á. Þessar tvær vörur virka vel saman til að fá stinnari og sléttari húð – ekki amalegt svona þegar bikiní tímabil er í vændum. Mæli með!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: