Miami Travel Tips

Færslan er ekki kostuð.

Jæja kæru vinir – hér kem ég eftir ansi langa pásu ❤ Ég og Heiðar kíktum til Miami um daginn, en þetta var núna í annað skiptið sem við komum til Miami. Við fórum fyrst fyrir um einu og hálfu ári síðan, og vorum eiginlega bara búin að bíða eftir því að komast aftur – svo hrifin vorum við af borginni. Það er auðvitað algjör lúxus að geta núna flogið beint til Miami frá Keflavík með Wow, en þegar við fórum í fyrra þurftum við að millilenda í New York. Þar sem ég er mikið spurð um hótel, hluti til að gera og fleira skemmtilegt kemur hér ítarleg færsla!

Hótel

Þau hótel sem ég hef gist á í Miami eru: Hilton Downtown Miami, Royal Palm South Beach og National Hotel. Þegar við fórum í fyrsta skiptið, gistum við á Hilton og héldum að besta staðsetningin væri “downtown”. Við komumst hinsvegar fljótlega að því að það er miklu skemmtilegra að vera á ströndinni, og við eyddum miklum tíma og peningum í að koma okkur yfir brúnna og á strandarsvæðið á hverjum degi. Hótelið sjálft var samt mjög fínt, með góðri sundlaug og í göngufæri frá bæði American Airlines Arena (þar sem við fórum á Chris Brown tónleika) og Bayside Marketplace. Það er aðeins ódýrara og rólegra að vera downtown – en persónulega myndi ég alltaf frekar mæla með að vera á ströndinni. Mér finnst mikilvægt að velja hótel sem er með góðu útisvæði, þar sem er nóg pláss hjá sundlaug og þess háttar. Miami er svolítið þannig borg að manni langar að hafa aðstöðu til að slappa af í sólinni, svo ég spái alltaf í því þegar ég vel hótel. Núna í seinni ferðinni gistum við bæði á Royal Palm og National, en það var vegna þess að fyrst ætluðum við bara að vera í 6 daga, en gátum svo lengt ferðina okkar og ákváðum þá að prófa bara að skipta um hótel – það var semsagt ekki út af neinni óánægju með fyrra hótelið (Royal Palm)

Royal Palm

IMG_1787

Hótelið er staðsett á mörkum South Beach og Miami Beach, og er í voða svona “trendy” stíl – alls ekki hefðbundið amerískt. Til dæmis var ekkert teppi á gólfinu inni á herberginu okkar, sem ég held ég hafi bara aldrei lent í í ameríku áður. Við vorum staðráðin í því þegar við pöntuðum hótelin fyrir þessa ferð að vera eins nálægt Lincoln Road og hægt væri (ég segi ykkur frá því neðar í færslunni), og staðsetningin á Royal Palm hefði ekki getað verið betri. Við tókum ekki ódýrasta herbergið heldur borguðum fyrir aðeins stærra herbergi, og fengum herbergi með ocean view og svölum – rosalega næs. Hótelið var með tveim sundlaugum, ein lítil og ein stór, og einkaströnd fyrir gesti – þar sem hægt var að fá bekki án þess að borga. Við Heiðar höfum alltaf verið frekar lítið fyrir að fara á strendur, aðallega vegna þess að það er alltaf jafn mikið vesen að taka allt dótið með sér út í sólina og hafa engan stað til að skipta um föt eftir að við komum úr sjónum. En að hafa aðgang að ströndinni beint frá hótelinu var algjör ‘game changer’ og það er mun þægilegra að geta stokkið upp á herbergi strax og skolað af sér sandinn.

National Hotel

IMG_2281

Þetta hótel er pottþétt með þeim skemmtilegri sem ég hef komið á! Við vorum alveg ótrúlega ánægð að við höfum ákveðið að prófa að skipta um hótel, en við hefðum líka alveg verið til í að vera allann tímann á þessu. National Hotel er stofnað 1939 og allt vibe-ið á hótelinu er í þeim stíl. Á hótelinu er stærsta úti sundlaug á South Beach, en hún er 62m á lengd. Meðfram henni voru bungalo-ar þar sem hægt var að slappa af, og svo var veitingastaður og bar við efri sundlaugina líka. Útisvæðið á hótelinu er í mjög miklum resort-stíl, hengirúm og rúm allstaðar, og allt gert svo hægt væri að njóta þess að slappa af í sólinni. Hótelið er bara nokkrum skrefum frá Royal Palm, og því einnig staðsett við á mörkum Miami Beach og South Beach, og rétt hjá Lincoln Road. Hótelið var einnig með einkaströnd þar sem hægt var að fá bekki, en útisvæðið á hótelinu var samt bara það næs að við nýttum það minna. Mæli klárlega með þessu hóteli!

.

Lincoln Road

Mér finnst hjarta Miami vera á Lincoln Road – sem er svona þið vitið: Laugavegurinn, Ramblan, Oxford Street..allar borgir eru með eina svona götu. Þegar við fórum fyrst til Miami vissum við ekki af Lincoln Road fyrr en tveim eða þrem dögum áður en við fórum heim, og við vorum svo svekkt! Þarna er allt að gerast, frá morgni til kvölds en á götunni og í kringum hana er að finna fullt af búðum, veitingastöðum og fjöri. Við völdum hótel með nálægð við Lincoln Road í huga, en rétt hjá Lincoln Road er einnig að finna t.d. Collins Avenue – þar sem þið finnið búðir eins og Sephora og Dash, og Ocean Drive – þar sem þið finnið alla skemmtistaðina og næturlífið.

.

Key West

Ég mæli klárlega með því að taka 1-2 daga í það að kíkja til Key West! Key West er eyja sem er hægt að keyra til, en það tekur um 4klst frá Miami. Að keyra þangað er eitt og sér ótrúleg upplifun, en manni finnst maður vera að keyra í miðjum sjónum mestallann tímann. Florida Keys samanstanda af ótal mörgum litlum eyjum, og syðsta eyjan er Key West, en þar er einmitt líka syðsti oddi Norður Ameríku. Frá syðsta oddinum er stutt yfir til Kúbu og manni finnst maður vera kominn í annan heim þegar maður kemur til Key West. Þar er maður laus við allt ys og þys Miami, og mér leið eiginlega helst eins og ég væri komin til Bahamas eða eitthvað. Í Key West ganga hanar og hænur lausar, útum allt eru litlar hverfisbúðir og fólk greinilega á eyja-tíma. Við fórum fram og til baka á einum degi og bókuðum okkur ferð í snorkling, allt í gegnum Miamitours.com. Við höfðum um 6 tíma í Key West, en snorkling ferðin tók í kringum 3 tíma. Það er harðbannað að sleppa því að kíkja á Dante’s Pool Bar í Key West en þar eru sundlaugarpartý allann daginn og hægt að fá frábæra kokteila og góðan mat. Í næstu ferð langar mig að stoppa lengur í Key West, og jafnvel koma við í Key Largo á leiðinni þangað og fara að kafa.

.

Venetian Pool

27365CCF-0EC0-48F9-94F7-921D2C7B3C0F

Venetian Pool er örugglega einn fallegasti staður sem ég hef komið til! Sundlaugin er byggð af mönnum en manni líður svolítið eins og þarna sé á ferð algjört náttúruundur. Hún er staðsett í Coral Gables sem er örstutt frá downtown Miami, og það tekur um 40 mínútur að fara þangað af Miami Beach. Ég vildi óska að ég gæti gefið ykkur betri umsögn um Venetian Pool – en ég var búin að ákveða að ég yrði að fara þangað í þessari ferð. Við hinsvegar geymdum það af einhverri ástæðu þangað til næstseinasta daginn (sem var mánudagur) en þegar við komum til Coral Gables og ætluðum að kíkja í sundlaugina var lokað! Það er greinilega alltaf lokað á mánudögum en samt var ég ekki búin að sjá þær upplýsingar á netinu – mikið sem ég var svekkt! En þetta verður allavega fyrsti staður sem ég fer til í næstu ferð! Samkvæmt heimamönnum er þetta kaldasta sundlaug sem þú kemst í og umhverfið er algjörlega breathtaking!

.

Miami Beach og South Beach

Maður fer að sjálfsögðu ekki til Miami án þess að kíkja á strendurnar! Í þessari ferð þá leigðum við okkur hjól – City Bike er t.d. með hjólastanda út um allt þar sem hægt er að fá hjól gegn vægri greiðslu og mörg hótel bjóða einnig upp á að lána gestum hjól. Við hjóluðum alla strandlengjuna og það var ótrúlega gaman að fá að kynnast ströndunum aðeins betur. Okkar tilfinning er að eftir því sem þú ferð norðar finnurðu hreinari og rólegri strendur – en allt fjörið finnurðu á South Beach. Ég mæli líka með því að fara seinni partinn og labba strandlengjuna, jafnvel fylgjast með sólsetrinu og skoða öll fallegu lífvarðar-húsin! Ég dýrka þessi litríku hús og á kvöldin og morgnana (þegar strandverðirnir eru ekki að vinna) er gaman að standa uppi á pallinum og virða fyrir sér ströndina.

.

Jungle Island

Jungle Island er skemmtilegur dýragarður sem er staðsettur á milli strandanna og downtown Miami. Þar er boðið upp á allskonar skemmtileg ‘animal interactions’ en í fyrra fengum við til dæmis að leika við lemúra. Í ár fengum við að hitta þessa fallegu letidýrafjölskyldi sem þið sjáið á myndunum, og ég held í alvöru að ég hafi aldrei gert neitt jafn skemmtilegt. Ég gleymi líka aldrei kengúrunni Bonnie sem ég knúsaði í örugglega góðan klukkutíma og vildi ekki sleppa..og ekki ég heldur!

.

 

Little Havana

IMG_2086

Ég mæli algjörlega með því að kíkja aðeins til Little Havana, rölta um og jafnvel fá sér Cuban Coffee sem er vinsælt meðal heimamanna. Mér var reyndar eiginlega alltaf of heitt til að fá mér heitt kaffi, en það er samt drukkið eins og espresso skot svo það tekur nú fljótt af. Little Havana var áður fyrr hverfi kúbverska innflytjenda, en í dag býr þar fólk allstaðar að. Þið finnið þessa skemmtilegu litríku hana út um allt, en þeir eru einkenni Little Havana. Þið finnið líka Mojito á hverju horni, og svo er vindlaverksmiðja sem gaman er að kíkja í.

.

Bayside

Bayside er skemmtilegur staður við höfnina hjá downtown Miami. Þar er markaður á daginnn, fullt af matsölustöðum og skemmtileg stemming á kvöldin. Frá Bayside fórum við í siglingu í kringum Star Island þar sem allar stjörnurnar eiga hús – mér fannst ótrúlega gaman að sjá Miami frá öðru sjónarhorni svo ég mæli algjörlega með því. Ég mæli líka með að setjast niður á Bayside að kvöldi til og fylgjast með mannlífinu. Það er oftast lifandi tónlist í gangi á kvöldin og vel hægt að eyða góðum tíma í að tjilla þar. Fyrir þá sem hafa gaman af MJÖG hárri tónlist, þá er Mojito Bar staðurinn fyrir ykkur – þið munuð vita hvað ég er að tala um ef þið hættið ykkur þar inn.

.

Eating

Ef ég ætti að mæla með einum stað sem þið verðið að prófa í Miami þá væri það Strip Steak! Ég held ég hafi bara aldrei fengið jafn góðann mat og Heiðar er örugglega sammála mér. Stjörnukokkurinn Michael Mina rekur staðinn sem sérhæfir sig í steikum. Sjálf borða ég ekki steik (yes I said it), en í seinna skiptið sem við fórum á þennan stað bara gat ég ekki annað en pantað mér steik! Ég semsagt borða vanalega ekki steik því mér finnst bragðið ekki gott – en steikin á þessum stað var bara eitthvað allt annað. Og bara allur maturinn! Ég banna ykkur að fara á þennan stað og fá ykkur ekki Key Lime Pie, alltof gott! Fyrir utan þennan stað eru góðir veitingastaðir út um allt – ég mæli t.d. með Sushi Samba á Lincoln Road (já Sushi Samba sem varð til þess að Sushi Social heitir það núna) og svo er must að fá sér góðan hamborgara á Shake Shack eða Five Guys.

.

Shopping

Eins og ég nefndi ofar í færslunni eru frábærar búðir á Lincoln Road og götunum þar í kring – mæli með Sephora á Collins Avenue. Fyrir þá sem vilja kíkja í moll – suma daga er bara nauðsynlegt að fá smá breik frá sólinni – þá mæli ég með Aventura Mall (það er uppáhalds), Dadeland Mall og Dolphin Mall fyrir þá sem vilja kíkja í outlet moll.

.

Jæja þá er komið að lokum í þessum litla leiðarvísi, en eins og þið kannski sjáið hefur Miami upp á ansi margt að bjóða. Ástæðan fyrir að borgin er í uppáhaldi hjá mér er sólin og strendurnar, og svo er ég bara alltaf svo hrifin af því að vera í Ameríku. Miami er lifandi borg og á Miami Beach finnurðu mestu áfengisneyslu miðað við höfðatölu í heiminum – eitthvað sem er vert að kíkja á. Það er alltaf erfitt að útskýra afhverju maður elskar einhverja ákveðna borg meira en aðra, en það er bara eitthvað við stemminguna í Miami sem ég dýrka, og mig langar helst að fara aftur í næstu viku!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: